24 stundir - 20.05.2008, Side 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 20. MAÍ 2008 24stundir
Danfoss tengigrindur
Fyrir neysluvatns-, ofnhita-, gólfhita-
og snjóbræðslukerfi og fl.
Sérhannaðar fyrir íslenskar aðstæður
Áratuga reynsla stjórnbúnaðar
við íslenskar hitaveituaðstæður
Við erum leiðandi í hönnun og framleiðslu á
stjórnbúnaði og tengigrindum fyrir hitakerfi
Skútuvogi 6 104 Reykjavík
Sími 510 4100 • www.danfoss.is
Danfoss hf
Danfoss stjórnbúnaður fyrir hitakerfi fæst í öllum helstu lagnaverslunum landsins
Eftir Maríu Ólafsdóttur
maria@24stundir.is
„Furan hefur reynst vel og krefst
ekki jafn mikils viðhalds og margir
halda. Það er misskilningur hjá
mörgum að harðviðurinn sé við-
haldsfrírri því það þarf ekkert
minna að bera á hann og jafnvel
meira því hann drekkur ekki vörn-
ina eins vel í sig. Þegar við hefjum
verk kemur fyrir að viðskiptavin-
urinn sé tilbúinn með teikningar af
því sem hann vill og fái þá tilboð í
teikninguna. Oftast er það þó
þannig að fólk hefur ákveðnar
hugmyndir í huga sem við reynum
að útfæra eftir því sem hentar
garðinum best,“ segir Guðjón
Rúnarsson, húsasmíðameistari og
eigandi Sólpalla ehf.
Flétturnar dottnar úr tísku
Guðjón segir að stílhreint útlit
sé vinsælast í dag og minna sé um
skraut eins og kubba og fléttur sem
tíðkuðust fyrir nokkrum árum. Þá
hafi ker og Holtasteinar einnig ver-
ið á undanhaldi síðastliðin ár sem
sé að hluta til komið til af því að
steinarnir séu friðaðir og því æ erf-
iðara að nálgast þá.
Pláss fyrir einn stól
„Minnsti pallurinn sem ég hef
smíðað var 5 fm og rúmaði einn
stól en þjónaði tilgangi sínum
þrátt fyrir smæðina. Mjög algengt
er að fólk vilji girða sig af og vera í
friði og láti því skjólvegginn ná í
kringum húsið sitt. Þar sem sum-
arið á Íslandi er stutt skýrir það
líklega vinsældir sólpallanna því
fólk vill njóta sumarsins í garð-
inum sínum. Einnig stækkar sól-
pallurinn nýtilegt rými og eykur
um leið lífsgæði fólks. Mitt í þessu
krepputali er líka athyglisvert að
það hefur aldrei verið jafn mikið
að gera í sólpallasmíðinni en hugs-
anleg ástæða þess gæti verið sú að
fólk vill frekar gera notalegt heima
við og njóta þess frekar en að
kaupa hjólhýsi eða fara til út-
landa,“ segir Guðjón.
Íslendingar vilja njóta sumarsins í garðinum sínum
Aldrei jafn mikið að gera í sólpallasmíði
➤ Ekki er óalgengt að það kostifrá um hálfri milljón og upp
úr að smíða pall.
➤ Of þéttir veggir hleypa yfirsig frekar en í gegn og geta
þannig myndað meiri vind.
➤ Stílhreint útlit er vinsælast ídag og minna um skraut eins
og kubba og fléttur sem tíðk-
uðust fyrir nokkrum árum.
SÓLPALLURINN
Sólpallasmíði er nú kom-
in á fullt um allt land en
ef vel viðrar er í raun
hægt að smíða pall hve-
nær ársins sem er. Furan
er langvinsælasta bygg-
ingarefnið þó að einn og
einn velji sér harðvið, t.d.
Síberíulerki eða mahóní.
Stílhreint útlit Vinsælast í
pallasmíði í dag.
Sólpallar eru mismun-
andi Stærðir og gerðir.
Fallega útfært
Sturta og pottur.
Útfærslurnar Eru ýmsar.