24 stundir


24 stundir - 05.06.2008, Qupperneq 15

24 stundir - 05.06.2008, Qupperneq 15
24stundir FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ 2008 15 Bankarnir hafa verið áhrifa-ríkir og slegið um sig ennú er öldin önnur. Í dag hefst laxveiðitímabilið og þá kemur í ljós að mikið er óselt af laxveiðileyfum. Skessuhorn greinir frá þessu og segir á heimasíðu sinni: „Aldrei hafa verið til fleiri óseld veiðileyfi en nú, veiðileyfi fyrir marga tugi milljóna króna. Bankarnir hafa t.d. vegna sparn- aðar í rekstri ákveðið að draga mjög úr kaupum á slíkum mun- aði miðað við undanfarin ár. Glitnir er sá banki sem mest hef- ur haldið að sér höndum nú. Í fyrra keyptu bankarnir veiðileyfi fyrir 100-120 milljónir króna, mest í Víðidalsá.“ Óvinsældir borgarstjórn-armeirihlutans í Reykja-vík taka engan enda. Menn þar geta ekki sameinast um nokkurn skapaðan hlut og nú vilja þrír verða borgarstjórar, Hanna Birna, sem reyndist vinsælust í skoðanakönnun, og svo Gísli Marteinn og Júlíus Vífill. Samt er Villi „gamli og góði“, eins og hann sjálfur kallaði sig, ekkert á þeim buxunum að segja bless og á meðan liggur óvissan í loftinu. Borgarstjórinn, Óli F., bætir ekki ástandið þótt hann haldi 15 mín- útna ræðu á borgarstjórnarfundi um hversu Sjálfstæðisflokkurinn hafi gert marga góða hluti. Í raun hljómar það eins og gömul slitin plata í eyrum þeirra sem á hlýða og er ákaflega óspennandi. Mörður Árnason kann oftað koma orðum aðhlutunum og því geta leiðarar hans á heimasíðu Sam- fylkingarinnar verið skemmtiefni. Mörður er ekkert að skafa utan af hlut- unum þegar hann ræðir um núverandi borgarstjóra. „Borg- arstjórinn er ósköp einfaldlega „enginn fokking borgarstjóri“ svo vitnað sé í áhrínsorð á unglinga- máli frá Ráðhúspöllunum 24. jan- úar,“ segir íslenskufræðingurinn og telur eðlilegast að núverandi meirihluti sjái sóma sinn í því að viðurkenna mistök og afhenda Tjarnarkvartettinum svokallaða völdin á ný. Er Mörður ekki óeðlilega bjartsýnn á þessum síð- ustu og verstu …? elin@24stundir.is KLIPPT OG SKORIÐ Það styttist í 11. júní, daginn sem frestur íslenskra stjórnvalda rennur út til að svara mannrétt- indanefnd Sameinuðu þjóðanna. Eins og margir vita komst nefnd- in að þeirri niðurstöðu að ís- lenska fiskveiðistjórnunarkerfið – „kvótakerfið“ – brjóti í bága við alþjóðasamninginn um borgara- leg og stjórnmálaleg réttindi um jafnrétti allra manna. Nefndin hefur óskað eftir upplýsingum um ráðstafanir sem þá hefðu ver- ið gerðar til að fylgja niðurstöð- unni eftir. Rétt er að ítreka vægi þessarar niðurstöðu mannrétt- indanefndarinnar sem ekki er að- eins ráðgefandi heldur hafa Ís- lendingar skuldbundið sig til að fylgja niðurstöðum hennar í sam- ræmi við það sem felst í und- irritun alþjóðlegs samnings sem þessa. Tillögur VG að svari Mannréttindanefndin gefur ekki skýr fyrirmæli um tæknilegar útfærslur á þeim úrbótum sem gera þarf. Hitt er ljóst að slíkar breytingar þurfa að leiða til meira jafnræðis milli aðila í greininni í aðgengi að sjávarauðlindinni. Starfshópur Vinstrihreyfingarinn- ar – græns framboðs um sjáv- arútvegsmál hefur í samráði við stjórn flokksins og þingflokkinn unnið tillögur að æskilegu svari til mannréttindanefndar Samein- uðu þjóðanna, ásamt ítarlegri greinargerð um málið. Tillögurn- ar eru af hálfu VG einnig hugs- aðar sem almennt innlegg til mál- efnalegra skoðanaskipta og upplýstrar umræðu. Þær eru okk- ar framlag í því skyni að takast megi góð þverpólitísk samvinna um endanlega úrlausn málsins. Fyrsta skrefið í breytingum til að bregðast sómasamlega við áliti mannréttindanefndarinnar er að í lögum um stjórn fiskveiða komi orðið jafnræði inn í markmiðs- grein laganna: „Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu um leið og jafnræðis verði gætt við úthlutun afnotaréttar og aðgengi að hinni sameiginlegu auðlind.