24 stundir - 05.06.2008, Side 4
VIKUTILBOÐ
OPIÐ ÖLL
FIMMTUDAGSKVÖLD
TIL KL. 21:00
Í SUMAR
VÍKURHVARF 6
SÍMI 557 7720
WWW.VIKURVERK.IS
85W SÓLARSELLA
7. JÚNÍ 2008
SJÓVÁ KVENNAHLAUP ÍSÍ
TAKTU ÞÁTT!
4 FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ 2008 24stundir
Tugir vina íslensku geitarinnar
hafa tekið þátt í undirskriftasöfnun
á netinu þar sem óskað er eftir því
að stjórnvöld veiti fé til byggingar
Geitaseturs á Háafelli í Borgarnesi
til að „koma íslensku geitinni í
öruggt fylgsni“ eins og segir í áskor-
uninni. Að söfnuninni, sem er á
slóðinni www.blog.central.is/geitin,
standa vinir Jóhönnu B. Þorvalds-
dóttur, geitabónda á Háafelli í Borg-
arnesi, en hún er með um þriðjung
íslenska geitastofnsins á sínum bæ
og þarf fjárstuðning til þess að ljúka
uppbyggingu Geitaseturs á bænum.
Hafa Bændasamtökin og Jóhanna
nú þegar unnið drög að setrinu í
sameiningu og er áætlað að stofnun
setursins kosti 50 milljónir. Málið er
til umfjöllunar í landbúnaðarráðu-
neytinu. þkþ
Undirskriftum safnað í þágu geitarinnar
Tugir undirskrifta
vegna Geitaseturs
STUTT
● Afsögn Gunnar Helgason,
formaður skipulags- og bygg-
ingarnefndar sveitarfélagsins
Voga, hefur sagt af sér vegna
persónulegra ástæðna. Segir
hann ákvörðun sína ekki
tengda ítrekuðum afsagn-
arkröfum H-listans, sam-
starfsflokksins í bæjarstjórn
sem krafist hefur afsagnar
vegna framkvæmda á lóð þar
sem eignarhald var óljóst.
● Unga fólkið upplýst Ungir
jafnaðarmenn á Akranesi og
Þór, félag ungra sjálfstæð-
ismanna, halda í kvöld
fræðslusamkomu um flótta-
menn. Bæði félög hafa lýst
yfir stuðningi við þá ákvörð-
un að taka á móti flótta-
mönnum. Fundurinn verður
í félagsmiðstöðinni Þorpinu
nesi og hefst klukkan 20. þkþ
Hafrannsóknastofnun
hefur birt veiðiráðgjöf
sína fyrir komandi fisk-
veiðiár. Stofnunin leggur
til að þorskkvótinn verði
skorinn niður um sex
þúsund tonn frá þessu ári
og kvótinn verði 124 þús-
und tonn. Hins vegar
ákvað ríkisstjórnin í fyrra
að kvótinn yrði ekki undir
130 þúsund tonnum.
Hafrannsóknastofnun
leggur jafnframt til að dregið verði úr sókn í ýsustofninn og að 83 þús-
und tonn verði veidd í stað 95 þúsund tonna á yfirstandandi fisk-
veiðiári. Aflamark á ufsa verður ákvarðað 50 þúsund tonn ef farið
verður að ráðgjöf stofnunarinnar í stað 60 þúsund tonna nú. Einar
Kristinn Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra segir það vonbrigði að
viðmiðunarstofn þorsks sé ekki metinn stærri í skýrslu stofnunar-
innar. Það komi þó ekki mjög á óvart. Einar sagði að ekki væri búið að
fara yfir ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar í öðrum stofnum og því væri
ekki tímabært að tjá sig um þá stofna. mbl.is
Hafró vill minni þorskveiði
Neytendasamtökin eru frjáls félagasamtök: stofnuð árið 1953. Þau
verja hag félagsmanna og berjast fyrir hagsmunum neytenda.
Sjá www.ns.is - netfang:ns@ns.is
Gerð var könnun á gististöðum innan Ferðaþjónustu
bænda. Könnunin nær yfir flokk 2 sem er gisting fyrir
tvo í herbergi án salernis en með vaski. Í öll skiptin er
morgunmatur innifalinn. Athugið að ekki er tekið til-
lit til gæða, þjónustu eða dægradvalar.
Alls ekki er um tæmandi úrtak að ræða.
Ekki er heimilt að vitna í könnunina í auglýsingum.
