24 stundir - 20.05.2008, Síða 20

24 stundir - 20.05.2008, Síða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 20. MAÍ 2008 24stundir lausa glugga Héraðsdómshússins. „Eins og stendur hefur Héraðs- dómur fælingarmátt. Hann laðar engan að sér enda ekki tilgangur hússins. Fólk hverfur inn í þetta hús og sést síðan ekki næstu mán- uði. Menn setjast ekki á tröppur hússins, steinveggir þess Austur- strætismegin taka upp sólarrými Austurstrætis, rimlarnir fyrir ann- ars fallegum gluggum gefa til kynna að eitthvað sé að óttast. Ótt- inn smitar viðstadda, fyllir þá hörku og löngun til að sparka í einhvern eða kasta flösku í vegg- inn. Þannig myndast hringrás sem viðheldur starfsemi Héraðsdóms Reykjavíkur. Ég er ekki bitur. Ég er ekki á skilorði en mér finnst þetta heldur dapurlegt. Þarna ættu að vera opnir gluggar og fyrir innan eitthvað sem menn ættu að vilja sjá eða kaupa eða borga eða drekka. Þetta er ekki bara hugmynd, þetta er þjóð- þrifaverkefni, brýn nauðsyn, fú- lasta alvara. Í þessum gardínum kristallast vandi miðbæjarins. Þær eru banatilræði við mannlíf á Lækjartorgi.“ Flytjum burt Héraðsdóm „Til þess að líf geti þrifist á Lækjartorgi er alveg lífsnauðsyn- legt að Héraðsdómi Reykjavíkur verði fundin ný staðsetning á ódýr- ari stað í bænum. Gardínurnar verði rifnar niður og í staðinn komi verslunargluggar eða starf- semi sem má líta dagsins ljós.“ 24 stundir/Valdís Thor Það sem er gott fyrir Bæjarins bestu er gott fyrir miðbæinn Gardínur – bana- tilræði við mannlíf Kjötvísitala Andra Góð reikniregla fyrir miðbæinn. Lesið nán- ar: www.andrisnaer.is Á Lækjartorgi er heldur eyðilegt um að litast um þessar mundir. Á miðju torginu eru þrjú tóm leir- ker með mold og leifum af visnuðum gróðri og bekkur sem er oftast mannlaus. Svo virðist sem torgið bíði betri tíma. Andra Snæ Magnasyni er umhugað um borgina og hann vill meira mannlíf og rýma dauðar stofnanir fyrir fólk. Reikniregla fyrir miðbæinn get- ur verið þessi: Það sem er gott fyrir Bæjarins bestu er gott fyrir miðbæ Reykjavíkur. Það má búa til vísi- tölu: Kjötvísitalan. Hvað er mikið mannakjöt á hvern fermetra? Skóli: Mjög há kjötvísitala. Skrifstofa: Frekar há kjötvísitala. Íbúðir: Fer lækkandi í hlutfalli við meðalaldur og meðaltekjur íbúa. Kjötvísitala er hæst hjá ungu fólki, háskólanemum, fjöl- skyldufólki. Lægst hjá ríku fólki þar sem kjötvísitala fer niður í einn mann á hverja 100 m2 og jafnvel enn neðar, niður í núll á daginn. Lúxusíbúð væri hörmuleg býtti fyrir skrifstofurými. Ef menn vilja hafa þarna íbúðir má ég þá mæla með: STÚDENTAGÖRÐUM? En í guðanna bænum: Ekki lúx- usíbúðir. Íbúarnir væru vísir til að vinna í Síðumúla, Garðabæ eða Lindarhverfinu. Hvað er miðbær- inn þá annað en: ÚTHVERFI, Garðabæjar, SVEFNBÆR, svefn- bæjar? Við viljum það ekki er það? Menn geta reiknað, spáð og spekúlerað, gert kannanir og línu- rit en kannski er best að hugsa þetta einfaldlega svona: Það sem er gott fyrir Bæjarins bestu er gott fyrir miðbæ Reykja- víkur. Það myndi enginn pylsuvagn þrífast á því að selja 10 lúxuspylsur á dag. Gardínur – banatilræði „Hver á þessar gardínur?“ spyr Andri Snær í kaldhæðni um líf- Eftir Kristjönu Guðbrandsdóttur dista@24stundir.is Andri Snær Magnason rithöf- undur átti vinningstillögu í hug- myndsamkeppni um miðbæ Reykjavíkur sem haldin var á veg- um Landsbanka Íslands fyrir tveimur árum. Vinningstillaga hans var róttæk og skemmtileg og Andri lagði út frá því að mið- borgin fengi sál og auðgaðist af mannlífi. „Við ofmetum stundum hvernig hús líta út, það er starf- semin og mannlífið sem skiptir máli, sjáið bara hvað Lækjartorg lifnaði við með tilkomu kaffihúss- ins Segafredo,“ segir hann. Andri segir vinningstillögu Stúdíó Granda innihalda margt sem honum lítist á. „Mér leist einnig vel á hugmyndir Krads- hópsins sem setti líf í Héraðs- dómshúsið, breytti því í stór- magasín. Héraðsdómur Reykja- víkur hefur mikinn fælingarmátt,“ bætir Andri Snær við. „Ég vil breytta starfsemi í því húsi.“ Hvað gerðist? Andri Snær hafði séð gamla mynd af höfninni og miðbænum eins og hann leit út árið 1930 og í kjölfarið spurt sig hvað hafi eig- inlega gerst. „Hvað varð um öll húsin og allt lífið? Hvaða loftárásir urðu hérna?,“ spyr hann og segir verk- efnið sem bíði ekki ósvipað og að reisa borgarhluta úr rústum eftir loftrárásir eða stórbruna (skrifað og sagt áður en stórbruni varð!). Andri Snær veltir upp mögu- leikum miðborgarinnar sem hann kallar Einskismannslandið sökum fátæklegs mannlífs og leggur til reiknireglu fyrir miðbæinn sem hann miðar út frá því hvað sé gott fyrir Bæjarins bestu. Reikniregla fyrir miðbæinn „Eimskipafélagshúsið er nú orð- ið hótel, á þessum tíma var það ekki. Ég sá hugmyndir um að breyta Eimskipafélagshúsinu í lúx- usíbúðir,“ segir Andri Snær. Mörg- um fannst það hljóma vel og sam- rýmast vel mannlífi í bænum. En þá velti ég fyrir mér: Er það gott fyrir bæjarins bestu? Er það betra en til dæmis skrifstofuhúsnæði? Og þá bjó ég til kenningu um kjöt- vísitölu. Atlantskaup ehf. Bæjarflöt 6,112 Reykjavík S: 533 3700 Upplýsingar á www.atlantskaup.is STIGAR OG HANDRIÐ ÚR GLERI OG STÁLI ÚTI SEM INNI Auglýsingasíminn er 510 3744

x

24 stundir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.