24 stundir - 20.05.2008, Page 29
24stundir ÞRIÐJUDAGUR 20. MAÍ 2008 29
Raunveruleikaþættir um fram-
kvæmdir í húsnæði hafa um nokk-
urt skeið verið mjög vinsælir í
Bretlandi. Meðal þeirra má nefna
Property Ladder sem sýndir eru á
Channel 4 en þáttastjórnandi er
Sarah Beeny. Í þáttunum er fylgst
með fólki gera upp hús og reyna
síðan að selja þau og vill oft mikið
ganga á. Svipaðir þættir hafa nú
einnig hafið göngu sína hér á landi
en nýlega lauk fyrstu þáttaröð af
sjónvarpsþættinum Hæðinni sem
sýndur var á Stöð 2. Þátturinn sló
rækilega í gegn og er spurning
hvort hér geti verið um að ræða
nýja söluleið fyrir fasteignasölur.
Mikill áhugi
„Þetta er mjög jákvæð og
skemmtileg auglýsing og í kjölfar
þess að við fjármögnuðum þáttinn
fundum við fyrir því að umferð
um heimasíðuna okkar jókst til
mikilla muna sem hefur örugglega
hjálpað okkur í sölu nú á afar erf-
iðum tíma,“ segir Albert Björn
Lúðvígsson, sölumaður hjá fast-
eignasölunni Húsakaup, sem hefur
í sölu eignirnar sem notaðar voru í
Hæðinni. Nýlega var haldið opið
hús í húsunum þremur og segir
Albert að á bilinu 400 til 500
manns hafi mætt til að skoða.
Verður að vera raunsær
„Margir hafa vissulega áhuga á
því að skoða húsin þar sem þeir
fylgdust með þáttunum og það
sem kom mér mest á óvart var
hvað mikið af ungum krökkum
hafði haft gaman af þættinum. Í
raun og veru snýst þetta síðan um
að það þurfa ekki nema þrír af
þessum fjölda að hafa áhuga á að
kaupa. Áhuginn er töluverður en
eins og markaðurinn er núna verð-
ur maður að vera raunsær, það
gerist ekkert 1, 2 og 10,“ segir Al-
bert.
maria@24stundir.is
Hæðin opnar nýja möguleika í fasteignasölu
Mikill áhugi á eignunum
Sigurvegarar Hæðarinnar Voru þeir Beggi og Pacas og hlutu þeir tvær milljónir
króna í verðlaunafé.
Þegar talað er um fjallakofa dettur
flestum í hug eitthvað á borð við
söguna af Heiðu og félögum eða
langar stundir við arineld eftir
langan skíðadag. Fjallakofar eru þó
ekki allir í snæviþöktum fjöllum og
hér sést einn sem stendur í sann-
arlega grænu umhverfi í Þýska-
landi. Þarna er hægt að æja og
þiggja veitingar sem reynist vel fyr-
ir þreytta og þyrsta ferðalanga á
faraldsfæti.
Fjallakofi í
grænni laut
Matargjafakörfur með
ýmiss konar góðgæti eru
ekki bara tilvaldar í af-
mælisgjafir. Þær geta
líka verið sniðugar sem
snemmbúnar innflutn-
ingsgjafir fyrir þá sem
standa á haus við að
koma heimilinu í lag áð-
ur en flutt er inn. Settu
gott kaffi í körfuna með
súkkulaði, osti og sultu
og jafnvel heimabakað
brauð og köku. Þetta
ætti að veita kærkomna
hvíld frá hefðubundn-
um samlokum og gosi.
Snemmbúin innflutningsgjöf
Venjan er að halda reisugilli þegar
lokið er við framkvæmdir eða
byggingu nýs húsnæðis. Þá gerir
fólk sér glaðan dag og lyftir glasi til
að fagna góðum árangri. Skemmti-
legur siður og síðan þarf auðvitað
að endurtaka leikinn og halda al-
mennilegt innflutningspartí þegar
flutt er inn. Þó skal hafa í hug að
oft er ekki allt frágengið og mik-
ilvægt að fara varlega, sérstaklega
ef börn eru með í gleðinni.
Skálað fyrir
góðum árangri
KYNNING
Fyrirtækið Áltak sérhæfir sig meðal
annars í utanhússklæðningum,
undirkerfum fyrir utanhússklæðn-
ingar, kerfisloftum, kerfisveggjum,
innihurðum, brunakerfum og
mörgu fleira. Magnús Ólafsson,
framkvæmdastjóri Áltaks, segir að
það sé mjög algengt að ál sé notað í
klæðningar. „Það er bæði fljót-
legra, auðveldara og ódýrara. Álið
hefur það fram yfir aðra málma að
það ryðgar ekki og tærist ekki. Auk
áls erum við með kopar og sink en
allir þessir málmar eiga það sam-
eiginlegt að þeir hafa líftíma í 50-
100 ár, ef allt er gert rétt, án nokk-
urs viðhalds. Lakkhúðin sem við
notum upplitast ekki og þolir sól-
ina sem skemmir allt með tím-
anum,“ segir Magnús og bætir við
að svo sé álið vitanlega létt. „Ál er
eini málmurinn sem mengar ekki
ef rignir á húsið og þá skila aðrir
málmar snefilefnum með sér í
jarðveginn en álið gerir það ekki.
Álið er 100% endurvinnanlegt. Ef
það er tekið af þá er hægt að setja
það allt í endurvinnslu sem er ekki
hægt með stálið eða annað slíkt.
Álið er því mjög umhverfisvænt.“
Magnús segir að Áltak sé með um
80-90 prósenta markaðshlutdeild.
„Við erum fyrst og fremst vinsælir
vegna gæða þeirrar vöru sem við
erum með og vegna þeirrar þjón-
ustu sem við veitum. Við keppum
ekki í verði þar sem við erum ekki
ódýrastir þegar fermetraverð er
skoðað. Hins vegar erum við ódýr-
astir þegar verkið er búið. Grindin
okkar og efni hefur meiri styrk en
annað, hlutur blikksmiðjunnar er
minni og þetta telur allt saman
þannig að þegar endanlegi vegg-
urinn er frágenginn er okkar efni
ódýrara.“
svanhvit@24stundir.is
Álklæðning „Ef álið er tekið af þá er hægt að setja það í endurvinnslu.“
Algengt er að ál sé notað í klæðningar utanhúss
Umhverfisvænt og
endurvinnanlegt ál
Verslunin Rúmgott · Smiðjuvegi 2 · Kópavogi · Sími 544 2121. Opið virka daga frá kl. 10-18 - laugardaga kl. 11-16 www.rumgott.is
Gel/ethanOl
aRineldStæði í
SumaRbúStaðinn
eða heimilið.
ReyKlauS OG
lyKtaRlauS
byltinG í SVefnlauSnum
tilbOðSdaGaR - VaxtalauS lán í 6 mánuði
55
ára
Húsgagnavinnustofa rH
Frí legugreining og
fagleg ráðgjöf um val
á heilsudýnum.
20-50%
afSláttuR