24 stundir


24 stundir - 20.05.2008, Qupperneq 21

24 stundir - 20.05.2008, Qupperneq 21
24stundir ÞRIÐJUDAGUR 20. MAÍ 2008 21 Góðgerðarsamtökin Architecture for Humanity hafa sent frá sér ákall um liðsinni vegna nátt- úruhamfaranna í Mjanmar. Ákall- ið hljóðar svo: Ákall AFH: „Á meðan fjölmiðlar einblína á það mannfall sem orðið hefur í Mjanmar viljum við benda á að margar milljónir hafa misst heimili sín og eins og svo oft þegar nátt- úruhamfarir verða eru fyrstu við- brögð að veita fyrstu hjálp. Stór samtök eins og Oxfam og Care eiga fyrir höndum gríðarlega vinnu við að færa íbúum hjálp- argögn. En hvernig ætlar landið að taka á nauðsynlegri uppbyggingu fyrir þá til langs tíma. Við ætlum okkur að safna tæp- lega tíu milljónum króna til að byrja með til að styrkja vinnu við uppbyggingu. Þetta sýnist mörgum lítil upphæð en við trúum því að þessi upphæð sem varið er til hönnunar og skipulagningar á uppbyggingu svæðisins muni gagnast tugum þúsunda af þeim sem hafa misst heimili sín.“ Skólar og sjúkrahús Þess má geta að nú þegar hafa safnast um 7 milljónir til verksins. Samtökin ætla sér að einblína á að byggja samfélagið upp með þeirri grunnþjónustu sem íbúar þurfa á að halda og að uppbyggingin verði ekki neyðarúrræði heldur eigi að virka til lengri tíma og sé raun- veruleg uppbygging eða end- urreisn. Samtökin trúa enda á það að uppbyggingin eigi að binda enda á neyð en ekki að viðhalda henni til lengri tíma. Markmið samtakanna er því að skólar og sjúkrahús, hýs- ing samfélagsþjónustu og stofnana rísi um leið og íbúar fái mann- heldar og vel gerðar íbúðir. Um leið er lögð áhersla á það að með hugviti og góðri skipulagn- ingu geti slík uppbygging orðið á jafnskjótum tíma og neyðarúrræði sem virka til skamms tíma. dista@24stundir.is Arkitektar til Mjanmar Uppflettirit um góðverk Bókin er í formi uppflettirits um vel heppnuð verkefni hönnuða sem hafa orðið manninum til góðs og vekja áleitnar spurningar um misskiptingu auðs í heiminum og hvers hugvitssamir listamenn, hönnuðir og arkitektar heimsins eru megnugir hafi þeir viljann að vopni og eitthvað af fjármagni. Samtökin hafa verið í sviðsljósinu undanfarið vegna ákalls þeirra um liðsinni vegna náttúruhörmung- anna í Mjanmar. dista@24stundir.is Ein af hverjum sjö manneskjum heimsins býr í flóttamannabúðum eða húsnæði sem telst ekki mann- helt og meira en þrír milljarðar hafa ekki aðgang að hreinu vatni eða heilsugæslu. Þrátt fyrir að heimurinn sé svona byggður er mest áhersla lögð á byggingu glæstra bygginga; safna, opinberra bygginga, skýjakljúfa og tónleikahalla í stað þess að byggja mannsæmandi skýli og heimili handa bágstöddum heimsbúum. AFH-öðruvísi góðgerðasamtök Cameron Sinclair og Kate Stohr eru bæði arkitektar og stofnuðu góðgerðarsamtökin Architecture for Humanity árið 1999 vegna þessarar misskiptingu á gæðum. Samtökin hafa það að markmiði að bjarga heiminum og það gera þau með því að fá hönnuði og arkitekta í lið með sér í að hanna og byggja skýli og mannhelda bú- staði fyrir fólk á skipulegan hátt. Teymið hefur gefið frá sér hönn- unarbókina: Design like you give a damn sem hefur farið sigurför um heiminn og orsakað hreina vitund- arvakningu um hversu miklu máli það skiptir að nýta rétta þekkingu og hugvit þegar á þarf að halda til góðs. Arkitektar og hönnuðir bjarga heiminum Hannað með hjartanu Hugvitið fyrir heim- inn „Design like you give a damn“. ar gu s 07 -0 75 0 bmvalla.is Sími: 412 5000 :: bmvalla.is Lindab drekka allt sem rennur! Lindab þakrennur og niðurföll eru stílhrein og sterk og falla vel að öllum byggingum. Lindab þakrennur fást í öllum helstu byggingavöruverslunum landsins Helstu kostir Lindab eru: Fallegt útlit :: Létt í uppsetningu :: Úrval lita :: Góð ending Hágæðastál :: Fjöldi aukahluta :: Áratugareynsla á Íslandi

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.