24 stundir - 20.05.2008, Page 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 20. MAÍ 2008 24stundir
Starinn er mjög duglegur fugl í
kringum varptímann og kemst inn
um 2,5 – 3.0 cm göt og glufur á
ótrúlegan hátt. Helstu varpstaðir
eru undir þakskeggjum, í ófrá-
gengnum húsum og sum-
arbústöðum, í námunda við mat-
vælafyrirtæki, verslanir og
ruslagáma. Hann er alæta og vin-
sælustu matstaðir hans eru þar sem
sorp og rusl er urðað og staðir þar
sem matur fellur til eins og fóð-
urstöðvar, hafnarsvæði, matvæla-
fyrirtæki og þar sem fólk kastar frá
sér rusli á göturnar.
Talið er að fuglinn beri með sér
kamfýlóbakter, salmonellu, E-Coli
og fleiri bakteríur sökum þess hvað
hann kemur víða. Fjöldi stara hefur
vetursetu hér á landi og er hann því
orðinn staðfugl að hluta.
Fuglaflóin
Ef fólk kemst að því að stari sé
búinn að koma sér upp hreiðri og
verpa í húsakynnum þess er best að
bíða þar til ungarnir eru farnir úr
hreiðrinu en eitra þá strax fyrir
flónni og loka aðgangi fyrir fuglinn
inn í húsið. Ef hreiður er lokað af
og ekki eitrað í það má búast við að
fuglaflóin fari af stað í leit að fórn-
arlambi. Það getur gerst næsta vor
eða jafnvel eftir tvö ár.
Sumir hafa ofnæmi fyrir stung-
um fuglaflóarinnar og fá ígerð í
stungusárin. Ef fólk er stungið inni
á heimilum þarf að úða til að drepa
flóna.
Maðurinn er ekki hýsill fyrir
fuglaflóna
Fólk með gæludýr, s.s. hunda og
ketti, ætti að fá sér flóarólar á dýrin
og skoða hvort flær séu á dýrunum.
Ef fuglafló finnst í búrum fugla ætti
að fara með þá til skoðunar hjá
dýralækni. Hundar og kettir geta
borið fuglaflær í hús, t.d. úr garð-
inum.
Flóin nærist á blóði og stekkur á
milli fórnarlamba hvort heldur það
eru dýr eða menn. Þó er það
merkilegt að hún gerir mannamun
og stingur suma og aðra ekki innan
sömu fjölskyldu.
Ég hef oft sagt við fólk sem er
stungið og er miður sín vegna þess:
Já, það er ekki amalegt að vera með
kóngablóð. Oft kemur þá lítið bros.
Úðunarferlið í heimahúsum
vegna eitrunar fyrir starafló:
Úða skal í hreiðurstæðið og á allt
þakskeggið, hringinn í kringum
húsið.
Inni í híbýlum þarf að strjúka
ryk í burtu frá öllum veggjum og
þurrka úr gluggum.
Breiða yfir fiskabúr. Setja leik-
föng lítilla barna í plastpoka og
binda fyrir.
Eftir að búið er að úða, er best
að taka af öllum rúmum, þvo
sængurver og lök og setja í hreins-
un það sem ekki má þvo.
Eftir að búið er að úða skal ekki
fara inn í húsið í 4 tíma. Ófrískar
konur, kornabörn, gæludýr og fólk
með asma og öndunarerfiðleika
eftir 7-8 tíma.
Búnaður.
Hægt er að fá margs konar tæki
til varnar staranum eins og glit-
borða, fuglaklístur og gadda sem
settir eru á hús og ljóskastara svo
að fuglinn geti ekki sest. Gaddarnir
eru langhentugasta varnartækið
fyrir fugla og svo fuglaklístrið.
Önnur tegund af stara er svo
kölluð „rósastari“ sem lifir á heitari
stöðum í Evrópu. Hann hefur oft
komið hingað en ekki sest að hér á
landi.
Starinn er alfriðaður fugl og ekki
er heimilt að drepa hann né steypa
undan honum ef hann er kominn
með egg eða unga í hreiður, sbr. lög
um dýravernd nr. 15/1994 og lög
um vernd, friðun og veiðar á villt-
um fugum og spendýrum nr. 64/
1994.
Varnaðarorð:
Þegar fólk þarf að fá til sín mein-
dýraeyði eða garðúðara þá skal allt-
af óska eftir að fá að sjá starfs-
skírteini útgefið af
Umhverfisstofnun og eiturefnaleyfi
gefið út af lögreglustjóra/sýslu-
manni og það mikilvægasta er að
viðkomandi hafi starfsleyfi frá við-
komandi sveitarfélagi. Athugaðu
hvort öll skírteini séu í gildi.
