24 stundir - 20.05.2008, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 20. MAÍ 2008 24stundir
VÍÐA UM HEIM
Algarve 19
Amsterdam 12
Alicante 19
Barcelona 19
Berlín 16
Las Palmas 23
Dublin 13
Frankfurt 16
Glasgow 12
Brussel 14
Hamborg 14
Helsinki 9
Kaupmannahöfn 11
London 13
Madrid 19
Mílanó 20
Montreal 8
Lúxemborg 15
New York 12
Nuuk 4
Orlando 24
Osló 9
Genf 18
París 16
Mallorca 18
Stokkhólmur 9
Þórshöfn 7
Austan 8-13 m/s syðst, en annars hægari
vindur. Dálítil rigning eða súld. Styttir upp, en
víða síðdegisskúrir. Hiti 5 til 12 stig, hlýjast á
V-landi.
VEÐRIÐ Í DAG
6
7
6
6
6
Rigning eða súld
Austan- og suðaustan 8-13 m/s og víða dálítil
væta, en bjart með köflum NA-lands.
Hiti 8 til 13 stig.
VEÐRIÐ Á MORGUN
6
8
6
5
6
Dálítil væta
Ólafur Þ. Stephensen hefur sleppt
ritstjórnartaumunum af 24 stund-
um og Gunnhildur Arna Gunnars-
dóttir tekið við þeim.
„Ég er stoltastur af að hafa komið
lestri blaðsins úr 36% í yfir 50%.
Það er mjög ánægjulegt til þess að
vita að meira en helmingur þjóð-
arinnar telur blaðið nógu gott til að
gefa því gaum á hverjum degi,“ segir
Ólafur sem er næsti ritstjóri Morg-
unblaðsins og ritstjóri Árvakurs.
Gunnhildur segir markmiðið að
halda áfram að saxa á æ minnkandi
forskot Fréttablaðsins með öflugri
blaðamennsku. Hún hefur ráðið
þriðja fréttastjórann og hóf hann
störf í gær. „Magnús Halldórsson
kemur af Fréttablaðinu og starfar
við hlið þeirra Bjargar Evu Erlends-
dóttur og Þrastar Emilssonar.“
Gunnhildur segir sóknarfærin
meðal annars felast í öflugra helg-
arblaði. „Við ætlum að efla laugar-
dagsblaðið þannig að það verði
blaðið sem kemur í stað bókar á
náttborði lesenda. Heiðdís Lilja
Magnúsdóttir, fyrrum ritstjóri Nýs
Lífs, hefur verið ráðin til að efla það
með okkur,“ segir hún og boðar
breytt og enn betra blað frá 3. júní.
Ólafur Þ. Stephensen hverfur til annarra starfa
Gunnhildur Arna ritstýrir
Forysta 24 stunda Gunnhildur
Arna með þeim Þresti, Elínu,
Björgu Evu og Magnúsi.
Hæstiréttur stytti í gær gæslu-
varðhald yfir karlmanni sem grun-
aður er um kynferðisbrot gagnvart
fjölda barna. Maðurinn var dæmd-
ur í gæsluvarðhald til 13. ágúst í
Héraðsdómi Reykjavíkur 14. mars
síðastliðinn en Hæstiréttur stytti
varðhaldið um rúman mánuð, til
7. júlí næstkomandi. Maðurinn
hefur verið kærður fyrir brot gegn
níu börnum. Fjögur þeirra eru
hans eigin börn.
