24 stundir - 20.05.2008, Qupperneq 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 20. MAÍ 2008 24stundir
Eftir Hauk Harðarson
haukurh@24stundir.is
Garðlýsing er eitthvað sem Íslend-
ingar eru farnir að huga að í aukn-
um mæli. Það er fátt sem lýsir upp
skammdegið betur en fallega lýst-
ur garður eða upplýst tré. En
margir sem huga ekki að því að
þótt fólk njóti garðlýsinga best yfir
vetrartímann, þegar dimmast er,
eru kjöraðstæður til að koma þeim
upp yfir sumarið. „Yfir sumarið
eru miklu betri aðstæður til að
koma lýsingunni upp, auk þess er
líka afar ánægjulegt horfa á fallega
lýstan gróður í ágúst og september
því þá er gróðurinn upp á sitt
besta en jafnframt tekið að
skyggja,“ segir Mikael R. Ólafsson
rafvirki.
Einstök tré lýst upp
Hann segir litlar breytingar hafa
orðið í garðlýsingum á und-
anförnum árum en tekur þó eftir
því að fólk er í auknum mæli farið
að lýsa upp einstök falleg tré. „Það
þarf ekki nema einn að byrja, þá
sjá hinir hvað þetta er skemmtilegt
og fylgja á eftir. Möguleikinn hefur
svo sem alltaf verið fyrir hendi
tæknilega séð, en perurnar hérna
áður fyrr voru afar dýrar. Nú hefur
tækninni fleygt fram og perurnar
sem eru notaðar til að lýsa upp tré
eru orðnar mun ódýrari,“ segir
Mikael.
Mikilvægt að undirbúa allt vel
Mikael leggur höfuðáherslu á að
áður en haldið er út í að lýsa upp
garðinn er gríðarlega mikilvægt að
skipuleggja allt vel. Þar á hann við
allar leiðslur og tengi en það getur
verið talsvert flókið að lagfæra
hluti eftir að ljósunum hefur verið
komið upp. Því er tilvalið að ráðast
í lýsingu um leið og garðurinn er
endurskipulagður. Mikael segir að
nú til dags sé gert ráð fyrir lýsingu í
öllum teikningum og tilboðum
sem fólk fær þegar það tekur garð-
inn í gegn.
Gleyma „vöfflutenglinum“
Það verður sífellt algengara að
fólk noti hitalampa úti í garði. Þeir
lengja tímann sem fólk getur setið
úti og gera borðhald úti í garði
ánægjulegra og þægilegra. Hingað
til hafa flestir notað gashitalampa.
„Orkuveitan er hins vegar farin að
beina því til fólks að hita svæðið
upp með rafmagni. Slíkt þarfnast
mikillar skipulagningar. Annars
eru margir sem gleyma því að setja
upp vöfflutengið við hliðina á grill-
inu,“ en þar á Mikael við að gera
ráð fyrir rafmagnsinnstungu hjá
grillaðstöðunni. „Það er nefnilega
tilvalið að fara með vöffujárnið út í
garð á sólríkum degi og baka vöffl-
ur meðan maturinn er grillaður.“
Fallegar garðlýsingar sífellt vinsælli í íslenskum görðum
Sumarið rétti tíminn
fyrir garðlýsingar
Garðlýsingar hjálpa til
við að lýsa upp skamm-
degið yfir vetrartímann
og bæta heildarútlit lóð-
arinnar. Mikilvægt er að
hafa í huga að rétti tím-
inn til að setja þær upp er
einmitt núna þegar sum-
arið fer í hönd. Mikael R.
Ólafsson fer yfir grund-
vallaratriði góðrar lýs-
ingar í görðum.
Falleg garðlýsing Nýtur
sín einstaklega vel á góðum
síðsumarskvöldum.
➤ Mikilvægt er að skipuleggjagarðlýsingu vel. Talsvert flók-
ið getur verið að lagfæra
hluti eftir að ljósum hefur
verið komið upp.
➤ Því er tilvalið að ráðast í lýs-ingu um leið og garðurinn er
endurskipulagður.
➤ Orkuveita Reykjavíkur leggurtil að garðar séu hitaðir upp
með rafmagni. Slíkt þarfnast
einnig skiplagningar.
GARÐUR SKIPULAGÐUR
Það er alls ekki sjálfgefið að allt
gangi fullkomlega upp þegar verið
er að byggja hús og þá skiptir
miklu máli að geta verið dálítið
sveigjanlegur. Vertu viðbúin/n því
að vandamál geti komið upp og þá
getur þurft að finna aðra sem
gengur upp hönnunarlega séð.
Skoðaðu alla möguleika og reyndu
að vega og meta hvað er mikilvæg-
ast þar sem ekki verður bæði
sleppt og haldið.
Haltu fast um budduna
Smiðirnir sem ráðnir hafa verið
til verksins ættu að geta gert flest
sem þú vilt eða fengið til sín aðra í
sérhæfðari verk. Hafðu þó í huga
að allar framkvæmdir safnast sam-
an og þá sérstaklega þær sem snúa
að einstökum eða óhóflegum ósk-
um svo og nýrri tækni og efnivið
og áhöldum sem ekki er mikil
reynsla fyrir. Slíkt getur kostað
mikið og því best að fara varlega
svo fjárhagurinn fari ekki al-
gjörlega úr skorðum.
Náttúran spilar inn í
Ýmis vandamál geta komið upp
við byggingu húsa og þar getur
náttúran og veðrið t.d. spilað inn
í. Mikil rigning, kuldi eða rok get-
ur tafið framkvæmdir og við því er
oftast lítið að gera. Hafðu í huga
að algjörri fullkomnun er erfitt að
ná fram þó svo að vitaskuld eigi að
lagfæra meirháttar galla, á slíku
áttu rétt sem verðandi húseigandi.
maria@24stundir.is
Sumt fer einfaldlega úrskeiðis við byggingu húsa
Sveigjanleiki mikilvægur
Húsbygging Vandaverk.
Ármúla 36 • 108 Rvk
S. 581 4070 • www.jabohus.is
SUMARHÚS HEILSÁRSHÚS GESTAHÚS
Finnsk og sænsk gæðahús
Koma tilbúin til uppsetningar
Góð reynsla og hagstætt verð
HÚS Í BORG – HÚS Í SVEIT
Vönduð heilsárs hús á góðu verði. Margar út-
færslur. Framleiðum einnig eftir sérteikningum.
Gerum tilboð í glugga og hurðir úr furu,
mahogany, ál/tré, áli og plasti. Erum einnig
með hvíttaðan innipanel, lerki í pallinn
og fleira.
Kverkus ehf. Síðumúla 31
símar 581 2220, 858 0200 eða 840 0470.
kverkus@kverkus.is www.kverkus.is