Félagar í Félagi meindýraeyða
eru með öll réttindi í lagi.
Fáðu alltaf nótu vegna við-
skiptanna.
Réttindi meindýraeyða og gað-
úðara frá erlendum ríkjum og fé-
lagasamtökum gilda ekki á Íslandi.
Lesendum 24 stunda er velkom-
ið að að senda fyrirspurn á net-
fangið: gudmunduroli@simnet.is
Heimildir: Upplýsingar og fróð-
leikur um meindýr og varnir 2004
24stundir/Ómar
Upplýsingar og fróðleikur um meindýr og varnir
Hæð: 12-15 cm, fullvaxinn fugl.
Lengd: 21 cm, fullvaxinn fugl.
Þyngd: 58 – 118 gr, fullvaxinn
fugl.
Hljóð: Hermir eftir nær öllum
hljóðum, hefur ekkert sérstakt
hljóð sjálfur. (Blísturshljóð).
Eggjafjöldi: 4-6 egg.
Ætt: Staraætt.
Sníkjudýr: Starinn ber með sér
fuglafló sem nærist á blóði.
Vængjahaf: 30-40 cm.
Líftími: 5-7 ár.
Varptími: Apríl-júlí
Ungar í hreiðri: 10- 15 dagar.
Fæða: Allt matarkyns sem til
fellur.
Litur eggja: Fölblá, hvít, græn-
hvít.
Stærð eggja: 3x3/3x4 cm.
Útungun: 11-13 dagar.
UPPLÝSINGAR UM STARATalið er að stari hafi fyrst
orpið á Hornafirði árið
1940. Tveir stofnar voru á
landinu í nokkurn tíma
upp frá 1960, einn á
Hornafirði og annar í
Reykjavík. Stofninn á
Hornafirði var lítill, 20-25
pör, og hefur nær horfið
þaðan. Upp úr 1970 tók
fuglinn að dreifa sér frá
Reykjavík til Suðurnesja,
Suður- og Vesturlands og
hefur verið að færa sig
vestur og norður og verð-
ur sennilega farinn að
sjást reglulega á Austur-
landi á næstu árum.
Varast þarf Ef hreiður er
lokað af og ekki eitrað í
það má búast við að
fuglaflóin fari að stað í leit
að fórnarlambi.
Saga starans á Íslandi
Guðmundur Óli
Scheving
skrifar
MEINDÝR OG VARNIR
Í upplýsingum frá Bruna-
málastofnun ríkisins segir að eld-
stæði og reykháfar verði að upp-
fylla þær reglur og staðla sem í
gildi eru á hverjum tíma. Hægt
verði að kynda búnaðinn á örugg-
an og hagkvæman hátt og að notk-
un hans, hreinsun og viðhald hafi
ekki í för með sér eldhættu,
sprengihættu, eitrunarhættu,
óþægindi af völdum reyks eða
önnur heilsuspillandi áhrif.
Uppfylli staðla
og reglur
Það eru ekki allar byggingar ein-
göngu úr timbri, múrsteinum eða
steypu. Í Legolandi er fjöldi bygg-
inga úr Legokubbum og skemmti-
legt fyrir jafnt unga sem aldna að
heimsækja skemmtigarðinn sem
staðsettur er á Jótlandi. Hér hefur
Taj Mahal verið byggt úr Lego-
kubbum og tekist vel til enda hefur
verkið sjálfsagt tekið nokkuð lang-
an tíma. Ýmsar frægar byggingar
sem þessar má finna í Legolandi.
Taj Mahal úr
Legokubbum
Fyrsta janúar á næsta ári er
áætlað að þessi glæsti útsýn-
ispallur í Miklagljúfri verði opn-
aður almenningi. Eins og sjá má
skagar pallurinn fram í mitt
gljúfrið og gestir horfa niður um
1200 metra ofan í Colorado-ána.
Bókstafstrúarmenn í Banda-
ríkjunum staðhæfa að gljúfrið sé
tiltölulega ungt og hafi orðið til
í „stórkostlegum hamförum“ og
vísa í „Nóaflóðið“ sem fjallað er
um í sjöunda kafla Mósebókar.
Sjónarmið sín hafa þeir sett
fram á grundvelli Biblíunnar,
m.a. í riti um Miklagljúfur,
Grand Canyon: A Different
View. Bókin er til sölu í þjóð-
garðinum og flokkuð undir vís-
indi!
Flottur útsýnispallur í þjóðgarði
Horft ofan í Miklagljúfur