24 stundir - 05.06.2008, Side 19

24 stundir - 05.06.2008, Side 19
24stundir FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ 2008 19 Seðlabanki Íslands þrengir reglur um gjaldeyrisjöfnuð fjármálafyrirtækja, með reglum sem taka gildi 1. júlí næstkomandi. Samkvæmt nýju reglunum, sem gefnar voru út í gær, skal misvægi á milli gengisbundinna eigna og skulda fjármálafyrirtækja mest nema 10% af eigin fé hverju sinni. Samkvæmt fyrri reglum mátti misvægið vera mest 30%. „Lægra misvægi, sem nýju reglurnar fela í sér, er ætlað að draga úr áhættu og stuðla að virkari verðmyndun gjaldeyris á millibankamark- aði,“ segir í frétt frá bank- anum. hos Konum í stjórn fyrirtækja fjölgar á milli ára, að því er fram kemur í nýrri könnun frá Rannsóknarsetri vinnu- réttar við Háskólann á Bifröst. Konur skipa 13% stjórnarsæta í 120 stærstu fyrirtækjum hér á landi nú, samanborðið við 8% árið 2007. Í 13 af 120 stærstu fyrirtækjunum er stjórnarformaðurinn kona. Árið 2007 voru þrjár konur stjórnarformenn í 100 stærstu fyrirtækjunum. Í þeim 11 fyr- irtækjum á listanum sem skráð eru á aðallista Kauphall- arinnar skipa konur 10% stjórnarsæta. mbl.is Hagvöxtur hér á landi mun minnka hratt og atvinnuleysi aukast ef spá OECD verður að veruleika. Stofnunin spáir því að hagvöxtur verði 0,4% á þessu ári, en neikvæður um 0,4% á því næsta. Atvinnuleysi verði að meðaltali 3,4% á þessu ári og 5,7% á því næsta. Skýrsluhöfundar segja mik- ilvægt að peningamálastefna Seðlabankans sé áfram hörð svo lágmarka megi langvar- andi áhrif gengisfalls krón- unnar á verðbólgu. Gjaldeyr- isskiptasamningar séu til þess fallnir að draga úr óvissu. hos Gjaldeyrisjöfnuður Seðlabankinn þrengir reglur Konur – 13% stjórna Fleiri konur í stjórnum Hagvöxtur neikvæður Spá auknu atvinnuleysi Viðskiptajöfnuður var óhagstæður um 56,7 milljarða króna á fyrsta fjórðungi ársins sam- kvæmt bráðabirgðayfirlitinu. Þetta er talsvert minna en á síðasta fjórðungi, en þá var hann óhagstæður um 91 milljarð króna. Seðlabanki Íslands birti í gær bráðabirgða- yfirlit um greiðslujöfnuð við útlönd á fyrsta árs- fjórðungi 2008 og um stöðu þjóðarbúsins í lok ársfjórðungsins. Lækkun á gengi krónu hefur mikil áhrif Seðlabankinn segir að ávöxtun erlends hluta- fjár í eigu Íslendinga valdi mestu um að jöfn- uður þáttatekna batnaði á milli fjórðunga. Nokkur hækkun varð einnig á gjaldahlið þátta- teknanna sem skýrist að mestu leyti af endur- fjárfestum hagnaði erlendra aðila á Íslandi að sögn bankans. Seðlabankinn segir að lækkun á gengi krónunnar á fyrsta ársfjórðungi hafi veru- leg áhrif á flesta liði í uppgjöri greiðslujafnaðar- ins. Hreint fjárinnstreymi nam 135,3 milljörðum króna á tímabilinu. Bein fjárfesting innlendra aðila erlendis jókst um 36 milljarða en á síðasta fjórðungi 2007 dróst hún saman um 275 millj- arða. Bein fjárfesting erlendra aðila á Íslandi dróst saman og sama máli gegndi um fjárfest- ingu þeirra í innlendum markaðsskuldabréfum. Hrein staða versnar um 628 milljarða Í yfirlitinu kemur fram að hrein staða við út- lönd var neikvæð um 2.211 milljarða króna í lok fyrsta ársfjórðungs og versnaði um 628 milljarða á ársfjórðungnum. Seðlabankinn segir þessa þróun einkum stafa af veikingu gengis krón- unnar, það er hækkun á verði erlendra gjald- miðla um 29,6% samkvæmt gengisskráningar- vísitölu, sem endurspeglast í samsvarandi hækkun stöðutalna um erlendar eignir og skuld- ir. Einstakar myntir, til að mynda evra, hækkuðu þó talsvert meira eða um tæplega 33%. Erlendar eignir námu 7.758 milljörðum króna í lok árs- fjórðungsins en skuldir 9.970 milljörðum. elias@24stundir.is Seðlabankinn birtir bráðabirgðayfirlit um greiðslujöfnuð við útlönd á fyrsta ársfjórðungi Viðskiptahalli minnkar um 33 milljarða Minni viðskiptahalli Viðskiptahallinn minnkaði um 33 milljarða á milli ársfjórðunga.

x

24 stundir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.