24 stundir - 05.06.2008, Page 12

24 stundir - 05.06.2008, Page 12
12 FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ 2008 24stundir www.tækni.is Fjölmenningarskólinn Fjölmenningarskólinn er hluti af Tækniskólanum, skóla atvinnulífsins. Tækniskólinn er nýr framsækinn framhaldsskóli, sem byggir á traustum grunni Fjöltækniskóla Íslands og Iðnskólans í Reykjavík. • Sérdeild. Er fyrir þá sem hafa stundað nám í sérdeildum grunnskólanna. • Nýbúabraut. Öflugt nám fyrir nýbúa með áherslu á íslensku, tölvugreinar og stærðfræði. • Janus endurhæfing. Nám fyrir þá sem hafa lent í slysi og eru á leið út í atvinnulífið að nýju. Nýir möguleikar Umsóknarfrestur er til 11. júní Verslanir í Þýskalandi eru farnar að kvarta undan mjólkurskorti, eftir að mótmæli þar- lendra bænda hafa staðið í rúma viku. Ástandið er verst í suðurhluta landsins, þar sem öll mjólk er uppurin í stöku búð. Samtök mjólkurfram- leiðenda telja að aðgerðirnar hafi þegar kostað mjólkuriðnaðinn um sex milljarða króna. Samband þýskra kúabænda, BDM, boðaði til verkfalls 27. maí síðastliðinn. Fara samtökin fram á að mjólkurlítrinn hækki í 43 evrusent, eða um 51 krónu. Það er 20% hækkun frá því afurðaverði sem nú er, sem talsmenn BDM segja nauðsynlega til að koma til móts við aukinn eldsneytis- og fóðurkostnað. Hafa aðgerðir bændanna meðal annars falist í að hella niður mjólk, mótmæla fyrir utan versl- unarkeðjur sem þeir telja halda verði niðri og loka fyrir stór mjólkurbú. Ekkert virðist ætla að draga úr samstöðu bændanna. „Bændur eru reiðir og munu halda áfram þangað til eitthvað breytist,“ segir tals- maður BDM. Um 70% kúabænda hella nú mjólkinni sinni niður. Samtökin hvetja bændur í grannríkjunum til að sýna stuðning og flytja ekki mjólk til Þýskalands. Horst Seehofer landbúnaðarráðherra leggur á það áherslu að deilan leysist sem fyrst, svo mjólkuriðnaðurinn verði ekki háður innflutn- ingi hráefnis. „Í orkugeiranum höfum við séð hvað það getur haft slæm áhrif á efnahagslífið að vera háð innflutningi,“ segir Seehofer. „Mjólkurbændur þurfa að fá sanngjarnt verð fyrir framleiðslu sína. Það er í allra þágu. Aðeins með því að tryggja viðurværi mjólkurbænda getum við forðast að þurfa að flytja inn mik- ilvæg hráefni til matvælaframleiðslu.“ aij Þýskir bændur mótmæla lágu afurðaverði mjólkur Allt að verða mjólkurlaust Dulbúin mótmæli Bóndi brá sér í dulargervi til að mótmæla lágu mjólkurverði. Eftir Andrés Inga Jónsson andresingi@24stundir.is Barack Obama verður fyrsti þel- dökki forsetaframbjóðandinn í sögu bandaríska Demókrataflokks- ins, eftir að hafa tryggt sér stuðning meirihluta kjörfulltrúa á lands- fundi flokksins. Hillary Clinton ætlar að nota næstu daga til að ákveða næstu skref, en útilokar ekki að vera varaforsetaefni Obama. Snýr sér að McCain Sigur Obama markar endapunkt 16 mánaða kapphlaups um útnefn- ingu Demókrataflokksins fyrir for- setakosningarnar. Undanfarna mánuði hefur mikið púður farið í keppni Clinton og Obama, þannig að nokkur klofningur hefur orðið í flokknum. Nú hvetja leiðtogar Demókrata flokksbræður sína til að lægja öldurnar og einbeita sér að fimm mánaða baráttunni um for- setaembættið sem framundan er. „Ég er staðráðin í því að sameina flokkinn okkar svo við horfum sterkari fram á við og séum reiðubúin að ná Hvíta húsinu aftur í nóvember,“ sagði Clinton, án þess þó að játa sig berum orðum sigr- aða. Clinton gleymist ekki „Ég vil að tillit verði tekið til þeirra nærri 18 milljóna Banda- ríkjamanna sem greiddu mér at- kvæði,“ sagði Clinton stuðnings- mönnum sínum, þegar niðurstöður lágu fyrir, og vottaði Obama virðingu sína. Obama lýsti ennfremur ánægju sinni með Clinton. „Flokkurinn og landið eru betri vegna hennar,“ sagði hann. „Og ég er betri fram- bjóðandi eftir að hafa att kappi við Hillary Rodham Clinton.“ Obama segist þess fullviss að að- stoð Clinton í ýmsum mikilvægum málaflokkum muni hjálpa til við að leiða flokkinn til sigurs í komandi kosningum. Staða hennar í ríkis- stjórn Obama myndi svo ekki síst fara eftir því hversu mikil áhrif hann telur að Bill Clinton, forset- inn fyrrverandi, muni reyna að hafa. Obama hrósar sigri  Barack Obama og John McCain munu takast á í forsetakosningum í Bandaríkjunum ➤ Landsþing demókrata kemur sér saman um forseta- frambjóðanda 25. til 28. ágúst ➤ Repúblikanar funda 1. til 4. september. ➤ Landsmenn kjósa um forseta 4. nóvember. ➤ 15. desember liggur fyrir hver verður forseti. FRAMUNDAN Sigurreif Hjónin Barack og Michelle Obama fagna með stuðningsmönnum eftir að Obama lýsti yfir sigri í kapphlaupinu um útnefningu Demókrataflokksins. Hópar stríðandi fylkinga stefna saman í miðhluta Súd- ans. Óttast David Gressley, umdæmisstjóri Sameinuðu þjóðanna, að erjur hópanna geti hleypt af stað borgara- styrjöld í landi sem enn er að jafna sig eftir áratuga átök. „Það er hæg stigmögnun í herafla allra deiluaðila um þessar mundir,“ segir Gress- ley. Er helsta bitbein hópanna um þessar mundir bærinn Abyei, en á svæðinu þar í kring má finna miklar olíulindir. Hafa flestir íbúar Abyei flúið átök undanfarinna vikna. aij Liðssafnaður í Súdan Ófriðarský hrannast upp Bandarísk herskip hverfa senn brott úr nágrenni Mjanmars, þar sem herforingjastjórnin hefur neitað að taka við hjálp- argögnum sem Bandaríkja- stjórn bauð upp á í kjölfar fellibyljarins Nargis. Segir Timothy Keating aðmír- áll að undanfarnar þrjár vikur hafi fimmtán tilraunir verið gerðar til að sannfæra stjórn- völd um að veita þyrlum lend- ingarleyfi á Irawaddy-ós- hólmasvæðinu, sem aldrei hafi fengist. aij Aðstoð afþökkuð Herskip hverfa frá Mjanmar

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.