Bændagistingin misdýr
Kristín H.
Einarsdóttir
NEYTENDAVAKTIN
Bændagisting fyrir tvo, herbergi án salernis en með vaski
Gististaður Verð Verðmunur
Stóra-Mörk, V-Eyjafjöllum 4.500
Kirkjuból í Bjarnadal, 425 Flateyri 8.300 84,4 %
Eyjólfsstaðir á Völlum 9.500 111,1 %
Engimýri í Öxnadal 9.800 117,8 %
Hólar í Hjaltadal 9.900 120,0 %
Hunkubakkar á Síðu, 880 Kirkjub. 9.950 121,1 %
Skálafell í Suðursveit, 781 Höfn 10.000 122,2 %
Eftir Þórð Snæ Júlíusson
thordur@24stundir.is
Tillögur um aðgerðir í miðborg
Reykjavíkur sem átti að leggja
fyrir borgarráð fyrir apríllok eru
enn ekki tilbúnar. Tillögurnar
voru hluti af skýrslu starfshópsins
„Reykjavík, betri miðborg“ sem
skilað var til borgarstjóra 19. jan-
úar. Skýrslan var lögð fyrir borg-
arráð 3. apríl og við það tækifæri
var bókað að leggja ætti endur-
skoðaðar tillögur sérstaks að-
gerðahóps fyrir borgarráð fyrir
apríllok.
Á að skila tillögum úr til-
lögum
Í aðgerðahópnum sitja fjöl-
margir embættismenn borgarinn-
ar auk borgarstjórans og aðstoð-
armanns hans. Í erindisbréfi
hópsins er hlutverk hans sagt vera
að samræma og gera tillögur um
nauðsynlegar aðgerðir í miðborg-
inni og verkefni hans að setja þær
tillögur „í réttan farveg innan
borgarkerfisins“. Þegar tillögur
hópsins lægju fyrir átti þriggja
manna hópur sem í sitja borg-
arstjóri, Dagur B. Eggertsson og
Jórunn Frímannsdóttir að fara yf-
ir þær og leggja fyrir borgarráð.
Það hefur hins vegar ekki gerst.
Veit ekki hvað veldur töfum
Dagur segir erfitt að svara því
hvað valdi töfunum. „Því var
heitið að þetta yrði botnað fljótt
og vel en síðan dróst fram eftir
öllum apríl að boða fyrsta fund.
Svo voru haldnir tveir fundir í
maí en síðan hef ég ekkert heyrt
af þessu starfi eða hvað var gert
við þær ábendingar og tillögur
sem ég kom á framfæri inni á
þeim fundum.“
Dagur segir að hann muni
kalla eftir upplýsingum um hvað
valdi töfunum á borgarráðsfundi
í dag.
Skiptar skoðanir á veggjakroti
Jórunn segir vinnu að tillög-
unum vera á lokasprettinum.
„Það eru svo margir fletir sem
koma að þessu og við viljum vera
búin að hugsa þetta til enda
þannig að það sem við leggjum
fram verði allt framkvæmanlegt.“
Ein af þeim tillögum sem ekki
hefur náðst sátt um innan hóps-
ins snýst um hver stefna borg-
arinnar eigi að vera í aðgerðum
gegn veggjakroti. Jórunn segir
vissulega skiptar skoðanir um
stefnuna innan aðgerðahópsins.
„Inni á fundunum eru sumir sem
aðhyllast það að það eigi að leyfa
veggjakrot á ákveðna veggi.“
Ekki náðist í borgarstjóra við
vinnslu fréttarinnar en Ólöf
Guðný Valdimarsdóttir, aðstoðar-
maður hans, segir aðgerðahópinn
hafa fundað í gær og að reiknað
sé fastlega með því að tillögurnar
verði lagðar fyrir borgarráð í
næstu viku.
Áttu að liggja
fyrir í lok apríl
➤ Skýrslunni „Reykjavík, betrimiðborg“ var skilað 19 jan-
úar.
➤ Skipaður var aðgerðahópur3. apríl til að vinna tillögur úr
skýrslunni sem átti að skila
þeim af sér fyrir apríllok.
ÚRBÆTUR Í MIÐBORGINNI
Laugavegurinn Stefnt er
að því að leggja tillögurnar
fyrir borgarráð í næstu viku.
Minnihlutinn kallar eftir upplýsingum um ástæður tafanna
Vinnu að ljúka segir meirihlutinn Tekist á um veggjakrot