24 stundir - 20.05.2008, Page 24

24 stundir - 20.05.2008, Page 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 20. MAÍ 2008 24stundir Í flestum tilvikum lukkast sambýlið með ágætum. Hin nauðsynlegu gildi, tillitssemi og umburðarlyndi eru í heiðri höfð hjá flestum. Þeir sem eru fyrirferðarmiklir og háværir eiga ekki kröfu á því að grannar umlíði þeim það. Sömuleiðis eiga þeir sem eru við- kvæmir ekki rétt á því að grann- arnir taki sérstakt tillit til þeirra. Allt mannanna bauk og brölt getur valdið óþægindum og ónæði. Ánægja eins er annars ami. Eigendur hljóta alltaf að verða fyrir einhverju ónæði eða óþægindum. Hjá því verður ekki komist. Kynlíf með látum Meira að segja hefur hávært og hömlulaust kynlíf orðið til vand- ræða. Sínum augum lítur hver á silfrið. Það sem einum er til ánægju og yndisauka er öðrum til ama, óþæginda og leiðinda. Þetta eru oftast óþægileg feimn- ismál sem grannar veigra sér við að kvarta yfir. Margir ánetjast heyrnarskjólum- og töppum og freista þess að bera harm sinn í hljóði. Það er þó þrautin þyngri því þessi hljóð eru svo mögnuð og lúmsk. Kynlíf og múrbrot Sömu sjónarmið og viðmið gilda um kynlíf í fjölbýli og um aðrar mannlegar athafnir. Á múrbroti og kynlífi er fremur stigsmunur en eðlismunur. Hér er það hagsmunamat og hin gullnu gildi tillitssemi og um- burðarlyndi sem vísa veginn. Það er meðalhófið sem gildir um kynlífið eins og aðrar mannlegar athafnir í fjöleignarhúsum. Sumir eru fyrirferðarmeiri í því efni en aðrir og aðrir við- kvæmari fyrir kynlífi en sumir. Sumt fólk er hömlulausara og háværara en annað. Sumir tipla hljótt eins og mýs meðan aðrir koma með bægslagangi og lát- um. Meðan sumir kvitta fyrir með fáguðu andvarpi þá hrína aðrir eins og stungnir grísir. Stundum má tala um nátt- úruhamfarir. Engar EB-reglur Það er alveg ljóst að það er hægt að fara offari í þessu efni með bramli, fyrirgangi og óhljóðum. Þá er sameigendum óskylt að búa við ósköpin. Það er afstætt í tíma og rúmi hvað má og hvað er eðlilegt. Það eru engar reglur eða staðlar til um þetta og meira að segja EB hefur látið þetta svið óáreitt. Fólk hefur frá örófi alda stundað kynlíf með hávaða og látum og tilþrifum. Vandamálið eru hávaðavaldarnir sem gera það oft, lengi og hátt án þess að skeyta um umhverfið og nálægt fólk. Óhljóð af þessum toga særa blygðunarsemi granna. Sóma- kært upp og ofan fólk kærir sig yfirleitt ekki um að sogast inn í stórkallalegt kynlíf granna sinna. Grannakynlíf í hófi er löglegt Kynlíf er venjuhelgaður hluti af heimilisbrölti fólks í fjölbýli. Hús- félag hefur þröngar heimildir til að setja því hömlur. Þó má hús- félag spyrna við og setja hömlu- lausu og hávaðasömu kynlífi ein- hverjar skorður. Miðað við meðal Jón í bólinu eða Bonus Pater sem kann sér hóf. Útgangspunkturinn er málamiðlun, umburðarlyndi og tillitssemi. Alltaf má búast við einhverjum ópum, skrækjum og fyrirgangi frá íbúðum. Venjulegt grannakynlíf verða aðrir eigendur að umlíða þrátt fyrir stöku stunu og eitt og eitt andvarp. Sæng og koddi dempa hljóð. Fólki ber eftir föngum að gera ráðstafanir til að draga úr hljóð- um sínum og tempra þau eftir föngum. Mörg góð húsráð eru til enda vandamálið ekki nýtt af nálinni. Hefur t.d sængurhorn og koddi í gegnum tíðina reynst vel í að drepa hljóð og varnað mörgu kynlegu hljóði frá að magnast um allt hús. Svo eru það perrar og hálfperrar sem aldrei fá nóg af lífi annarra og verða eins og Eyrnastór á hleri og sterum þegar von er á kynlegum hávaða og hamagangi í húsinu. Óp og stunumálið í Kópavogi Safaríkasta málið af þessum toga er „Óp- og stunumál“ í Kópavogi sem upp kom fyrir rúmum áratug og olli því að þjóðin stóð á öndinni yfir lýs- ingum fólks á miklum, tíðum og háværum rekkjulátum nágranna. Ástarleikirnir voru 3 á dag og stóðu þrjá tíma og á þessu hafði gengið í 7 mánuði áður en sam- býlisfólkið bugaðist og sagði: „Ekki meir! Ekki meir!“ Óhljóð- in voru ómennsk, Sambland af útburðarvæli, barnsgráti, span- góli hunds, jarmi kinda og Tars- an-hljóðum sem Johnny Weis- muller gaf frá sér á elliheimilinu og var víst tryllt siguróp karlapa. Kópavogur á kortið Fram að því vissu fæstir að Kópavogur væri til og bærinn þótti ljótur, rykugur og lítið spennandi. Menn villtust þangað en enginn kom þangað af fúsum og frjálsum vilja. Frægt var þegar dívan Guðrún heitin Sím- onardóttir sagði í sjónvarpi með fyrirlitningarsvip, sem hefur enn ekki verið toppaður, að hún væri flutt í Kópavoginn. „Of all plei- ses“. En þetta mál kom Kópavogi á kortið og síðan hefur verið þar rífandi uppgangur og velmegun. Eftir þetta hefur verið gott að búa í Kópavogi. Kynlífskvóti Uppi voru pælingar um að heimfæra kvótakerfið á þetta vandamál. Sem sagt úthluta hverri íbúð ákveðnum, þing- lýstum kynlífskvóta sem menn gætu braskað með á skemmti- stöðum. Að vísu er hætt við því að kvótalausar íbúðir verði verðlitlar. Aðrar íbúðir yrðu með margföldum kvóta og því mjög verðmætar. Því má svo ljúga að lýðnum að kynlífs- auðlindin sé sameign þjóð- arinnar. Kynlífsgreifar yrðu vita- skuld til. Þeir ættu kynlífskvóta heilla byggðarlaga. Kvótaleys- ingjar gætu leigt kvóta og barist í bökkum. Miða mætti við veiðireynslu og aflamark eða sóknardaga. Hvers kyns dorg og skak væri venjuhelgað. Tegundir utan kvóta yrðu til. Sömuleiðis Krókaleyfi. Skrapdagar og Brottkast sem skv. hlutarins eðli yrði mest á laug- ardags- og sunnudagsmorgnum. Menn myndu vitaskuld reyna að svindla, landa framhjá vigt og svissa á milli tegunda. 24stundir/ÞÖK Kynlífið kom Kópavogi á kortið Eigendum fjöleignarhúsa er skylt að haga hagnýt- ingu sinni og umgengni þannig að aðrir í húsinu verði ekki fyrir meiri ama, ónæði og óþægindum en óhjákvæmilegt er og venjulegt í sambæri- legum húsum. Smáralindin Hönnun versl- unarmiðstöðvarinnar í Kópavogi vakti mikla athygli á sínum tíma. Sigurður Helgi Guðjónsson, formaður Húseig- endafélagsins skrifar HÚSHORNIÐ Hljóð sem segja sex

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.