24 stundir


24 stundir - 20.05.2008, Qupperneq 31

24 stundir - 20.05.2008, Qupperneq 31
24stundir ÞRIÐJUDAGUR 20. MAÍ 2008 31 Hið alþjóðlega Hypno-leikhús frá Berlín býður upp á óvenjulega blöndu af tónlist, brúðuleik og sjónlist í sýningu Hjörleifs Jóns- sonar, Smaragðsdýpið mikla, sem sýnd verður í Íslensku óperunni í kvöld klukkan 20. Um er að ræða barnasýningu um ævintýri sjávar- skjaldböku og gríðarlega forvitnis- áráttu hennar. Fylgst er með ferða- lagi hennar um undirdjúpin með tónlist, brúðuleik og sjónlist. Áhorfendur ferðast með ungu indversku sjávarskjaldbökunni Purbayan Ranjan Biswas í leit hans að svarinu við spurningunni um hvað leynist á botni hafsins. Á leið sinni kynnist hann mörgum ein- kennilegum og áhugaverðum dýr- um og er honum fylgt eftir af tígr- ishákarlinum dularfulla, Sigurkarli Margleypi hinum þriðja. Eftir því sem kafað er dýpra verður hafið myrkara og verurnar yfirnáttúru- legri. Áhorfendur færast sífellt nær svarinu við spurningunni: Hvað leynist niðri í dýpstu og myrkustu afkimum Indlandshafsins? Viljum við virkilega vita svarið? Sýningin er samvinnuverkefni Listahátíðar í Reykjavík og Skóla- tónleika á Íslandi. Óvenjuleg blanda af tónlist, brúðuleik og sjónlist Smaragðsdýpið mikla Sæskjaldbakan Ferðast um undirjúpin. Sýningin Listamaðurinn í verk- inu – Magnús Kjartansson, stendur yfir í Listasafni Árnesinga í Hvera- gerði. Þessi sýning tekur á verkum sem Magnús vann á pappír milli 1982 og 1988. Aðeins fáein þessara verka hafa áður verið sýnd þótt nokkur hafi ratað í almennings- og einkasöfn. Í þeim má rekja tilraun- ir Magnúsar með ýmsar ljósprents- aðferðir sem gerðu honum kleift að þrykkja hluti, myndir og jafnvel eigin líkama beint á pappírinn. Í mörgum myndunum má síðan sjá hvernig Magnús hefur unnið með þær áfram, stundum með kemísk- um aðferðum en stundum með málningu. Verkin sýna hvernig endurtekin form, myndir og tákn verða að persónulegu myndrænu tungumáli og saman eru þau til vitnis um einstæða listræna rann- sókn Magnúsar sem ögraði ekki einasta viðurkenndum aðferðum heldur var líka afar nærgöngull í sjálfsskoðun sem fól í sér gagnrýnið endurmat á hlutverki listamanns- ins og erindi hans í listinni. Listamaðurinn í verkinu Eftir Hildi Eddu Einarsdóttur hilduredda@24stundir.is Um 60 ljósmyndir eftir fimm ára gamla listamenn prýða nú veggi forsals Borgarleikhússins í tilefni af Listahátíð í Reykjavík. Myndirnar voru teknar af leikskólabörnum í öllum sveitar- og bæjarfélögum á Íslandi frá desember 2005 til 2006. Það var Hálfdán Pedersen sem dreifði einnota myndavélum til barnanna með það að markmiði að gefa út ljósmyndabók. „Bókin er að vísu ekki komin út ennþá þar sem mig vantar ennþá útgefanda að henni. En aðstandendur Listahá- tíðar fréttu af þessu verkefni og buðu mér að sýna myndirnar í Borgarleikhúsinu og sýningin opn- aði síðasta föstudag og stendur til 6. júní,“ segir hann. Frjálsar hendur Börnin fengu algerlega frjálsar hendur varðandi val á myndefni og þegar upp var staðið hafði Hálfdán rúmlega 20.000 myndir til þess að velja úr. „Ég varð alls ekki fyrir vonbrigðum með myndirnar enda voru margar þeirra mjög góðar. Það sést mjög vel að börn hafa tek- ið myndirnar. Sjónarhornið er allt- af mjög saklaust og maður áttar sig strax á því að ljósmyndararnir fanga augnablikið hverju sinni og mynda það. Mörg barnanna lögðu sig virkilega fram og voru mjög meðvituð um myndefnið. Leik- föng, gæludýr, fjölskyldan og nátt- úran eru algeng sjón. Með þessum myndum finnst mér ég hafa öðlast góða innsýn inn í lífið og heimilin alls staðar á Íslandi.“ Óvenjuleg sýning í forsal Borgarleikhússins Einlægar ljósmyndir eftir börn Í forsal Borgarleikhússins má sjá um 60 ljósmyndir eftir leikskólabörn í öll- um sveitar- og bæj- arfélögum á landinu. Börnin fengu einnota myndavélar og frjálsar hendur um myndefnið. Að hjóla Þessi mynd er tekin í Reykjavík. Ein myndanna á sýningunni Þessi er tekin á Ísafirði. MENNING menning@24stundir.is a Sjónarhornið er alltaf mjög saklaust og mað- ur áttar sig strax á því að ljósmyndararnir fanga augnablikið hverju sinni og mynda það. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Munið Mastercard ferðaávísunina Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Costa del Sol 22. maí Stökktu til Verð frá kr. 39.990 Heimsferðir bjóða frábært tilboð á síðustu sætunum til Costa del Sol 22. maí. Þú bókar sæti og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. Gríptu tækifærið og njóttu vorsins á vinsælasta sumarleyfisstað Íslendinga. Verð kr. 39.990 Netverð á mann, m.v. 2-4 í herbergi / stúdíó / íbúð í 7 nætur, m.v. stökktu tilboð. Aukavika kr. 14.000 M bl 9 89 89 5 *** Allra síðustu sætin***

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.