24 stundir - 20.05.2008, Síða 1
24stundirþriðjudagur20. maí 200893. tölublað 4. árgangur
UMM er glænýr
heilsubiti úr
spennandi hráefni
Mikið úrval notaðra bíla á góðum kjörum!
Sigurður Helgi Guðjónsson segir að
kynlífið hafi komið Kópavogi á
kortið en þó þurfi grannakynlíf
að vera hóflegt til að vera
löglegt. Hömlulaust kynlíf
getur orðið til vandræða.
Löglegt kynlíf
Þrír ánægðir skiptinemar eru nú
á heimleið eftir ánægjulegan
tíma á Íslandi. Þeir hafa lært mál-
ið og eru ákveðnir í að koma hing-
að aftur. Tveir eru frá Bandaríkj-
unum og einn frá Belgíu.
Ánægð á Íslandi
FERÐIR»32
87% munur á
blautþurrkum
NEYTENDAVAKTIN »4
Rússneskur dómstóll hefur
dæmt karlmann í tíu daga
fangelsi fyrir að hafa nýlega
vakið athygli á bágum að-
stæðum fyrir hjólafólk í St.
Pétursborg með því að hjóla
nakinn um götur borgarinnar.
Roman Lutoshkin hjólaði
nakinn ásamt 40 fullklæddum
hjólamönnum um borgina, en
ferðinni lauk á torginu fyrir
framan Vetrarhöllina þar sem
Lutoshkin lét mynda sig með
kröfuspjöld. Ekki er ljóst
hvort borgaryfirvöld hyggist
bregðast við kröfunum. aí
Hjólreiðamað-
ur í steininn
GENGI GJALDMIÐLA
SALA %
USD 74,17 -0,66
GBP 144,48 -1,11
DKK 15,43 -1,14
JPY 0,70 -1,52
EUR 115,14 -1,14
GENGISVÍSITALA 148,43 -1,01
ÚRVALSVÍSITALA 4.941,31 1,62
»14
6
8
6
5
6
VEÐRIÐ Í DAG »2
Eftir Þórð Snæ Júlíusson
thordur@24stundir.is
Valsmenn hf. fengu í síðustu viku greiddar
100 milljónir króna í tafabætur frá Reykjavík-
urborg þar sem borgin hefur enn ekki gefið út
lóðaleigusamninga fyrir landið. Félagið á
byggingarlandið við Hlíðarenda sem ekki fór
undir íþróttamannvirki Vals.
Kristbjörg Stephensen borgarlögmaður seg-
ir greiðslurnar vera í samræmi við samning
sem gerður var við Valsmenn hf. í apríl 2006.
„Það er ákvæði í samningnum um það að ef
lóðaleigusamningar eru ekki útgefnir 15. júlí
2007 muni Valsmenn hf. fá greiddar sem
nemur tíu milljónum króna á mánuði sem
líður frá þeim tíma.“
Á sér margra ára aðdraganda
Brynjar Harðarsson, stjórnarformaður
Valsmanna hf., segir félagið ekki geta hafið
uppbyggingu á byggingarlandi sínu fyrr en
búið sé að gefa lóðaleigusamningana út.
„Fyrstu samningarnir milli Vals og Reykjavík-
urborgar voru gerðir árið 2001 þegar menn
fóru í það að reyna að breyta notkun á Hlíð-
arenda. Allt skipulag á svæðinu gekk í gegn
árið 2004 og þá keyptu Valsmenn hf. landið á
tæpar 800 milljónir króna. Í kjölfarið fórum
við á fulla ferð við að hanna og nýta landið.
Síðan kom borgin til okkar og bað okkur um
að fresta framkvæmdum vegna skipulags-
breytinga sem voru aðallega út af Háskól-
anum í Reykjavík, veglagningu og öðru slíku.
Það var því gerður nýr samningur í október
2006 milli Valsmanna og borgarinnar þar sem
framkvæmdum var frestað til 1. júlí 2007. Svo
kláruðust málin ekki fyrir þann tíma og hafa
ekki klárast enn.“
Greiðslur duga ekki fyrir vaxtagreiðslum
Brynjar segir tafabæturnar þó ekki einu
sinni duga fyrir vaxtagreiðslum vegna skulda
félagsins. „Þessar greiðslur duga ekki fyrir
vöxtunum á skuldum okkar sem nema orðið
800 milljónum króna, á íslenskum vöxtum.
Það er því ekki eins og það sé einhver gróði í
þessum greiðslum fyrir okkur.“
Hanna Birna Kristjánsdóttir, formaður
skipulagsráðs, segir mikla vinnu vera í gangi á
vettvangi borgarinnar í tengslum við þetta
svæði. „Við vonumst til þess að þeirri vinnu
ljúki á næstu vikum og þá vonumst við til
þess að menn geti séð skýrara heildarskipulag
á svæðinu.“
100 milljónir í bætur
➤ Tafabæturnar eru greiddar samkvæmtsamkomulagi milli borgarinnar og Vals-
manna hf. frá 4. apríl 2006.
➤ Valsmenn hf. munu einnig fá tíu milljónirkróna greiddar í tafabætur fyrir hvern
mánuð sem málið tefst til viðbótar.
TAFABÆTUR VALSMANNA
Reykjavíkurborg greiddi 100 milljónir króna til Valsmanna hf. í tafabætur Upphæðin
dugar ekki fyrir vaxtagreiðslum Vonast til að skipulagsmál klárist á næstu vikum
„Þegar við keyptum hérna höfðum við ekki hugmynd um að þessi vegur kæmi svona nálægt húsinu. Þó að þetta
snerti mig ekki eins mikið og ýmsa aðra í húsinu, þar sem ég er á efstu hæð, þá finnst mér það ekki til fyr-
irmyndar að íbúar hafi ekki verið upplýstir um þetta, hverjum sem um er að kenna,“ segir María Magnúsdóttir,
íbúi í fjölbýlishúsi við Lund 1 í Fossvogsdal. Á myndinni sést hvernig nýtt vegastæði Nýbýlavegs ligg-
ur. Vegurinn er mun nær íbúðabyggðinni í Lundi en áður.
Nýbýlavegur að lúxusblokkinni
»2
Íbúar ekki upplýstir um færslu vegarins
24stundir/RAX
Karlmaður sem starfar sem bað-
vörður í Kópavogsskóla hefur verið
áminntur fyrir að hafa hótað ung-
um drengjum að mynda þá í bún-
ingsklefa íþróttahúss
skólans í október.
Baðvörður hótaði
að mynda börnin
»8
Tillaga um sölu á verkefnum
Reykjavík Energy Invest (REI)
verður að hljóta samþykki á eig-
endafundi Orkuveitu Reykjavíkur
(OR) til að hún geti orðið að veru-
leika. Þetta er álit borg-
arlögmanns.
Mega ekki selja
verkefni REI
»4
HÚSBYGGJANDINN»24