24 stundir - 05.06.2008, Side 22
Eftir Hildi Eddu Einarsdóttur
hilduredda@24stundir.is
Barði Jóhannsson og Keren Ann
Zeidel leiða saman hesta sína og
halda tónleika ásamt Sinfóníu-
hljómsveit Íslands í Háskólabíói í
kvöld. Tónleikarnir eru liður í
Listahátíð í Reykjavík og haldnir í
samstarfi við sendiráð Frakklands á
Íslandi. Franski hljómsveitarstjór-
inn Daniel Kawka var fenginn til
þess að stjórna tónleikunum og er
staddur hér á landi í annað skipti.
„Ég kom hingað fyrst í fyrra og
vann þá með nokkrum meðlimum
úr Sinfóníuhljómsveit Íslands. Sú
reynsla var afar góð þannig að þeg-
ar Barði hafði samband við mig
fyrr á árinu og bað mig um að
koma og taka þetta verkefni að mér
2. júní þótti mér leitt að þurfa að
segja honum að ég kæmist ekki þar
sem ég væri að stjórna tónleikum í
París daginn áður. En þá bauðst
hann til þess að færa tónleikana
fram til 5. júní og ég stóðst ekki
mátið,“ segir hann.
Góð tengsl
Daniel kom hingað til lands síð-
astliðinn þriðjudag og hefur æft
stíft með söngvurunum og hljóm-
sveitinni. „Æfingarnar hafa gengið
vonum framar. Sinfóníuhljóm-
sveitir eru í raun eins og einstak-
lingar og eins og við öll könnumst
við geta samskipti einstaklinga
stundum verið stirð, stundum
hlutlaus en einstaka sinnum ná
tvær manneskjur strax að tengjast
nánum böndum og skilja hvor
aðra. Ég náði strax góðum
tengslum við Sinfóníuhljómsveit
Íslands og met það mikils, enda er
það ekkert sjálfgefið að stjórnendur
nái slíkum tengslum við hljóm-
sveitir, ekki frekar en það sé sjálf-
gefið að tvær manneskjur nái alltaf
saman. Svo gengur líka mjög vel að
spila með Keren Ann og Barða og á
æfingum hef ég fengið það á til-
finninguna að þau tvö, hljómsveit-
in og ég myndum eina heild í stað
þess að við förum hvert og eitt í
mismunandi áttir,“ segir hann.
„Þessa tilfinningu er mjög gott að
hafa og hún auðveldar vinnuna
mjög og lætur mann ekki fá það á
tilfinninguna að tíminn sé of lengi
að líða á æfingum.“
Tilfinning mikilvæg
Á sínum unglingsárum spilaði
Daniel á rafmagnsgítar í þunga-
rokkshljómsveit en skipti svo yfir í
klassíska tónlist í kjölfar þess.
Hann hefur mikið dálæti á tón-
skáldum á borð við Wagner og
Strauss en segist þó hlusta á allar
tegundir tónlistar. „Ég hef til dæm-
is alltaf haldið upp á Jimi Hendrix
og svo finnst mér mjög margt gott
hafa komið frá ensku hljómsveit-
inni Coldplay. Það skiptir ekki allt-
af máli hvort verið er að spila rokk-
tónlist eða klassíska tónlist svo
lengi sem hún er samin og flutt af
mikilli tilfinningu. Það er ekki nóg
að vera bara með grípandi laglínu
og takt; ef tónlistarmenn myndu
spila ekki af tilfinningu er alveg
eins hægt að láta vélar sjá um allan
flutninginn.“
Daniel Kawka Stjórnar
tónleikum á vegum
Listahátíðar í kvöld.
Franski hljómsveitarstjórinn Daniel Kawka
Árangursríkt
samstarf
Einn afkastamesti hljóm-
sveitarstjóri Frakklands,
Daniel Kawka, er staddur
hér á landi og ætlar að
stjórna tónleikum Barða
Jóhannssonar, Keren Ann
Zeidel og Sinfóníuhljóm-
sveitar Íslands í Há-
skólabíói í kvöld.
➤ Er fæddur og uppalinn íFrakklandi en er af pólskum
ættum í föðurætt. Hann talar
hrafl í pólsku og heldur
tengslum við Pólland.
➤ Er einn afkastamesti hljóm-sveitarstjórinn í Frakklandi.
➤ Er reglulegur gestastjórnandimeð hljómsveitum á borð við
Sinfóníuhljómsveit Varsjár,
Fílharmóníusveit Radio
France, Fílharmóníusveit Lille
og ýmsum fleiri.
DANIEL KAWKA
22 FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ 2008 24stundir
www.flugskoli.is
Flugskóli Íslands er stærsti og öflugasti flugskóli landsins með 17 flugvélar,
þyrlu og flughermi í rekstri og á næsta ári bætist B-757 flughermir í flotann.
Skólinn býður upp á allt nám sem þarfnast til að flugmaður geti hafið störf hjá
flugfélagi sem atvinnuflugmaður. Að auki sinnir skólinn tegundarþjálfunum og
endurmenntun fyrir flugmenn innlendra og erlendra flugfélaga.
Settu markið hátt
Flugskóli Íslands
Flugskóli Íslands er hluti af Tækniskólanum, skóla atvinnulífsins.
Tækniskólinn er nýr framsækinn framhaldsskóli, sem byggir á
traustum grunni Fjöltækniskóla Íslands og Iðnskólans í Reykjavík.
LÍFSSTÍLL
lifsstill@24stundir.is a
Það skiptir ekki alltaf máli hvort verið
er að spila rokktónlist eða klassíska
tónlist svo lengi sem hún er samin og flutt af
mikilli tilfinningu. menning
10. Griðastaður - kilja
Raymond Khoury
9. Þúsund bjartar sólir - kilja
Khaled Hosseini
8. Brúðkaupsnóttin - kilja
Ian McEwan
7. Áður en ég dey-kilja
Jenny Downham
6. Dísa ljósálfur
G.T. Rotman
5. Þórarinn Eldjárn - kvæðasafn
Þórarinn Eldjárn - kvæðasafn
4. Aska - kilja
Yrsa Sigurðardóttir
3. Ástin á tímum kólerunnar - kilja
Gabriel Garcia Márquez
2. Sjortarinn- kilja
James Patterson
1. Harðskafi - kilja
Arnaldur Indriðason
Listinn er gerður út frá sölu í Eymundsson
og Bókabúð Máls og menningr 28.05.2008
til 03.06.2008
METSÖLULISTI
Bækur á íslensku
10. Sleeping Dol
Jeffrey Deaver
9. Third Degree
Greg Iles
8. Human Body
Steve Parker/Dorling Kindersley
7. New Earth
Eckhart Tolle
6. 501 Must-Drink Cocktails
Bounty Books
5. 501 Must-Visit Natural Wonders
Bounty Books
4. Chameleon’s Shadow
Minette Walters
3. Step on a Crack
James Patterson
2. Judas Strain
James Rollins
1. 501 Must-Visit Cities
Bounty Books
Listinn er gerður út frá sölu dagana
27.05.2008 - 02.06.2008 í Pennanum
Eymundsson og Bókabúð Máls og
menningar
METSÖLULISTI
Erlendar bækur