Björgvin Björgvinsson yfirmað-
ur kynferðisbrotadeildar lögreglu
höfuðborgarsvæðisins segir að allar
líkur séu á að rannsókn málanna
verði lokið og komið til saksóknara
fyrir 7. júlí næstkomandi. Talið er
að brotin hafi verið framin á allt að
tuttugu ára tímabili og sum þeirra
verið afar gróf. fr
Varðhald stytt yfir grunuðum barnaníðingi
Gæsluvarðhald
stytt um mánuð
Þeim sem leita til Ráðgjafarstofu
um fjármál heimilanna vegna
neyslulána hefur fjölgað talsvert frá
því í fyrra. „Maður verður var við
að ungt fólk með börn hefur skuld-
sett sig mikið á stuttum tíma,“ seg-
ir Ásta S. Helgadóttir, forstöðu-
maður ráðgjafarstofunnar. Hún
bendir á að fólk hafi keypt fast-
eignir á 100 prósenta lánum og láti
afborgarnir af þeim ganga fyrir.
„Auðvitað reynir fólk að greiða af þeim. Það er jafnvel með lánsveð hjá
foreldrum sínum. Þetta leiðir til þess að fólkið þarf að taka yfirdrátt-
arlán í banka fyrir rekstri heimilisins. Þetta eru mjög óhagstæð lán til
lengri tíma því að þau eru með háum vöxtum. Þau eru hins þægileg að
því leyti að ekki þarf veð fyrir þeim og það þarf heldur ekki að þinglýsa
þeim. En fólk veltir vandanum á undan sér. Þegar það fær ekki lengur
meiri yfirdrátt er það komið á endastöð. Þessi þróun hefur verið áber-
andi að undanförnu,“ greinir Ásta frá. ibs
Lifað á yfirdráttarlánum
Undanfarna daga hafa umdeildar
auglýsingar Svissneska þjóð-
arflokksins, í íslenskri þýðingu,
verið settar upp víðs vegar um
landið. Auglýsingarnar voru
mjög umdeildar í Sviss þegar þær
voru birtar þar á sínum tíma, en
þær þykja boða andúð í garð út-
lendinga.
Fyrst var einmitt talið að hópur
manna sem hefðu andúð á út-
lendingum bæri ábyrgð á upp-
setningu auglýsinganna. Nú er
hins vegar komið í ljós að um er
að ræða innsetningu svissneska
listamannsins Christoph Bucher
og er liður í listahátíð í Reykjavík.
Um helgina voru meðal annars
veggspjöld með auglýsingunni
hengd upp víðs vegar um mið-
borg Reykjavíkur og kostaði það
mikla vinnu fyrir starfsmenn
Framkvæmda- og eignasvið
Reykjavíkurborgar að hreinsa
veggspjöldin úr miðbænum.
„Þetta er það sama og með
veggjakrotið að það er engin
heimild fyrir því að líma vegg-
spjöld á veggi og mannvirki,“ seg-
ir sviðsstjóri hjá sviðinu sem
bendir á að þessa dagana sé mikið
átak í gangi til þess að hreinsa til í
miðborginni. Hann segir það
vera til skoðunar að krefja þá sem
bera ábyrgð á veggspjöldunum að
greiða fyrir þá vinnu sem fór í að
hreinsa þau af veggjum borgar-
innar.
Á sunnudag var síðan sett upp
stórt skilti með boðskap sviss-
neska stjórnmálaflokksins
skammt frá syðri enda Hvalfjarð-
arganganna. elias@24stundir.is
Áróður reyndist vera list
Eftir Magnús Halldórsson
magnush@24stundir.is
„Það má segja að vegurinn hafi ver-
ið færður upp að dyrum hjá sum-
um íbúum hérna,“ segir Aðalsteinn
Hallgrímsson, íbúi í fjölbýlishúsinu
að Lundi 1 í Fossvogsdal í Kópa-
vogi sem Byggingarfélag Gunnars
og Gylfa (BYGG) reisti.
Vegagerð ríkisins vinnur að
breytingu á lagningu Nýbýlavegar
sem felur það í sér að vegurinn
liggur mun nær Lundi 1 heldur en
áður.
Ekki upplýst
„Þegar við keyptum hérna höfð-
um við ekki hugmynd um að þessi
vegur kæmi svona nálægt húsinu.
