24 stundir - 05.06.2008, Qupperneq 6
6 FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ 2008 24stundir
Rauði þráðurinn
- Samfylkingin í beinni
Nánari upplýsingar á www.samfylking.is
Útvarp Saga fm 99,4 í dag
kl. 17-18.
Aðalgestur þáttarins:
Steinunn Valdís Óskarsdóttir
Alþingismaður og formaður
samgöngunefndar Alþingis
Hlustendur geta hringt inn fyrirspurnir í síma 588 1994
Umsjónarmenn:
Oddný Sturludóttir og Dofri Hermannsson
„Ég er hæfilega bjartsýn,“ segir
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, borg-
arfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og
formaður leikskólaráðs Reykjavík-
urborgar, um hvort hún telji að það
takist að fullmanna leikskóla borg-
arinnar á komandi vetri. „Það eru
alls konar langtímaáætlanir í gangi
og eru í eðlilegum farvegi og er
fylgt eftir,“ segir hún og bætir við:
„Ég hef lagt áherslu á að vanda val-
ið þegar loksins býðst fólk til þess
að tryggja að ráðið verði fólk sem
verði til lengri tíma.“ Hún segir að
nú þegar sé verið að meta hvernig
staðan verður í haust. „Við reynum
sjá þetta fyrr svo við höfum tíma til
að bregðast við.“
Sóley Tómasdóttir, fulltrúi
Vinstri grænna í leikskólaráði, hef-
ur áhyggjur og gagnrýnir að í að-
gerðaáætlun meirihlutans í leik-
skólamálum sé ekki minnst á
aðgerðir til að leysa manneklu-
vandann. elias@24stundir.is
Mannekla á leikskólunum í haust
Hæfilega bjartsýn
Ferðamenn leggja húsbílum inni í bæjum í vaxandi
mæli, í stað þess að nýta til þess tjaldstæðin, og á
Hólmavík leggja þeir nánast í bakgörðum íbúanna.
„Það er auðvitað voðalega hvimleitt að þeir leggi hér
um allan bæ,“ segir Ásdís Leifsdóttir, sveitarstjóri í
Strandabyggð. Telur hún ferðamennina vera með
þessu að spara sér gistigjaldið á tjaldsvæðinu en þjón-
ustuna nýti þeir samt sem áður.
Vandamál í bæjum víða um landið
„Það hefur borið á þessu í mörgum bæjum, ég hef
heyrt þetta frá fleiri sveitarfélögum vítt og breitt um
landið,“ segir Halldór Halldórsson, bæjarstjóri á Ísa-
firði. „Þetta er svolítið vont því við höfum lagt mikinn
kostnað í þessi tjaldstæði,“ segir hann.
Leyfilegt er að leggja húsbílum í öll stæði önnur en
einkabílastæði nema kveðið sé á um annað í þeirri lög-
reglusamþykkt sem í gildi er á hverjum stað. Vegna
þess hávaða og óþrifnaðar sem húsbílum getur fylgt
ætlar Kristín Völundardóttir, lögreglustjóri Vestfjarða-
umdæmis, að leggja til að ákvæði um að aðeins megi
leggja þeim á þar tilgerðum stæðum verði sett inn í
væntanlega sameiginlega lögreglusamþykkt á Vest-
fjörðum, sem hún vinnur að í sumar.
thorakristin@24stundir.is
Ferðamenn leggja húsbílum víða annars staðar en á tjaldstæðum
„Eru nánast í bakgörðunum“
Eftir Ásu Baldursdóttur
asab@24stundir.is
„Spilið var orðið eins og vinna en
ekki skemmtun. Ég fann að dag-
arnir voru upp og niður eftir því
hversu vel mér gekk í leikjunum í
það og það skiptið,“ segir piltur um
tvítugt í viðtali við 24 stundir en
hann vill ekki láta nafns síns getið.
„Þetta var orðin mikil fíkn, dag-
urinn snerist um það að vakna og
kveikja á tölvunni. En allt í einu
fékk ég bara nóg og hætti að spila
svona mikið, án aðstoðar,“ segir
hann.
Hann hefur oft tekið þátt í
tölvuleikjaspili þar sem hópur hitt-
ist og spilar saman. Mismunandi er
hversu margir hittast en það getur
farið upp í 10-15 manns að hans
sögn. Hann bætir við að hann hafi
oft haldið slíkar samkomur um
helgar.
Svefnlausar helgar
Hann segir að strákarnir sem
spila sofni stundum í stól eða reyni
að finna sér bedda eða sófa til að
leggja sig á.
„Þegar við tökum stórar helgar
þá er það oftast þegar einhver er
einn heima yfir helgina. Þá sofum
við stundum ekkert, mætum á
föstudagskvöldi og förum heim
seinnipart sunnudags. Það er
reyndar mannskemmandi, ég við-
urkenni það,“ segir hann.
Þreytta tímabilið
Strákunum finnst erfiðast að
vaka á laugardeginum eða á
„þreytta tímabilinu“ eins og hóp-
urinn kallar það. Þegar spilararnir
fara heim sofa þeir í svona 17-18
tíma áður en þeir mæta í skóla eða
vinnu á mánudagsmorgun.
„Við gerum þetta þegar það tek-
ur því ekki að fara heim að sofa, þá
er bara best að taka langa helgi,“
segir hann.
