24 stundir - 26.04.2008, Blaðsíða 53
24stundir LAUGARDAGUR 26. APRÍL 2008 53
Alba mælir með Giroud Vins Ballerine 2004. Hreinn ilmur af
ferskjum, hvítum blómum, gulum eplum og kanil. Suðrænir
ávextir, lychee og gular perur eru í fullkomnu jafnvægi við áfengi
með sæta fyllingu. Þrúga: Petit Arvine. Land: Sviss. Hérað: Valais.
2.990 kr.
Botn:
300 g makkarónukökur
150 g bræddur smjörvi
Fylling:
300 g rjómaostur
150 g flórsykur
½ lítri þeyttur rjómi
Aðferð:
Öllu blandað saman, rjómanum
varlega síðast. Fyllingin sett ofan á
botninn og fryst.
Krem:
200 g brætt suðusúkkulaði
1 dós sýrður rjómi 18%
Aðferð:
Blandað saman og kremið sett of-
an á frosna kökuna.
Kakan er skreytt með berjum t.d.
jarðarberjum áður en hún er borin
fram. Gott er að setja hana í ísskáp
fjórum klukkustundum áður en
hún er borin fram.
EFTIRRÉTTUR
Rjómaostagums
Hráefni:
400 g kjúklingur - bringur
*1/2 dl þurrt sérrí
*1/2 dl sojasósa
*4 tsk. engiferrót (fersk rifin)
*3 hvítlauksgeirar, saxaðir
#1/2 dl hoisin-sósa
#2 msk. púðursykur
#2 msk. hvítvínsedik
#1 msk. ólífuolía
1 tsk. sesamolía
4 litlir rauðlaukar
1 salatpoki
Grænmeti/ávextir að eigin vali t.d.
melóna, jarðarber, tómatar, ristaðar
furuhnetur og ristuð sesamfræ.
Aðferð:
Öllu hráefni sem merkt er með * er
blandað saman - 1/2 dl af leginum
tekinn frá og geymdur.
Kjötið er skorið niður og látið mar-
inerast í leginum sem merktur er
með stjörnu í að minnsta kosti eina
klukkustund og síðan þerrað.
Kjötið er steikt í um það bil 10-12
mínútur.
1/2 dl af marineringunni sem var
geymd auk hráefnisins sem merkt
er með # er hitað að suðu. Síðan er
það tekið af
hitanum og sesamolíu bætt út í.
Ávextir/grænmeti er sett í skál eða
fat. Kjötinu er raðað ásamt laukn-
um ofan á. Sesamfræjum er stráð
yfir ásamt sósu. Gott er að bera smá
sósu fram sér.
Hægt að bera fram með góðu
brauði en mér finnst þetta nú bara
gott eitt og sér!
AÐALRÉTTUR
Kjúklingasalat með
sætri thai-sósu
Elísabet Alba Valdimars-
dóttir vínþjónn mælir með
Léon Beyer Gewürztraminer
2005. Kryddað í nefi með
áberandi sítrus, lime, rósa-
blöðum og vott af mand-
arínum í bakgrunninum.
Milliþungt vín með gulum
plómum, suðrænum ávöxt-
um, greipaldin og krydd-
legnum endi. Þrúga: Gew-
ürztraminer. Land:
Frakkland. Hérað: Alsace.
1.690 kr.
Hráefni:
hráskinka
basilíka (fersk)
mozzarellaostur
Aðferð:
Basilíkublað og mozzarellaostur er
sett á hráskinkuna. Skinkunni rúll-
lað upp og hún þrædd upp á
pinna. Grillað í ofni eða á útigrilli.
FORRÉTTUR
Rúllur með
hráskinku
24stundir/Eggert
Elísabet Alba Valdimarsdóttir vínþjónn mælir með Vicaŕs Choice Riesling 2005. Ferskt, blómlegt og
steinefnaríkt í nefi með áberandi sykurgljáð epli. Létt fylling með gulum eplum, lime og sítrónutónum.
Vottur af hunangi og sætleika með ristaða tóna í lokin. Þrúga: Riesling. Land: Nýja-Sjáland. Hérað:
Marlborough. 1.490 kr.
VORTÓNLEIKAR MÁNAKÓRSINS
LAUGARNESKIRKJU
4. maí 2008 kl. 16:00
Ásamt einsöngvurunum:
Unni Sigmarsdóttur
Sigurði Þengilssyni
Þóri Georgssyni
Stjórnandi: Violeta Smid
Undirleikari: Krystyna Cortes
Aðgangsmiðar seldir við innganginn. Verð kr. 1500,-