24 stundir - 20.05.2008, Blaðsíða 8
aðstoðar en það var áður.
„Svo virðist fólk með geðtrufl-
anir leita frekar til okkar en heilsu-
gæslustöðvanna, þó opnunartím-
inn hafi verið lengdur hjá þeim,“
segir hún og minnir á að aðsóknin
sveiflast milli ára.
Aðspurð um hvort notendahóp-
urinn hafi verið að einhverju leyti
annar í fyrra en árið áður segist
hún ekki merkja það.
„Þó finnst mér eins og fjölgun
hafi orðið í hópi ungs fólks sem
leitar til okkar vegna fíkniefna,“
segir hún.
Að meðaltali heimsóttu 25,2
Heimsóknum á bráðamóttöku-
geðdeild Landspítalans fjölgaði um
ríflega sjö prósent á árinu 2007
miðað við árið 2006, úr 8570 í
rúmar 9190.
Er þetta talsvert meiri aukning
en var á mannfjölda þjóðarinnar,
en hann jókst um 1,8% á sama
tíma.
Fara frekar á geðdeildina
Halldóra Ólafsdóttir, yfirlæknir
á bráðamóttöku á göngudeildsegist
ekki vita hver skýringarnar séu á
þessari auknu aðsókn. Þó geti verið
að fólk sé ófeimnara við að leita sér
einstaklingar bráðamóttökuna á
dag í fyrra en þeir voru 23,6 árið
áður. Þá fjölgaði innlögnum úr 786
upp í 915 og voru 10% allra heim-
sókna í fyrra.
Meiri notkun á geðsviðinu
Heimsóknum á göngudeild geð-
deildar fjölgaði í heild um 19 % á
milli ára og fór úr rúmum 42 þús-
und upp í rúm 50 þúsund. Á móti
drógust heimsóknir á dagdeild
geðsviðsins saman um tæp 11%.
Séu deildirnar teknar saman jókst
notkun þeirra um 1,6%.
thorakristin@24stundir.is
Geðdeild Halldóra
Ólafsdóttir
Heimsóknum fjölgar á bráðamóttökudeild geðsviðs Landspítala
Fleiri á geðdeild í góðærinu
Baðvörðurinn
hótaði börnum
Eftir Ægi Þór Eysteinsson
aegir@24stundir.is
Karlmaður sem starfar hjá
íþrótta- og tómstundaráði Kópa-
vogsbæjar sem baðvörður í Kópa-
vogsskóla hefur verið áminntur
fyrir að hafa hótað ungum
drengjum að mynda þá í bún-
ingsklefa íþróttahúss skólans í
október.
Tilkynning um að maðurinn
hefði myndað drengina í bún-
ingsklefa skólans barst skólayfir-
völdum frá foreldrum drengjanna
en þar sem umræddur maður var
ekki starfsmaður skólans var mál-
inu vísað til umfjöllunar hjá ÍTK.
Málið var til umræðu hjá for-
eldraráði skólans en það var ekki
tilkynnt foreldrafélagi skólans
með formlegum hætti.
Myndir af börnum í símanum
ÍTK boðaði manninn á fund í
kjölfarið þar sem hann viður-
kenndi að hafa tekið myndir af
skólabörnum á símann sinn en
neitaði hins vegar því að hafa tek-
ið myndir af drengjum í búnings-
klefa skólans. Hann hefði einung-
is mundað símann og hótað að
mynda unga drengi sem voru í
klefanum og jafnvel þóst taka af
þeim myndir. Við nánari skoðun
á síma mannsins fundust myndir
af börnum og starfsfólki skólans
en engar sem teknar voru í bún-
ingsklefanum.
„Á grundvelli þess sem hann
sagði fékk hann áminninguna
enda á hann ekkert með það að
vera að þykjast taka myndir inni í
búningsklefanum en það er ekk-
ert sem liggur fyrir í málinu um
að hann hafi raunverulega tekið
þar myndir,“ segir Þór Jónsson,
upplýsingafulltrúi hjá Kópa-
vogsbæ.
„Þetta er fyrst og fremst dóm-
greindarskortur og smekkleysi af
hæstu gráðu hjá fullorðnum
manni, en honum var gert ljóst
að ef eitthvað viðlíka kæmi upp í
hans starfi þá yrðu það endalokin
á hans starfsferli hjá okkur.“
Málinu hugsanlega ekki lokið
Sem fyrr segir var foreldra-
félagi skólans ekki tilkynnt um
atvikið með formlegum hætti en
að sögn Guðrúnar Atladóttur,
formanns foreldrafélagsins, mun
félagið fjalla nánar um málið á
næstunni.
„Við eigum eftir að ræða þetta
nánar í okkar hópi en það er ekk-
ert víst að þetta séu lyktir þessa
máls enda voru uppi óánægju-
raddir um hvernig skólinn höndl-
aði þetta mál,“ segir Guðrún og
útilokar ekki að krafist verði að
manninum verði sagt upp störf-
um í framhaldinu.
Skömmu eftir atvikið fór um-
ræddur starfsmaður í veikinda-
leyfi og hefur verið frá störfum
síðan. Hann er hins vegar vænt-
anlegur til starfa á næstu dögum.
Starfsmaður Kópavogsbæjar áminntur fyrir að hóta ungum
drengjum að mynda þá í búningsklefa „Dómgreindarskortur“
Á leið úr skólanum Foreldrafélag
barna í Kópavogsskóla á eftir að
ræða um baðvörð sem hótaði að
mynda drengi í sundi.
➤ Á skólaárinu 2007–2008 hafaum 350 nemendur verið í
Kópavogsskóla í 19 bekkj-
ardeildum 1.–10. bekkjar.
➤ Skólastjóri er Guðmundur Ó.Ásmundsson og aðstoðar-
skólastjóri Jóna Möller.
KÓPAVOGSSKÓLI
8 ÞRIÐJUDAGUR 20. MAÍ 2008 24stundir
RV
U
N
IQ
U
E
03
08
04
Rekstrarvörur
- vinna með þér
Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík
Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665
sala@rv.is • www.rv.is
Glerfínar gluggafilmur
- aukin vellíðan á vinnustað
3M gluggafilmur fyrir skóla, sjúkrahús, skrifstofur,
verslanir og aðra vinnustaðiFagmenn frá RV sjá um uppsetningu
10 tíma lúxusnámskeið í tennis
Innifalið:
• Öll undirstöðuatriði tennisíþróttarinnar kennd
• Skemmtilegir tennisleikir og reglur kenndar
• Fjórir á hverjum velli með einum tennisþjálfara
• Hádegisverðarhlaðborð á veitingastaðnum Nítjándu
Árangursrík og skemmtileg leið til að læra tennis
Verð kr. 24.900 á mann.
Verð með sumarkorti í tennis kr. 37.900.
Verð með gistingu á Hótel Smára kr. 39.900
Í boði allar helgar í sumar
Skráning og upplýsingar í síma
564 4030 og á tennishollin.is
LÆRÐU TENNIS
Á EINNI HELGI
Tennis_2x10_april08.ai 5/5/08 11:26:31 AM
www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25
Rafskutlur
-umhverfisvænn ferðamáti