24 stundir - 26.04.2008, Síða 52
52 LAUGARDAGUR 26. APRÍL 2008 24stundir
Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • Fax 595 1001 • www.heimsferdir.is
Frá kr.
24.990 – báðar leiðir
Netverð á mann. Flugsæti báðar leiðir með sköttum.
Takmarkaður sætafjöldi. Verð getur breyst án fyrirvara.
E
N
N
E
M
M
/
S
IA
/
N
M
3
3
3
0
8
Verðdæm
i – lægstu
verð*
9. maí
frá kr. 24.
990
21. maí
frá kr. 24.
990
28. maí
frá kr. 29.
990
4. og 11.
júní fr
á kr. 39.9
90
18. júní
frá kr. 34.
990
25. júní
frá kr. 29.
990
2. og 9. jú
lí frá
kr. 29.99
0
16. júlí
frá kr. 34.
990
* Lægstu
verð sem
í boði eru
á
viðkoman
di brottfö
r. Verð er
netverð
á mann. T
akmarkað
sætafram
boð
á þessu v
erði. Verð
getur bre
yst án
fyrirvara. N
ánar á ww
w.heimsfe
rdir.is.
Alicante
Bókaðu strax á www.heimsferdir.is
og tryggðu þér lægsta verðið!
Heimsferðir bjóða þér beint flug til Alicante í vor, sumar
og haust eins og undanfarin 16 ár. Við bjóðum frábær
kjör og þjónustu á íslensku alla leið – fyrir þig!
Enn er tækifæri til að tryggja sér flugsæti til Alicante
með Heimsferðum á frábærum kjörum.
Nánar á www.heimsferdir.is.
á frábærum kjörum
Eftir Einar Jónsson
einarj@24stundir.is
Helena Guðrún Bjarnadóttir hefur
haft brennandi áhuga á mat og
matargerð frá því að hún flutti að
heiman sextán ára til að sækja
skóla. „Ég er að norðan en vildi að-
eins fara í MR og ekkert annað
þannig að ég varð bara að gera svo
vel að fara að sjá fyrir mér sjálf,
byrja að elda og annað slíkt,“ segir
hún.
Þó að Helena styðjist við upp-
skriftir í matargerð sinni fylgir hún
þeim ekki endilega frá a til ö. „Ég
er mikið fyrir að þróa sjálf upp-
skriftirnar í stað þess að taka þær
beint upp úr blöðum. Yfirleitt
styðst ég við grunn úr einhverri
uppskrift en svo breyti ég og bæti
eftir því sem mér finnst henta
þannig að réttirnir eru ekki alltaf
eins,“ segir hún.
Suðrænn innblástur
Innblástur í matargerðina sækir
Helena aðallega til Suður-Evrópu,
ekki síst Ítalíu eins og sjá má á
þeim réttum sem hún deilir með
lesendum 24 stunda. Sjálf bjó hún í
Hollandi í hálft annað ár en segist
ekki hafa orðið fyrir miklum áhrif-
um af matargerðarlist innfæddra.
„Hollendingar vilja hafa allt djúp-
steikt. Þeim finnst fiskur ekki vera
fiskur nema hann sé djúpsteiktur
og borða rosalega mikið af frönsk-
um sem er ekki alveg minn stíll.
Maður pikkar samt út það sem
manni finnst hæfa sér best úr mat-
argerð þeirra,“ segir Helena.
Hollustan í fyrirrúmi
Nú þegar Helena er komin með
fjölskyldu segist hún hugsa meira
um hollustu matarins en áður.
„Maður hefur líka farið meira inn á
þá línu að velja lífrænan mat og
gæta þess að vera með nóg af græn-
meti og að allt sé í réttum hlut-
föllum,“ segir Helena sem reynir
að kenna börnunum að borða góð-
an og hollan mat. „Börnum finnst
alltaf best það sem er einfaldast. Ef
maður sker niður gúrkur í eina skál
og gulrætur í aðra skál finnst þeim
það mjög flott salat en ef öllu er
blandað saman er það ekki eins
flott,“ segir hún.
Upp á síðkastið hefur matargerð
á heimilinu reyndar lent að miklu
leyti á herðum eiginmanns Helen-
ar þar sem hún hefur verið önnum
kafin. Á dögunum opnaði hún
ásamt fleirum Stubbasmiðjuna
sem er verslun sem sérhæfir sig í
húsgögnum og munum fyrir
barnaherbergi og öðrum vörum
fyrir börn og foreldra þeirra. Jafn-
framt hyggst Stubbasmiðjan
standa fyrir ýmsum viðburðum
svo sem þemahelgum og fræðslu
fyrir verðandi mæður. „Við feng-
um Eymundsson og Te og kaffi í
lið með okkur. Kaffihúsið tekur
mið af börnum og í Eymundsson
hefur verið sett upp sérstakt leik-
svæði með leikföngum og litaað-
stöðu. Það er mjög notalegt að
setjast á kaffihúsið og leyfa börn-
unum að leika sér í ró og næði á
meðan,“ segir Helena Guðrún
Bjarnadóttir að lokum.
