24 stundir - 20.05.2008, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 20. MAÍ 2008 24stundir
Lyf skipta sköpum!
„Lyf eru nauðsyn
í nútímasamfélagi!”
„Í starfi mínu er ég daglega minntur á hve lífið er mikið kraftaverk og
að það eru forréttindi að fá að vinna við að lækna og líkna. Vönduð
og vel rannsökuð lyf skipta þar oft sköpum, bæði þau lyf sem byggja á
gömlum og traustum þekkingargrunni og hin sem eru þróuð á grunni
nútímaþekkingar í lyfjafræði og vísindalegri læknisfræði.
Án lyfja hefði framþróun heilbrigðismála orðið með öðrum hætti.
Mannkynið stæði verr. Að baki lyfjaframleiðslu liggur gífurleg vísinda-
vinna til að tryggja að lyfin skili sem bestri verkun með fyrirsjáanlegum
hætti. Lyf eru nauðsyn í nútíma þjóðfélögum og ein meginstoð öflugs
heilbrigðiskerfis.“
Reynir Tómas Geirsson, prófessor/yfirlæknir, forstöðumaður fræðasviðs, Kvennasviði LSH.
E
F
L
IR
a
lm
a
n
n
a
te
n
g
s
l
/
H
N
O
T
S
K
Ó
G
U
R
g
ra
fí
s
k
h
ö
n
n
u
n
Eftir Elías Jón Guðjónsson
elias@24stundir.is
„Það er niðurstaða Skipulags-
stofnunar að bygging Bitruvirkj-
unar sé ekki ásættanleg vegna
verulegra neikvæðra og óaftur-
kræfra áhrifa á landslag, útivist og
ferðaþjónustu,“ segir í áliti Skipu-
lagsstofnunar á mati á umhverfis-
áhrifum vegna Bitruvirkjunar
sem gefið var út í gær.
Hvergerðingar ánægðir
Virkjunin hefur verið nokkuð
umdeild og hefur bæjarstjórn
Hveragerðis lagst alfarið gegn
henni. „Við fögnum þessu áliti
Skipulagsstofnunar því hún ein-
faldlega leggst gegn þessari virkj-
un með mjög haldbærum og góð-
um rökum sem eru í samræmi
við það sem við höfum sett
fram,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir,
bæjarstjóri í Hveragerði.
Eins og við var að búast
Ásta Þorleifsdóttir, varafor-
maður stjórnar Orkuveitu
Reykjavíkur (OR), segir niður-
stöðuna vera þá sem við var að
búast. „Nú kemur á daginn að sú
skoðun sem ég hef haft og skoðun
Skipulagsstofnunar fara saman,“
segir hún. „Ég tel ekki ástæðu til
þess að halda áfram undirbúningi
vegna Bitruvirkjunar á þessum
tímapunkti,“ bætir hún við.
Svandís Svavarsdóttir, fulltrúi
Vinstri grænna í stjórn OR, segir
álit Skipulagsstofnunar fagnaðar-
efni enda sé þar tekið undir
helstu rök andstæðinga virkjun-
arinnar. „Mér finnst þetta benda
til þess að Skipulagsstofnun vinni
í takt við tímann.“
Niðurstaðan vonbrigði
Hjöleifur Kvaran, forstjóri OR,
segir niðurstöðuna vera vonbrigði
og hún komi á óvart. „Við höfum
unnið þetta í góðu samráði við
menn og náttúru,“ segir hann.
„Þarna kynntum nýja kynslóð af
rafgufuvirkjunum sem við töld-
um að gæti fallið að landslaginu
og sátt gæti orðið um,“ bætir
Hjörleifur við. Hann segir nið-
urstöðuna setja stórt spurningar-
merki við jarðgufuvirkjanir al-
mennt. „Þarna kynntum við alveg
nýja leið, og ef hún er ekki fær
held ég að jarðgufuvirkjanir muni
mæta töluverðri andstöðu í fram-
tíðinni.“
Skipulagsstofnun kynnir álit sitt á mati á umhverfisáhrifum vegna Bitruvirkjunar og Hverahlíðarvirkjunar
Segir byggingu Bitruvirkjunar ekki ásættanlega
➤ Skipulagsstofnun leggst ekkigegn byggingu Hverahlíð-
arvirkjunar að uppfylltum
ákveðnum skilyrðum.
