24 stundir - 26.04.2008, Síða 56

24 stundir - 26.04.2008, Síða 56
56 LAUGARDAGUR 26. APRÍL 2008 24stundir Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Símar: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is • runar@utfarir.is Alhliða útfararþjónusta Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Þorbergur Þórðarson Á fjórða tug svarthvítra portrett- mynda frá þróunarlöndum eru á sýningu í ljósmyndagalleríinu Fó- tógrafí, Skólavörðustíg 4, en ljós- myndarinn er Gunnar Salvarsson útgáfu- og kynningarstjóri Þró- unarsamvinnustofnunar Íslands. Myndirnar eru teknar á eins og hálfs árs tímabili, frá október 2006 fram til febrúar 2008, í öll- um sex samstarfslöndum Íslend- inga í tvíhliða þróunarsamvinnu. Fjögur þessara landa eru í Afríku, Malaví, Mósambík, Namibía og Úganda, eitt landanna er í Asíu, Srí Lanka og nýjasta samstarfs- landið er í Mið-Ameríku, Ník- aragva. 24stundir fóru þess á leit við Gunnar að velja eina mynd frá hverju landi og segja í stuttu máli frá myndunum. Sýningunni lýkur 3. maí. Heimsljós Úganda: Undrun ungbarns Þessi kornunga stúlka frá Kampala, höfuðborg Úganda, hefur líkast til ekki séð marga stóra hvíta karla um ævina. Svipurinn eftir því. Hún lék sér með gaffalinn á gangstétt í úthverfi borgarinnar, skammt frá lá móðir hennar á gangstéttinni með nýfætt barn sér við hlið. Níkaragva: Eitt hundrað og þriggja ára Lesa má langa ævisögu úr rúnum ristu andliti þessa gamla manns sem bjó á öskuhaugunum í Managua, höfuðborg Níkaragva. Malaví: Gleðibros við brunninn Þróunarsamvinnustofnun Íslands hefur á und- anförnum árum byggt átta grunnskóla við Apaflóa við Malavívatn. Þessi brosmildi drengur var að fá sér vatnssopa úr brunni við Msaka skólann í samnefndu þorpi. Namibía: Með vindinn í fangið Nafnið er bæði mjög lýsandi fyrir myndina og lífsbaráttu þessara mæðra. Þær tilheyra San fólkinu, frumbyggjum í Afríku sem eru að upplagi veiðimenn og safnarar. Srí Lanka: Ljós heimsins Ljósmyndasýningin nefnist Heimsljós ekki síst vegna þessa portretts af ungri stúlku frá litlu þorpi á vesturströnd Srí Lanka. Í GEGNUM LINSUNA frettir@24stundir.is a Á fjórða tug svarthvítra portrettmynda frá þróunarlöndum eru á sýningu í ljósmynda- galleríinu Fótógrafí. Ljósmyndarinn er Gunnar Salvarsson.

x

24 stundir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.