24 stundir - 26.04.2008, Síða 66
66 LAUGARDAGUR 26. APRÍL 2008 24stundir
Rýmingarsala!
Verslunin flytur í nýtt og enn
glæsilegra húsnæði
25-40% afsláttur af öllum vörum
Allt á að seljast
Arctic Spas Faxafeni 9 (ATH: aðkoma í kjallara bakhús)
Sími 554 7755 www.arcticspas.is & www.heitirpottar.is
Eftir Viggó I. Jónasson
viggo@24stundir.is
Hinn 22 ára gamla Megan Fox er
kynþokkafyllsta kona heims að
mati lesenda breska tímaritsins
tímaritsins FHM. Fox vakti
heimsathygli í kvikmyndinni
Transformers og voru margir
ungir drengir dolfallnir yfir þeim
kynþokka sem stúlkan sýndi í
þeirri mynd.
„Megan Fox er mjög verðugur
handhafi titilsins þetta árið,“
sagði Anthony Noguera, ritstjóri
FHM, þegar úrslit kosningarinnar
voru kunngjörð. „Hún birtist
óvænt og fangaði hjörtu og hug-
aróra breskra karlmanna og
hreppti fyrsta sætið.“
Athygli vakti að Jennifer Lopez
sem hampaði þessum sama titli
árin 2001 og 2002, komst ekki inn
á topp 100 og sömu sögu er að
segja af ofurmódelinu Kate Moss.
Bretar heillaðir af leikkonunni Megan Fox
Mesta kynbomban
Samkvæmt vefkönnun
breska tímaritsins FHM er
Megan Fox kynþokka-
fyllsta kona heims. Feg-
urðardísir á borð við Kate
Moss og Jennifer Lopez
komust ekki inn á topp
100.
Verðugur sig-
urvegari Megan
Fox þykir bera af
hvað varðar kyn-
þokka og fegurð.
Í öðru sæti Jessica Alba var kynþokka-
fyllst í fyrra en hafnaði nú í 2. sæti.
Sú þriðja Glamúrmódelið Keeley Hazell
varð að sætta sig við 3. sætið.
Í gær kom út ný plata frá hinum
geðþekka tónlistarmanni Sverri
Bergmann. Platan hefur fengið
nafnið Bergmann og þykir hún
hafa eitthvað fyrir alla, hvort sem
menn aðhyllast væmna tóna eða
aðeins harðari tónlist. „Það eru
þarna ballöður í bland við hress
lög og svo alveg upp í pínu rokk í
restina,“ sagði hinn önnum kafni
Sverrir þegar 24 stundir náðu tali
af honum á útgáfudaginn.
Öll lögin á plötunni eru frum-
samin, að einu undanskildu, og
hefur Sverrir farið víða um heim til
að verða sér úti um innblástur og
samstarfsmenn fyrir tónsmíðarnar.
„Þetta er plata sem ég er búinn að
vera að vinna að í fjögur ár. Ég er
búinn að ferðast hingað og þangað
um heiminn að semja lög fyrir
plötuna.“
Aðspurður um hvert framhaldið
sé segir Sverrir að tónleikahald sé
aðalmálið á dagskránni. „Það er
bara heilmikið spilerí í maí og eitt-
hvað fram eftir sumri til að gera
plötunni sem best skil.“
Það þótti fréttnæmt á sínum
tíma þegar greint var frá því að
Eiður Smári Guðjohnsen væri að
fjármagna gerð plötunnar hans
Sverris. Sverrir segir að Eiður sé
þegar kominn með eintak af plöt-
unni en hann veit ekkert hvernig
velgjörðarmanni hans lést á grip-
inn. „Ég hef ekki heyrt í honum
ennþá, það á eftir að koma í ljós.
Hann er náttúrlega að hugsa um
Meistaradeildina. viggo@24stundir.is
Bergmann bæði
harður og hugljúfur
Spilaður á bæði X-inu
og FM Sverrir nær að
höfða til misjafnra hópa á
nýju plötunni sinni.
24stundir/Kristinn
Kvikmyndir traustis@24stundir.is
Street Kings fjallar um löggæslu-
manninn Tom Ludlow sem út-
deilir réttlætinu eftir eigin siða-
reglum, en ekki lögum og
reglum, því hans siðareglur eru
skilvirkari og réttlátari. Þegar
fyrrverandi félagi hans, sem hefur
átt vingott við innra eftirlit lög-
reglunnar, er drepinn fer í gang
flétta sem fær Tom til að efast um
sína nánustu samstarfsmenn.
Ágætis hasarmynd
Keanu Reeves fer með hlutverk
Tom Ludlows og ferst það prýð-
isvel úr hendi. Yfirleitt fer Reeves
létt með það að fara í taugarnar á
gagnrýnendum, en látlaus og til-
þrifalítill leikur hans fleytir hon-
um langt í þessari löggu- og bófa-
mynd, þar sem löggurnar gegna
báðum hlutverkum.
Handritið er nokkuð skothelt,
en kemur þó lítið á óvart. Ekki
þarf annað en að horfa á plakatið
til að sjá hver vondi karlinn er og
uppbygging spennu því frekar
fyrirsjáanleg. Hasaratriðin eru þó
nokkuð góð og raunsæ, sem og
útlit myndarinnar í heild.
Allar löggur eru spilltar
Samkvæmt heimildum Fox News
hefur grínistinn Jimmy Fallon
verið fenginn til að taka við
spjallþætti Conans O’Brien en
Conan mun sem kunnugt er taka
við spjallþætti Jay Leno í maí á
næsta ári. Fallon sló í gegn í hin-
um víðfrægu Saturday Night
Live-þáttum en yfirgaf þá þátta-
röð árið 2004. Samkvæmt heim-
ildum Fox News er Fallon spennt-
ur en hræddur vegna nýja
starfsins.
Fallon tekur
við af Conan
Loksins eftir
marga vikna
sögusagnir hafa
framleiðendur
kvikmyndanna
um Hobbitann
tekið af skarið og
staðfest að leik-
stjórinn Guill-
ermo del Toro muni leikstýra
bíómyndunum tveimur sem
verða gerðar eftir bók J.R.R. Tol-
kien, Hobbitinn. Guillermo mun
flytja til Nýja Sjálands og vera þar
næstu fjögur árin til að vinna að
gerð myndanna tveggja en mynd-
irnar segja frá því sem gerðist áð-
ur en atburðir Hringadróttins-
sögu áttu sér stað en báðar
myndirnar verða teknar upp
samtímis.
Toro leikstýrir
Hobbitanum
24LÍFIÐ
24@24stundir.is a
Hún birtist að óvörum og fangaði
hjörtu og hugaróra breskra karlmanna
og hreppti fyrsta sætið.
Leikstjóri: David Ayer
Leikarar: Keanu Reeves, Forest Whitaker
Street Kings