Þó þetta snerti mig ekki eins mikið
og ýmsa aðra í húsinu, þar sem ég
er á efstu hæð, þá finnst mér það
ekki til fyrirmyndar að íbúar hafi
ekki verið upplýstir um þetta,
hverjum sem um er að kenna,“ seg-
ir María Magnúsdóttir íbúi í hús-
inu.
Gylfi Óskar Héðinsson, annar
tveggja eigenda BYGG, segir for-
svarsmenn fyrirtækisins ekki hafa
verið upplýsta um hvernig standa
ætti að færslu vegarins. „Við viss-
um að það ætti að setja nýja akrein
þarna en við vorum ekki upplýstir
um að hún ætti að vera svona ná-
lægt byggðinni [...] Það er verið að
vinna að þessu máli og hugsanlega
finnst lausn sem allir geta sætt sig.
Ég held að þetta hefði að minnsta
kosti átt að fara í grenndarkynn-
ingu.“
Samkvæmt upplýsingum á vef-
síðu BYGG er áætlað að reisa 400
íbúða byggð í Lundi. Allar verða
þær í fjölbýlis-, par- og raðhúsum.
Íbúðirnar eru byggðar upp og seld-
ar sem hágæðaíbúðir.
Inn á skipulagi
Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir
náðist ekki í Steingrím Hauksson,
sviðsstjóra framkvæmdasviðs hjá
Kópavogsbæ í gær. Þór Jónsson, al-
mannatengslafulltrúi Kópavogs-
bæjar, sagði færsluna á Nýbýlavegi
vera inn á skipulagi. „Það hefði öll-
um átt að vera ljóst að svona myndi
vera,“ sagði Þór.
ÞEKKIR ÞÚ TIL?
Hringdu í síma 510 3700 eða
sendu póst á frettir@24stundir.is
Vegurinn færður
upp að dyrum
Íbúðareigendur í Lundi 1 í Fossvogsdal voru ekki upplýstir um
færslu Nýbýlavegar Átti að vera öllum ljóst segir Þór Jónsson
Lundur 1 Eins og
sést er vegurinn kom-
inn nálægt húsinu.
➤ Enginn íbúi að Lundi 1 hefurenn leitað réttar síns vegna
málsins. Hugsanlegt er að til
þessi komi, samkvæmt íbúum
sem 24 stundir ræddi við.
➤ Breyting á lagningu Nýbýla-vegar er í höndum Vegagerð-
arinnar.
LUNDUR Í FOSSVOGSDAL
STUTT
● Pólverji framseldur
Hæstiréttur hefur staðfest úr-
skurð Héraðsdóms Reykjavíkur
um að 33 ára Pólverji, sem
grunaður er um aðild að morði
og fleiri glæpi í heimalandi
sínu, verði framseldur til Pól-
lands. Hann er grunaður um
þátttöku í skipulagðri starfsemi
sem tekur til dreifingar fíkni-
efna, líkamsárása, manndrápa
og fleira.
● Forstjóri varnarmála
Utanríkisráðherra skipaði í
gær Ellisif Tinnu Víðisdóttur
forstjóra Varnarmálastofn-
unar til fimm ára frá og með
1. júní nk. en þann dag tekur
stofnunin formlega til starfa.
Leiðrétt
Ritstjórn 24 stunda vill leiðrétta hvaðeina,
sem kann að vera missagt í blaðinu.
Leiðréttingar birtast að jafnaði á síðu 2.
flugfelag.is
Skráðu þig í
Netklúbbinn
REYKJAVÍK
AKUREYRI
EGILSSTAÐIR
VESTMANNAEYJAR
ÍSAFJÖRÐUR
VOPNAFJÖRÐUR
ÞÓRSHÖFN
GRÍMSEY
Félagar í Netklúbbnum
fá fyrstir upplýsingar
um tilboð og nýjungar
í tölvupósti.
Alltaf ódýrast á netinu
www.flugfelag.is
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
F
L
U
4
16
84
0
4.
20
08