Hollt og gott Helena
Guðrún Bjarnadóttir legg-
ur meiri áherslu á hollustu
matarins með árunum.
Helena Guðrún Bjarnadóttir spinnur út frá uppskriftum
Undir ítölskum áhrifum
Helena Guðrún Bjarna-
dóttir, framkvæmdastjóri
Stubbasmiðjunnar, sækir
innblástur í matargerð til
Suður-Evrópu en er
óhrædd við að breyta
uppskriftum og bæta eft-
ir eigin höfði.
➤ Helena er eigandi og fram-kvæmdastjóri Stubbasmiðj-
unnar ásamt Nönnu Kristínu
Magnúsdóttur leikkonu.
➤ Jafnframt er hún að ljúkanámi í viðskipafræði við Há-
skólann á Akureyri.
HELENA GUÐRÚN
24stundir/Eggert
Málþing undir yfirskriftinni
Matur og menning á suðursvæði
Vestfjarðakjálkans verður haldið í
Félagsheimilinu á Patreksfirði
laugardaginn 24. maí. Þar verður
meðal annars fjallað um verkun og
meðferð matvæla sem landið og
sjórinn gefa (svo sem egg, fugl, fisk
og jarðargróða), hlunnindi við
Breiðafjörð, mataræði sjósóknara á
fyrri tíð og margt fleira.
Málþinginu lýkur með veislu þar
sem gjafir náttúrunnar verða mat-
reiddar og framreiddar á fjöl-
breyttan hátt þar sem meðal annars
verður litið til fyrri tíma. Aðgangur
að þinginu er ókeypis og getur fólk
komið og farið að vild. Nánari
upplýsingar má nálgast á vefsíðu
félagsins Beint frá býli
www.beintfrabyli.is.
Matur og menning
Þemadagarnir Fiskiveisla standa
yfir í vínbúðunum um þessar
mundir. Í tilefni af þeim hefur
verið gefin út bæklingur um vín
með fiski. Í honum er að finna
nokkrar einfaldar aðferðir sem
hafa reynst vel við að velja vín
með fiskréttum. Fiskiveisla
stendur yfir í apríl.
Fiskiveisla í
vínbúðunum
Nú þegar hafa
fyrstu túnfíflar
vorsins stungið
upp sólgulum
kollinum. Fíflar
eru ekki aðeins
mikið augnayndi
heldur má nýta
þá til mat-
argerðar. Blöðin eru góð í salöt
og súpur, sérstaklega blöð af ung-
um plöntum sem ekki hafa
blómstrað. Sumir nýta einnig
blóm plöntunnar og rætur.
Túnfíflar góðir
í vorsalatið
LÍFSSTÍLLMATUR
matur@24stundir.is a
Yfirleitt styðst ég við grunn úr einhverri
uppskrift en svo breyti ég og bæti eftir því
sem mér finnst henta þannig að réttirnir eru
ekki alltaf eins.
Côte Rôtie-svæðið („ristuð hæð“ ef lauslega þýtt) liggur nyrst í Rhône-
dalnum.
Michel Chapoutier leggur mikla áherslu á lífeflda (biodynamic) vín-
ræktun og að vínin hans séu hvorki síuð né grugghreinsuð.
Uppskeran er handtínd og gerjun stendur yfir í 15-18 daga í opnum
viðartunnum. Þroskunin fer fram í litlum frönskum eikartunnum þar
sem þriðjungur þeirra eru úr nýrri eik í allt að 18 mánuði.
Hindber, fjólur, rósmarín og vottur af ólífum ásamt jarðtónum í nefi
opna fyrir þurrkuð krydd, svört ber, steinefni og tóbak í
munni. Flauelsmjúk þroskuð tannín og þéttur karakter
gefa langa endingu.
Þetta þungavigtarrauðvín fer sérstaklega vel
með nautakjöti, villigæs, villiönd og veigameiri
kjötréttum með þungum soðsósum. Best
að geyma í 2 ár í viðbót fyrir opnun en
fínt að umhella ef það er til neyslu strax.
Vínið er tilvalið til geymslu næstu 10-
12 ár.
Þrúga: Syrah. Land: Frakkland.
Hérað: Rhône. 4.890 kr.
Vín vikunnar
Elísabet Alba Valdi-
marsdóttir vínþjónn
M. Chapoutier Côte Rôtie
Les Bécasses 2005
M. Chapoutier Côte
Rôtie Les Bécasses 2005