➤ Áætlað er að Hverahlíð-arvirkjun skili 90 MW og
Bitruvirkjun 135 MW.
VIRKJANIRNAR
Innflytjendur í Danmörku eru
ekki þeir einu sem eiga erfitt með
að læra dönsku. Dönsk ungbörn
eiga erfiðara með að læra sitt eigið
tungumál heldur en ungbörn í öðr-
um löndum, að því er greint er frá í
dönskum fjölmiðlum. Samkvæmt
rannsókn á vegum Syddansk Uni-
versitet kunna 15 mánaða börn í
Danmörku 80 orð en orðaforði
jafngamalla barna í Svíþjóð nær yf-
ir 150 orð. Í Króatíu nota 15 mán-
aða gömul börn 200 orð.
Ástæðan fyrir erfiðleikum
dönsku barnanna er sú að orðin
renna saman í framburði Dana.
Börnin eiga þess vegna erfiðara
með að skynja hvenær eitt orð
hættir og annað tekur við.
Rannsóknin var gerð í 18 lönd-
um og byggðist á skráningu for-
eldra á orðaforða barnanna.
Sigríður Sigurjónsdóttir, dósent
í íslenskri málfræði við Háskóla Ís-
lands, segir slíka rannsókn ekki
hafa verið gerða hér. „Hins vegar
hefur nemandi minn rannsakað
orðaforða eins 15 mánaða barns
sem var fljótt til máls. Í þremur
hálfrar klukkustundar upptökum
komu fyrir 125 orðstofnar og 157
orðmyndir. Þetta var bara ein lítil
rannsókn á einu barni.“
Danskan erfið fyrir börn eins og útlendinga
Orðaforðinn lítill
Breiðavíkursamtökin eru nú
opin öllu áhugafólki um
barnaverndarmál, en þau hafa
tekið sér hlutverk sem málsvari
fólks sem hið opinbera hefur
vistað á heimilum og stofn-
unum á öllum tímum.
Bárður R. Jónsson var kjörinn
formaður Breiðavíkursamtak-
anna á aðalfundi um helgina.
Hann telur mikilvægasta málið
fram undan að fylgja eftir væntanlegu frumvarpi ríkisstjórnarinnar
um bætur til Breiðvíkurdrengja. Það væri miður ef þessir menn, sem
allir eru nú komnir á miðjan aldur, sætu eftir með þá tilfinningu að
samfélagið hafi brugðist þeim öðru sinni. Samtökin þurfi líka að horfa
til framtíðar, minna á barnaverndarmál og fá til liðs við sig sem flesta
er vilja vinna með þeim. Nokkrar umræður urðu á aðalfundinum um
að breyta nafni samtakanna í því skyni að höfða til breiðari hóps. Ekki
varð af því að slík tillaga yrði borin upp. bee
Bætur Breiðavíkurdrengja
Barnaverndarstofa hefur undir-
ritað samning við MST-stofnunina í
Suður-Karólínu í Bandaríkjunum
um þjálfun og símenntun starfs-
manna vegna 3 til 5 mánaða fjöl-
þáttameðferðar á Íslandi fyrir fjöl-
skyldur unglinga á aldrinum 12 til
18 ára sem hafa verið í fíkniefna-
neyslu og gerst brotleg við lög. Mið-
að er að því að barn geti búið heima,
stundi skóla eða vinnu, hætti vímu-
efnaneyslu og afbrotum. Fjölskyld-
an hefur aðgengi að þerapistum all-
an sólarhringinn í síma og þerapisti
hittir fjölskylduna á heimili hennar
eftir samkomulagi.
Um 350 fjölskyldur hafa verið í
þessari meðferð í Danmörku og nú
hefur velferðarráðherra Danmerkur
lagt til að foreldar barna sem koma
fyrir unglingadómstól verði skyld-
aðir til slíkrar meðferðar. Halldór
Hauksson sálfræðingur, sem hefur
umsjón með innleiðingu meðferð-
arinnar hér, segir það orka tvímælis
að þvinga fólk. „Framkvæmdin felst
í samvinnu við fjölskylduna,“ segir
hann. ibs
Fjölskyldur barna í vímuefnavanda
Meðferð inni á
sjálfu heimilinu