24 stundir - 05.06.2008, Side 2
2 FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ 2008 24stundir
ostur.is
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
Grill og
ostur
– ljúffengur
kostur!
VÍÐA UM HEIM
Algarve 23
Amsterdam 20
Alicante 22
Barcelona 23
Berlín 27
Las Palmas 23
Dublin 12
Frankfurt 19
Glasgow 18
Brussel 16
Hamborg 23
Helsinki 20
Kaupmannahöfn 21
London 20
Madrid 26
Mílanó 19
Montreal 14
Lúxemborg 17
New York 17
Nuuk 8
Orlando 24
Osló 26
Genf 16
París 17
Mallorca 22
Stokkhólmur 23
Þórshöfn 12
Suðaustan 5-10 m/s. Skýjað með köflum
sunnan- og vestantil og stöku skúrir, en yf-
irleitt léttskýjað norðaustantil og víða þoku-
bakkar við austurströndina. Hiti 8 til 18 stig,
hlýjast norðantil.
VEÐRIÐ Í DAG
9
10
11
10 9
Skýjað með köflum
Suðaustan 8-13 m/s og rigning með köflum
um sunnan- og vestanvert landið, en annars
hægari og úrkomulítið. Hiti 9 til 17 stig, hlýj-
ast norðanlands.
VEÐRIÐ Á MORGUN
8
10
12
11 8
Rigning með köflum
„Við sendum spítalanum orð í
gær sem varð til þess að þeir sendu
sérfræðinga degi fyrr en áætlað
hafði verið … á því var mjög brýn
þörf,“ segir Bryndís Friðgeirsdóttir,
fulltrúi Rauða Krossins sem dvelur
í jarðskjálftamiðstöðinni á Selfossi.
Hún segir dæmi um að fólk sé í
slæmu ástandi eftir skjálftana og
nokkrum hafi verið ráðlagt að
leggjast inn á geðdeild. „Viðbrögð
sumra eru mjög alvarleg.“
Áfallateymi frá Landspítalanum,
djákni, sálfræðingur og geðhjúkr-
unarfræðingur fóru austur í gær.
Talið er að á annað hundrað manns
hafi leitað aðstoðar á Selfossi og
álíka margir í Hveragerði. Bryndís
segir viðtöl benda til þess að eft-
irskjálftar og skortur á upplýsing-
um hafi farið verst með fólk. Síma-
sambandsleysi strax eftir skjálftann
sé nefnt í flestum viðtölum.
beva@24stundir.is
Þeir verst stöddu þurfa að fara á geðdeild
Landspítali mættur
Eftirskjálftar Stjórnlausar aðstæður
fara illa með fólk.
að fara með snáðann heim fóru
foreldrarnir, Jóhanna og Þorsteinn
Newton, með hann nokkurra daga
gamlan til Boston. „Ósæðarlokan
var of þröng og hún var víkkuð út á
sjúkrahúsinu í Boston. Við fórum
svo aftur með Daníel til Boston í
sama tilgangi þegar hann var 3
mánaða,“ greinir Jóhanna frá.
Hún segir örvef hafa verið farinn
að vaxa fyrir innan ósæðarlokuna
sem aðgerð var gerð á þann 22. maí
síðastliðinn. „Lokan var snyrt til.
Það var orðið erfiðara fyrir hana að
vinna.“
Mikil breyting eftir aðgerðina
Að sögn Jóhönnu þurfti sá stutti
iðulega að setjast niður til að hvíla
sig. „Hann skoðaði þá bækur eða
fór í tölvuleiki. Við sjáum hins veg-
ar mikla breytingu á honum eftir
aðgerðina. Hann er ekki jafn-
þreyttur á kvöldin og áður. Það er
ekki að sjá að hann hafi verið í
mikilli aðgerð. Ég bjóst ekki við að
þurfa að stíga á bremsuna strax.
Það verður maður hins vegar að
Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur
ingibjorg@24stundir.is
Hólmvíkingar fagna sumrinu
meira í ár en venjulega. Einn af
yngstu bæjarbúunum, Daníel Freyr
Newton, er nefnilega farinn að
leika sér úti í blíðunni, aðeins
nokkrum dögum eftir mikla
hjartaaðgerð í Boston í Bandaríkj-
unum.
„Hann var ekki sérstaklega mik-
ið fyrir útileiki áður þar sem hann
þreyttist fljótt vegna hjartagallans
sem hann fæddist með. Við kom-
um heim frá Boston 29. maí og
daginn eftir var hann kominn út að
leika sér. Ég hefði haldið að hann
myndi taka það rólega en nú þarf í
rauninni að hemja hann,“ segir Jó-
hanna Guðbrandsdóttir, móðir
Daníels litla.
Til Boston af fæðingardeild
Hjartagallinn uppgötvaðist þeg-
ar Daníel, sem er 6 ára, var í loka-
skoðun fyrir heimferð frá fæðing-
ardeild Landspítalans. Í stað þess
gera vegna þess að brjóstbeinið er
ekki enn gróið og hann má ekki
verða fyrir hnjaski á meðan svo er.
