24 stundir - 20.05.2008, Blaðsíða 32

24 stundir - 20.05.2008, Blaðsíða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 20. MAÍ 2008 24stundir Eftir Hauk Harðarson haukurh@24stundir.is „Ég er alltaf að fá þessa spurningu,“ segir Euan Patrick Wallace að- spurður af hverju Ísland hafi orðið fyrir valinu þegar hann ákvað að koma hingað til lands sem skipti- nemi. „Ég hafði heyrt mikið um Ís- land. Vinafólk foreldra minna hafði komið til Íslands og sagt mér hvað landið væri fallegt og fólkið indælt. Svo finnst mér tungumálið svalt, það er svo gamalt og fáir tala það.“ Euan er frá Louisiana-fylki í Bandaríkjunum og segir voðalega fátt sameiginlegt með landslaginu þar og hér. „Í Louisiana er flatlent, hér eru fjöll. Þar vaxa tré, á Íslandi eru engin tré. Þar er einnig rosalega heitt og ég vildi prófa eitthvað al- gerlega nýtt og því var Ísland til- valið,“ bætir Euan við. Helene Ja- dot kemur frá franska hluta Belgíu og segir meðal annars að áhugi hennar á norrænu sögunum hafi dregið hana til Íslands. „Ég elska norrænu sögurnar. Svo heilla vík- ingarnir og Ísland er mjög fallegt land,“ segir hún. Helene gengur í Kvennaskólann í Reykjavík auk þess sem hún spilar í lúðrasveitinni Svaninum. Taylor Theodore Sels- back kemur frá Minnesota-fylki í Bandaríkjunum og lætur því ekki íslenskt veðurfar mikið á sig fá. „Ég kom hingað til lands fyrir þremur árum með fjölskyldu minni. Mig langaði að fara á öðruvísi stað, flestir fara til Frakklands eða Spán- ar en ég valdi Ísland. Félagar mínir vissu ekkert um Ísland og voru frekar hissa þegar ég sagði þeim hvert ég væri að fara,“ segir Taylor. Krakkarnir eru öll 18 ára og halda aftur til síns heima í sumar. Þau eru núna að klára próf í skólunum sem þau hafa gengið í í vetur. Taylor hefur stundað nám í Menntaskól- anum við Sund, Euan í Mennta- skólanum við Hamrahlíð og Hel- ene í Kvennaskólanum. Meira frelsi á Íslandi „Fólk treystir manni miklu betur hér en í Bandaríkjunum, það er Skiptinemar tala reiprennandi íslensku og elska frelsið á Íslandi Komum pottþétt aftur til Íslands Euan, Taylor og Helene hafa dvalið hér á landi sem skiptinemar síðasta árið en þau koma frá Bandaríkjunum og Belg- íu. Bandarísku strákarnir tveir tala nær óaðfinn- anlega íslensku og Hel- ene tekur fullan þátt í samræðum, en franska er hennar móðurmál. Hress Krakkarnir kunna afar vel við sig á Íslandi. ➤ Euan Patrick Wallace og Tay-lor Theodore Selsback eru frá Bandaríkjunum en Helen Ja- dot er frá franska hluta Belg- íu. ➤ Þau eru skiptinemar á vegumAFS-samtakanna á Íslandi. SKIPINEMAR Á ÍSLANDI farið meira með mann eins og full- orðinn einstakling hér. Einhverjir höfðu sagt mér að það væri erfitt að tala við Íslendinga en það finnst mér alls ekki, maður byrjar bara að tala við þá og allir hafa verið mjög vinsamlegir við mig. Í skólanum býr maður við meira frelsi en skól- inn minn í Bandaríkjunum var mjög strangur,“ segir Taylor en það er greinilegt að krakkarnir eru með puttann á púlsinum á því sem er í gangi á Íslandi því um leið og Tay- lor minnist á meira frelsi byrjar Eu- an að raula samnefnt lag með ís- lensku hljómsveitinni Mercedes Club. Krakkarnir voru heppin og lentu öll hjá frábærum fjölskyldum að eigin sögn sem þau eru þakklát fyrir. Þau hvetja fleiri íslenskar fjöl- skyldur til að taka að sér skipti- nema enda ekki vanþörf á. Þau eru öll staðráðin í að koma aftur og stefna jafnvel á háskólanám hér á landi. „Ég vil ekki fara og verð að koma aftur, ég elska Ísland,“ segir Helene og strákarnir taka undir. LÍFSSTÍLLFERÐIR ferdir@24stundir.is a Svo heilla víkingarnir og Ísland er mjög fallegt land Sérfræðingar í saltfiski 466 1016 - Útvatnaður saltfiskur án beina til suðu - Sérútv. saltfiskur án beina til steikingar - Ýsa, þorskur, gellur, kinnfiskur, rækjur - Einnig fjölbreytt úrval tilbúinna rétta www.ektafiskur.is pöntunarsími: frumkvöðlafyrirtæki ársins  - viðurkenning frá matur úr héraði - localfood Skógarhlíð 18 · 105 Reykjavík Sími: 591 9000 · www.terranova.is Akureyri sími: 461 1099 Súpersól til Búlgaríu 26. maí frá kr. 39.990 Kr. 39.990 Netverð á mann, m.v 2-4 í hótelherbergi / íbúð í viku. Súpersól tilboð, 26.maí. Aukavika ekki í boði. Birt með fyrirvara um prentvillur. Terra Nova áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Aðeins örfá sæti í boði! Golden Sands í Búlgaríu hefur sannarlega slegið í gegn hjá Íslendingum. Terra Nova býður nú síðustu sætin í maí á ótrúlegum kjörum. Gríptu tækifærið og skelltu þér til þessa vinsæla sumarleyfisstaðar sem býður þín með frábæra strönd, einstakt loftslag, ótæmandi afþreyingarmöguleika, fjölbreytta veitingastaði og fjörugt næturlíf. Þú bókar sæti og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir.

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.