“ Slíkri breytingu yrði fylgt eftir með ít- arlegri útfærslu til að tryggja þetta jafnræði. Álit mannréttinda- nefndarinnar kallar á að endur- ráðstafa þarf að minnsta kosti hluta þeirra aflaheimilda sem nú ganga kaupum og sölum eins og hver önnur markaðsvara þrátt fyrir að vera í orði kveðnu sam- eign þjóðarinnar. Breytt fiskveiðistjórn Við leggjum til að hafist verði strax handa við að innkalla afla- heimildir frá núverandi handhöf- um og þeim endurráðstafað á nýjum grunni. Nærtækasta leiðin er að okkar mati sú sem kynnt hefur verið í sjávarútvegsstefnu flokksins, enda er hún í fullu samræmi við niðurstöðu mann- réttindanefndarinnar. En til að flýta fyrir og hefja þegar aðlögun að framtíðarskipan mála leggjum við líka til að stjórnvöld tryggi með lögum að unnt verði frá og með næsta fiskveiðiári að halda eftir hluta þeirra aflaheimilda sem leigðar eru innan ársins (t.d. 5%) þegar til endurúthlutunar kemur að ári. Þá leggjum við líka til að það skapist forsendur til að auka heildarafla í einstökum tegundum umfram jafnstöðuafla allmargra undangenginna ára verði slíkt svigrúm notað að hluta eða öllu leyti til að flýta innleiðingu hins nýja stjórnunarfyrirkomulags. Við endurráðstöfun þeirra afla- heimilda sem til ríkisins koma með þessum hætti verði jafnræð- issjónarmið sérstaklega höfð í huga um leið og kappkostað verði að styrkja stöðu minni sjávar- byggða og byggja þar upp lág- marksafnotarétt, eins konar frumburðarrétt viðkomandi strandsvæða. Þar verði um óframseljanlegar byggðatengdar aflaheimildir að ræða. Með al- mennum leikreglum verði ætíð tryggt að jafnræðissjónarmiða sé gætt án þess að slakað sé á kröf- um um að nýting auðlindarinnar verði á forsendum sjálfbærrar þróunar. Höfundur er alþingismaður 11. júní nálgast VIÐHORF aKolbrún Halldórsdóttir Álit mann- réttinda- nefndarinnar kallar á að endurráð- stafa þarf að minnsta kosti hluta þeirra aflaheimilda sem nú ganga kaupum og sölum eins og hver önnur markaðsvara þrátt fyrir að vera í orði kveðnu sameign þjóðarinnar. PL 01 Svart PL 45 Silfur- metallic PL 20 Dökk Grá PL 22 Dökk Rauð PL 56 Dökk brún PL 42 Rauðbrún PL 80 Hvítt PL 55 Kopar - metallic Aluzink Kopar BLIKKÁS – Smiðjuvegi 74 – 200 Kópavogi – Sími 515 8700 www.funi.is – www.blikkas.is Fr um ÞAKRENNUKERFI á öll hús – allsstaðar Úrval lita á lager Það er engin ástæða til að horfa á heiminn í svarthvítu. SIBA–ÞAKRENNUKERFI í fjölda lita Létt í m eðföru m lang ódýras t Nesbyggð ehf óskar að ráða pípulagnameistara. Starfssvið meistarauppáskrift, verkstjórn og almenn pípulagnavinna. Hjá Nesbyggð starfa 4 til 6 píparar og eru næg verkefni framundan. UPPLÝSINGAR GEFUR PÁLL Í SÍMA 840 6100 Vestmann ehf. Fjöltæknilausnir Komum á staðinn og gerum föst verðtilboð Engin verk eru of stór eða lítil • Almenn raflögn • Löggildir rafverktakar • Málarar Vestmann ehf • torfi.vestmann@simnet.is Torfi gsm: 856 0066 Hilmar gsm: 856 0065 Áskell gsm: 856 0066        Leikskólinn Undraland ehf. er lítill notalegur, einkarekinn leikskóli í Kópavogi. Okkur vantar samviskusaman og lífsglaðan starfsmann í 100% starf frá 19. ágúst. Upplýsingar í síma 554 0880 Skemmtilegt starf ! - kemur þér við AUGLÝSINGASÍMI: 510 3744 íþróttir útivist pólitík heilsa fréttir fé&frami golf 24fólk veiði neytendavaktin golf dagskrá menning viðtöl ferðalög viðskipti garðurinn grill 24lífið bílar neytendur umræða

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.