„Við erum oftast ekki í sama
leiknum nema í fimm til sex tíma í
einu en þá tökum við pásur eða
skiptum um leik. En það getur
samt dregist ef það er mikil stemn-
ing í hópnum.“ Í pásum fer hóp-
urinn síðan oft út til að ná sér í
skyndibita eða sælgæti.
Tölvuleikjamót
„Á mótum eru margir strákar
þjófhræddir og vaka bara allan
tímann eða sofa hjá tölvunum sín-
um,“ segir drengurinn en hann
hefur sjálfur stundað þau, m.a.
SKJÁLFTA-mót.
Annar piltur á sama aldri segir
að spilamennskan geti orðið mjög
öfgafull.
„Það er mikilvægt að vera vak-
andi fyrir því að þetta getur orðið
að mikilli fíkn sem getur haft mikil
áhrif á vinnu og skóla,“ segir hann.
ÞEKKIR ÞÚ TIL?
Hringdu í síma 510 3700 eða
sendu póst á frettir@24stundir.is
Svefnlausar helgar
í tölvuleikjaspili
Piltar um tvítugt segja sögu sína af gegndarlausu hópspili Leikjaspilið getur
orðið að mikilli fíkn Heilu helgarnar fara í að spila tölvuleiki án þess að sofa
Við tölvuna Tölvuleikjaspil
getur fljótt orðið að mikilli fíkn
➤ Spilarar koma með skjá,lyklaborð, fjöltengi og tölvu.
Þeir notast oftast við borð-
tölvur sem þeir koma með að
heiman.
➤ Einnig koma spilarar oft meðtölvumús, netsnúru og stýri-
kerfisdiska en sumir koma
einnig með hátalara og hljóð-
kerfi.
➤ Næsta tölvuleikjamót verður íEgilshöll 6.-8. júní þar sem
boðið er upp á gistingu.
TÖLVULEIKJASPIL
„Andlegt uppnám og deilur voru
undanfari fjögurra af 15 umferð-
arslysum í umferðinni árið 2007.
Aksturslag ökumanna í uppnámi
einkennist oft af skeytingarleysi og
hraðakstri sem getur lagt líf þeirra
og annarra í hættu,“ segir Ágúst
Mogensen, forstöðumaður Rann-
sóknarnefndar umferðarslysa.
Í þremur þessara tilfella kom
áfengi einnig við sögu. Ágúst segir
að slys af þessu tagi verði oftar að
sumarlagi þegar fólk fer út að
skemmta sér og ágreiningur kemur
upp.
Undirliggjandi ástæður
Þegar slys eru skoðuð með tilliti
til ástæðna þeirra segir Ágúst að
fólk eigi ekki að hika við að til-
kynna um ökumenn sem eru ekki í
ástandi til þess að setjast undir stýri
og þegar vinir og ættingjar verða
vitni að slíku. „Það þarf að ræða
þessi mál til að reyna að koma í veg
fyrir að ökumenn fari út í umferð-
ina sem ekki eru í andlegu eða lík-
amlegu ástandi til að keyra,“ segir
Ágúst.
Þjóðarátak
„Andlegt og líkamlegt jafnvægi í
umferðinni er lykilatriði, bæði fyrir
ökumenn, umferðina og aðstand-
endur alla,“ segir Ágúst.
Vátryggingafélag Íslands efnir til
þjóðarátaks gegn umferðarslysum í
sumar. Áherslan er einnig lögð á að
vekja athygli á hættunni sem fylgir
því þegar ökumenn setjast undir
stýri án þess að vera í andlegu jafn-
vægi. Yfirskrift átaksins er „Gefðu
þér tíma“ til að hvetja ökumenn til
þess að leggja ekki út í umferðina í
tímaþröng og stressi. Einnig ber að
athuga að símanotkun er vaxandi
áhættuþáttur í umferðinni.
asab@24stundir.is
Þjóðarátak gegn umferðarslysum
Andlegt uppnám orsök slysa
DÆMIGERÐ SPILAHELGI
Föstudagur
20:00
Hópurinn hittist oftast í for-
eldrahúsum þegar einhver er
einn heima. Fjöldi spilara getur
farið upp í 10-15 manns.
20:00-21:00
Tölvurnar, oftast borðtölvur,
tengdar saman. Tölvurnar
tengdar saman svo þær geti
samnýtt Internetið.
21:00-23:00
Spilatími, skipt í lið.
23:00-24:00
Hópurinn tekur pásu og borðar.
24:00-06:00/07:00
Spilatími. Spilarar vilja oftast
ekki hafa áfengi með í spilum.
Þá gætu þeir átt það á hættu að
skemma tölvubúnaðinn.
07:00
Spilarar fara að sofa. Á lengstu
helgunum sofa þeir ekki fyrr en
á sunnudeginum.
Laugardagur
15:00-17:00
Hópurinn týnist aftur á staðinn.
17:00-21:00
Spilatími.
21:00-22:00
Skyndibitatími
22:00-06:00-07:00
Spilatími. Mismunandi hvort
fólk fer heim eða fer að sofa á
staðnum (eða sleppi því alveg).
Sunnudagur
15:00-16:00
Ef spilarar hafa sofið eitthvað
um helgina koma þeir saman
snemma þennan dag til að spila
áður en foreldrar koma heim.
17:00
Ósofnir spilarar fara heim.