24 stundir - 20.05.2008, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 20. MAÍ 2008 24stundir
Herforingjastjórnin í Búrma
hefur samþykkt að erlendum
hjálparstarfsmönnum verði veittur
aðgangur að hamfarasvæðunum í
suðurhluta landsins í kjölfar felli-
bylsins Nargis sem gekk yfir landið
í byrjun mánaðarins. Stjórnin setur
þó það skilyrði að aðstoðin sé
skipulögð af fulltrúum nágranna-
ríkja Búrma. Þriggja daga þjóðar-
sorg var lýst yfir í landinu í gær.
George Yeo, utanríkisráðherra
Singapore greindi frá samkomu-
laginu á blaðamannafundi eftir
neyðarfund þjóða í Sambandi Suð-
austur-Asíuríkja (ASEAN). Lækna-
liði frá ASEAN-ríkjum verður
hleypt inn í landið þegar í stað, en
fram að þessu hefur herforingja-
stjórnin verið mjög treg til að
hleypa hjálparliði inn í landið.
Sameinuðu þjóðirnar áætla að
rúmlega 100 þúsund manns hafi
látist af völdum fellibylsins og að
2,4 milljónir manna hafi misst
heimili sín. Þá segist herforingja-
stjórnin gera ráð fyrir að fjárhags-
legt tjón vegna fellibylsins nemi
meira en 10 milljörðum Banda-
ríkjadala. atlii@24stundir.is
Stjórnin í Búrma lýsir yfir þjóðarsorg
Samþykkja aðstoð
Eftir Atla Ísleifsson
atlii@24stundir.is
Hjálparsamtök í Suður-Afríku segja
að sex þúsund manns hið minnsta
hafi flúið landið vegna árása ofbeld-
ismanna síðustu daga. Árásirnar hafa
kostað að minnsta kosti 22 útlend-
inga lífið og fleiri tugir hafa særst.
Margir þeirra sem hafa leitað skjóls
vegna árásanna á lögreglustöðvum, í
kirkjum og samkomuhúsum eru
Simbabvemenn sem hafa flúið fá-
tæktina og óöldina í heimalandinu.
Á vef BBC segir að innflytjendur
í Suður-Afríku séu oft gerðir að
blórabögglum vegna félagslegra
vandamála í landinu, svo sem hús-
næðisskorts, atvinnuleysis og hárr-
ar glæpatíðni.
Kveikt í mönnum
Suðurafrísk dagblöð birtu í gær
óhugnanlegar myndir á forsíðum
af látnum manni sem kveikt hafði
verið í á götu í Jóhannesarborg.
Glæpahópar hafa að undan-
förnu gengið um úthverfi borgar-
innar í leit að útlendingum og rænt
verslanir þeirra. Að sögn líktust
sumar götur Jóhannesarborgar
stríðsátakasvæði, þar sem lögregla
beitti táragasi og gúmmikúlum til
að dreifa reiðum mannfjöldanum.
Flóttamannaástand
Eric Goemaere, talsmaður
Lækna án landamæra, segir stöð-
una í landinu minna sig á dæmi-
gert flóttamannaástand. „Ég hef
hlúð að fólki með skotsár, fórnar-
lömbum nauðgana, fólki sem hefur
orðið fyrir barsmíðum og fólki sem
er skelfingu lostið.“
Árásirnar hófust fyrir um viku
síðan í Alexöndru, úthverfi Jó-
hannesarborgar, og breiddust svo
út til fleiri hverfa áður en þær náðu
til miðborgarinnar. Var gerð árás á
kirkju um helgina þar sem um þús-
und Simbabvemenn höfðu leitað
skjóls frá árásum ofbeldismann-
anna.
Um 250 manns hafa verið hand-
teknir síðustu daga, vegna gruns
um morð, nauðgun og rán.
Opinber rannsókn
Thabo Mbeki, forseti Suður-
Afríku, segir að opinber rannsókn
verði gerð á árásunum. Jacob
Zuma, leiðtogi Afríska þjóðarráðs-
ins, hefur fordæmt árásirnar og
segir að Suður-Afríka megi ekki
verða þekkt fyrir úlendingahatur.
Mannréttindasamtök hafa hins
vegar harðlega gagnrýnt suðurafr-
ísk stjórnvöld vegna ástandsins,
segja þau hafa verið sofandi á verð-
inum og að það sé að koma í bakið
á þeim núna.
Flýja ofbeldi
Á þriðja tug útlendinga hefur verið drepinn í Jóhannesarborg síð-
ustu daga Útlendingum kennt um félagsleg vandamál í landinu
➤ Tæplega 50 milljónir mannabúa í Suður-Afríku.
