24 stundir - 26.04.2008, Page 62

24 stundir - 26.04.2008, Page 62
Það er meira í Mogganum Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2800 HELGARÁSKRIFT 1700 PDF Á MBL.IS 1700 í dag Laugardagur 26. apríl 2008 Tónleikaferð Mugisons með QOTSA hefst í Kan- ada eftir helgi. Fær 40 þús- und krónur fyrir giggið. » Meira í Morgunblaðinu Mugison í Kanada  Bókastaflar á strætum og torgum, rauðar rósir og fólk svo langt sem augað eygir á degi bókarinnar. » Meira í Morgunblaðinu Skáld í Barcelona  Nýr skattur á laun er- lendra listamanna setur strik í reikninginn hjá ís- lenskum tónleikahöldurum. »Meira í Morgunblaðinu Dylan dýr allur reykjavíkreykjavík 62 LAUGARDAGUR 26. APRÍL 2008 24stundir ÍÞRÓTTIR ithrottir@24stundir.is a Ekkert annað sérsamband hefur unnið jafn ötullega að útbreiðslu- starfi sínu en engu að síður eru svæði þar sem handbolti er lítið leikinn. Eftir Albert Örn Eyþórsson albert@24stundir.is Nokkuð hvassir vindar hafa blásið um stefni Handknattleikssam- bands Íslands þennan veturinn. Þrátt fyrir ýmsa tilburði fækkar áhorfendum á íslenskan handbolta jafnt og þétt, íþróttafélögum sem leggja áherslu á handbolta fækkar einnig og ekki má gleyma vand- ræðunum í vetur við ráðningu nýs landsliðsþjálfara en þar voru marg- ir kallaðir áður en niðurstaða náð- ist. Mestu vindarnir vegna þessa blása jafnan um Einar Þorvarðar- son sem stendur enn nokkuð keik- ur í brúnni eftir átta ár á bak við borð framkvæmdastjóra. Handboltinn á niðurleið? Hver sem sótt hefur deildarleiki í handboltanum, hvort sem um er að ræða deildir karla eða kvenna, veit að aðsókn að langflestum leikjanna er dræm með afbrigðum og í stöku leik þarf varla tíu putta til að telja fjölda áhorfenda. Margir vilja meina að hluti vandamálsins sé að engin úrslitakeppni sé lengur við lýði eins og áður var en sú skapi spennu og stemningu í það minnsta í seinni hluta keppninnar og Einar er þessu að hluta sammála. „Það er í rauninni ekki málið að við hjá HSÍ séum svo ánægðir með nú- verandi mótakerfi heldur vorum við þvert á móti við neyddir til þess á sínum tíma að taka það upp. Besta mótakerfið sem notað hefur verið síðustu tuttugu árin er vafalít- ið tólf liða mót með átta liða úr- slitakeppni. Slíkt gekk afar vel lengi og er til dæmis svipað kerfi og not- að er í körfuboltanum í dag. Það sem svo gerðist kringum aldamótin var að félögum fækkaði nokkuð ört og svo var komið að aðeins voru tvö til þrjú lið tiltæk í aðra deild sem þá hét þannig að við færðum þau upp og höfum síðan reglulega prófað hinar og þessar breytingar á kerfinu. HSÍ tók síðan þá ákvörðun fyrir tveimur árum að hafa tvær deildir og hugmyndin þá að það væri hægt að falla niður um deild. Það er líka á tæru að það voru fleiri áhorfendur á leikjum handboltans í haust en mættu að meðaltali árið þar áður. Hins vegar ætlum við að ræða þessi mál á komandi ársþingi og ekki útilokað að útslitakeppni verði aftur hluti af handboltavertíð- inni strax á næstu leiktíð. Allt upptalið En Einar lendir í vandræðum þegar hann er beðinn um tölfræði máli sínu til stuðnings vegna þess að tölfræði yfir fjölda áhorfenda í handboltanum hefur aldrei legið fyrir. „Það er alfarið félögunum að kenna. Þau eiga að afla og afhenda slíkar upplýsingar og er ráð fyrir því gert á leikskýrslum. En við höf- um engin ráð til að fá úr þessu bætt með öðru móti en sífelldri pressu og áminningum en vissulega er þetta bagalegt ástand.“ Enginn skuggi yfir HSÍ Aðspurður um þann vandræða- gang sem einkenndi ráðningu nýs landsliðsþjálfara í vetur þegar þrír frambærilegir kandidatar gáfu starfið frá sér segir Einar að ekkert óeðlilegt hafi verið við þau kaupin annað en að fjölmiðlar hafi búið þar til storm í vatnsglasi. „Ég vil ekki meina að það hafi verið vand- ræðalegt á neinn hátt. Við leituð- um bara hófanna hjá þeim er við töldum hvað besta og fengum af- bragðsþjálfara á endanum. Ég gef svo lítið fyrir ummæli eins þeirra að umgjörð landsliðsins hafi ekki verið nægilega fagleg. Ég veit ekki betur en Alfreð Gíslason sem lifir og hrærist í efstu hæðum hand- boltaheimsins hafi aldrei sett neitt út á skort á fagmennsku í einu né neinu.“ Illgresi í grasrótinni Stærsta vandamál handboltans að mati Einars er stöðugur skortur á leiðbeinendur hjá yngstu og yngri flokkum barna og unglinga og það er helsta ástæða þess að handbolti mætir afgangi á mörgum stöðum á landinu og hefur gert það um margra ára skeið. „Það er stóri akkilesarhællinn okkar hversu illa gengur að efla starfið í grasrótinni. Það sárvantar leiðbeinendur og þjálfara auk þess sem fleiri og fleiri íþrótthús eru reist þar sem ekki er gert ráð fyrir löglegum handbolta- velli. Ekkert annað sérsamband hefur verið eins ötult að kynna starfið úti á landi en engu að síður eru svæði þar sem handbolti er vart leikinn. Þetta er stóra viðfangsefnið og skiptir gríðarlegu máli.“ Mörg járn í eldi Framundan er annasamur tími. Íslenska karlalandsliðið á mjög á brattann að sækja í næsta mánuði þegar keppt verður um lokasætin á Ólympíuleikunum gegn Svíþjóð, Argentínu og Póllandi. Strax í kjöl- farið mætir Ísland liði Makedóníu í umspilsleikjum um keppnisrétt á heimsmeistaramótinu í Króatíu á næsta ári. „Að auki eru kvenna- landsliðið og yngri landslið okkar á ferð og flugi þannig að sumarfríið verður stutt í báða enda.“ Úrslitakeppni ekki útilokuð  Úrslitakeppni mögulega tekin upp á ný í handboltanum  Stóra vandamálið tengist barna- og unglingastarfinu Upp í mót Mjög verður á brattann að sækja fyrir karlalandsliðið í hand- bolta í umspilsleikjum fyrir Ólympíuleikana. 24stundir/Frikki a Það er alfarið félög- unum að kenna. Þau eiga að afla og afhenda slíkar upplýsingar og er ráð fyrir því gert á leik- skýrslum. En við höfum engin ráð til að fá úr þessu bætt með öðru móti en sífelldri pressu. 24stundir/Frikki

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.