Þess vegna verðum við að vera með
honum þegar hann er úti að leika
sér.“
Þakklát fyrir stuðninginn
Jóhanna segir bæjarbúa sam-
fagna fjölskyldunni innilega. „Við
höfum fengið bæði fjárhagslegan
og andlegan stuðning frá þeim
vegna ferða okkar til Boston. Það
er mjög gott að finna fyrir þessari
samkennd.“
Og bróðir Daníels, Róbert Máni,
sem er 5 ára, er auðvitað feginn að
fá stóra bróður með sér í útileiki.
Fór strax
út að
leika sér
Daníel Freyr, 6 ára Hólmvíkingur, er ný-
kominn heim eftir hjartaaðgerð í Boston
➤ Árið 2006 samþykkti Trygg-ingastofnun ríkisins greiðslur
vegna aðgerða erlendis á 42
börnum og 104 fullorðnum.
➤ Samþykkt var að greiðakomu lækna til landsins
vegna 30 sjúklinga.
➤ Greiddur kostnaður 2006vegna ferðanna var tæpar
616 milljónir króna.
AÐGERÐIR ERLENDIS
Að lokinni aðgerð Fresta
þurfti aðgerð á Daníel þrisvar
sinnum vegna veikinda hans.
Leiðrétt
Ritstjórn 24 stunda vill leiðrétta hvaðeina,
sem kann að vera missagt í blaðinu.
Leiðréttingar birtast að jafnaði á síðu 2.
Fyrirhuguð er
lokun þriggja
Nóatúnsverslana.
Verslun Nóatúns
í Hverafold í
Grafarvogi lokar
eftir helgi, versl-
unin í Smáralind
um miðjan júní
og verslun Nóatúns í Furugrund í
Kópavogi lokar í byrjun júlí.
Bjarni Friðrik Jóhannesson,
rekstrarstjóri Nóatúns, segir
þessar verslanir ekki vera hluta af
framtíðarstefnumótun fyrirtæk-
isins. Fram undan sé að styrkja
þær átta verslanir sem áfram
verða opnar, en síðar verði fleiri
búðir opnaðar. Ekki sé hægt að
segja til um hvar þær verða stað-
settar að svo stöddu. hos
Nóatún lokar
verslunum
Óvíst er hvenær og hvort allir
flokksformenn hittast til að end-
urskoða eftirlaunalögin. Samfylk-
ing segir á heimasíðu að formað-
ur VG hafi lofað að taka þátt í því
starfi, en þingflokkurinn bannað
honum það. Steingrímur J. Sig-
fússon segir Samfylkingu ljúga,
þingflokkurinn hafi aldrei rætt
málið og ekki tekið það upp á
fundi í gær. „Enda virðist lítið
liggja á og formenn stjórn-
arflokkanna fjarri, helst í útlönd-
um, “ segir Steingrímur. bee
100% lygi, segir
formaður VG
Hvítabjörninn sem skotinn var í
Skagafirði í fyrradag verður stopp-
aður upp og að líkindum verður
hann staðsettur í Skagafjarðarsýslu
í framtíðinni. Þetta segir Jón
Gunnar Ottósson, forstjóri Nátt-
úrufræðistofnunar Íslands. Þegar
hefur verið gert að birninum og er
skrokkurinn kominn í frysti. „Við
munum taka sýni úr kjöti og lifur
dýrsins og síðan verður kannað
hvort í honum hafi verið sníkjudýr.
Við munum einnig kanna innihald
maga bjarnarins með það í huga að
reyna að leggja mat á hversu lengi
hann hefur verið hér á landi.“
Jón Gunnar segir að koma
bjarnarins nú hljóti að verða til
þess að gerð verði aðgerðaáætlun
um viðbrögð við komu hvítabjarna
í framtíðinni. „Það þarf auðvitað
að vera til áætlun um viðbrögð,
sama hver þau eru.“
freyr@24stundir.is
Hvítabjörninn verður stoppaður upp
Ísbjörninn frystur
Reglur um garðhirðu hafa ver-
ið hertar í bænum Canton í
Ohio-fylki þetta sumarið.
Garðeigendur sem trassa að
slá grasið sitt þurfa nú að
greiða 20.000 krónur í sekt.
Ef trassaskapurinn er sér-
staklega slæmur bíður slugs-
aranna allt að 30 daga fangels-
isvist. aij
Snyrtipinnar setja lög
Slátt eða stein
SKONDIÐ
STUTT
● Óhapp Lítilli einkaflugvél
hlekktist á á Patreksfjarð-
arflugvelli á sjöunda tímanum í
gærkvöld. Tveir voru um borð
og sakaði þá ekki, samkvæmt
upplýsingum lögreglunnar.
● Hvalir Steypireyðar sáust á
Skjálfandaflóa í gær. Áhöfinin
á bátnum Bjössa Sör sá að
minnsta kosti fimm steypi-
reyðar í flóanum. mbl.is
● Leiðrétt Plata Bang Gang
fékk fimm stjörnur en ekki
fjórar af sex í franska tónlistar-
blaðinu Magic.
● Leiðrétt Nafn Önnu Maríu
Jónsdóttur geðlæknis misrit-
aðist í frétt hér í blaðinu í gær.