➤ Útlendingar eru milli 3 og 5milljónir, flestir frá Simbabve,
Mósambík og Nígeríu.
➤ Atvinnuleysi mælist nú 30% íSuður-Afríku.
SUÐUR-AFRÍKA
Vígvöllur Jóhann-
esarborg var eins og
stríðsátakasvæði.
NordicPhotos/AFP
Alþjóðleg ráðstefna með það að
markmiði að fá samþykkt bann
við klasasprengjum hófst í Du-
blin á Írlandi í gær. Fulltrúar um
hundrað landa taka þátt í ráð-
stefnunni.
Helstu notendur klasasprengja
sendu þó ekki fulltrúa á ráðstefn-
una, en meðal þeirra eru Banda-
ríkin, Kína, Rússland og Ísrael. aí
Vilja bann við
klasasprengjum
Slökkviliðsmenn þurftu að
slökkva í fleiri tugum ruslahrúga
á götum Napolíborgar á Ítalíu að-
faranótt gærdagsins. Reiðir íbúar
borgarinnar kveiktu í ruslinu, en
áætlað er að um 3.500 tonn af
rusli sé nú á götum borgarinnar.
Silvio Berlusconi forsætisráð-
herra hefur gefið í skyn að hann
muni neyða sveitarstjórnir í
Campania-héraði til að sam-
þykkja nýjar lóðir undir sorp-
vinnslustöðvar. aí
Íbúar Napoli í rusli
Kveiktu í tugum
ruslahrúga
STUTT
● Handtaka Lögregla í Írak
handtók Abdul-Khaliq al-
Sabawi, einn helsta leiðtoga al-
Qaeda í Mosul, í gær.
● Samsæri Háttsettur maður
innan stjórnarandstöðunnar í
Simbabve hefur sakað leyni-
þjónustu stjórnarhersins um
að skipuleggja morð á Morgan
Tsvangirai, leiðtoga MDC.
● Fundur Dalai Lama, and-
legur leiðtogi Tíbeta, átti fund
með Heidemarie Wieczorek-
Zeul, þróunarmálaráðherra
Þýskalands, í Berlín í gær. Dalai
Lama hefur verið á ferð um
Þýskaland síðustu daga.
● Mannfall Um 80 hafa látið
lífið í átökum á milli stjórn-
arhers Sri Lanka og Tamíltígra
síðustu daga.
Samfylkingarfélagið í Reykjavík býður til fundar
um siðferði í stjórnmálum, miðvikudaginn
21. maí kl. 20.30 að Hallveigarstíg 1.
Gestir fundarins eru:
Bryndís Hlöðversdóttir, forseti lagadeildar
Háskólans á Bifröst og fyrrverandi alþingis-
maður og Jón Ólafsson, prófessor og forseti
félagsvísindadeildar Háskólans á Bifröst.
Fundarstjóri er Helga Vala Helgadóttir,
stjórnarmaður í SffR.
Siðferði
í stjórnmálum
Allir velkomnir
LAGADEILD HR
NÝJAR ÁHERSLUR MARKVISST NÁM MEIRI MÖGULEIKAR
Umsóknarfrestur er til 30. maí
Kynntu þér námið á www.hr.is
Við lagadeild HR er í boði metnaðarfullt og nútímalegt laganám, sem miðar að því að
útskrifaðir nemendur verði framúrskarandi lögfræðingar og í fremstu röð á sínu sviði.
Hlutverk lagadeildar HR er að skapa og miðla þekkingu í umhverfi sem hvetur til frum-
kvæðis, gagnrýninnar hugsunar og vísindalegra vinnubragða og auka þannig lífsgæði og
samkeppnishæfni í samfélaginu.
Lagadeild HR er brautryðjandi í nútímavæðingu laganáms hér á landi, hvort sem litið er til
skipulags námsins, kennsluaðferða eða þeirra miklu krafna sem gerðar eru til nemenda á
öllum námsstigum.
Grunnnámið tekur 3 ár og að því loknu gefst nemendum kostur á 2ja ára framhaldsnámi til
meistaraprófs í lögfræði.
AÐEINS SÝND Í MAÍ
TRYGGIÐ YKKUR MIÐA!
HAFNAFJARÐARLEIKHÚSINU
Fær hugann til að fljúga og kemur
tilfinningum á rót”
M.K MBL
Falleg, fyndin,sönn og kvenleg”
V.G Bylgjunni
“Ég hvet fólk til að drífa sig
á leikinn og njóta”
Jón Viðar DV
FÖS 23. MAÍ ÖRFÁ SÆTI LAUS
SUN 24. MAÍ ÖRFÁ SÆTI LAUS
FIM 29. MAÍ NÆST SÍÐASTA SÝNING
SUN 1. JÚN SÍÐASTA SÝNING