24 stundir - 05.06.2008, Page 26

24 stundir - 05.06.2008, Page 26
Eftir Maríu Ólafsdóttur maria@24stundir.is „Undirbúningur fyrir hlaupið hefst í október og á fólk til að hvá yfir því en heilmikil vinna liggur að baki skipulagningunni. Hlaup- ið byrjar ekki alls staðar á sama tíma en í Mosfellsbæ er t.d. alltaf byrjað klukkan 11 þar sem ég byrja á að skokka og skokka síðan í Garðabænum,“ segir Ingibjörg Bergrós Jóhannesdóttir, formaður Kvennahlaupsins, sem gegnir nú starfinu fimmta árið í röð. Hún veit ekki til þess að slíkt hlaup sé haldið annars staðar í heiminum nema í Finnlandi og hópar íslenskra kvenna veki því mikla athygli erlendis þegar þær klæða sig í bolina og spretta af stað. Engin ný vísindi Aðalhlaupið er í Garðabæ og hefst með því að Hara-systur stíga á stokk klukkan 13.30 en hlaupið sjálft hefst klukkan 14. Misjafnt er hvaða vegalengdir eru hlaupnar en í Garðabænum var lengsta hlaupið til að mynda lengt úr 9 km í 10 km í fyrra. Reglulega hefur komið upp sú umræða hvort ekki ætti að tímataka hlaupið en Ingibjörg seg- ir að það sé ekki það sem hlaupið snúist um heldur sé fjöregg og sér- staða þess sú að vekja stúlkur á öll- um aldri og af öllum gerðum til meðvitundar um að hreyfing sé nauðsynleg. Hlaupið sé því ekki ætlað keppnishlaupurum þótt þeir séu að sjálfsögðu velkomnir. „Það eru engin ný vísindi í því að jákvætt hugarfar, hreyfing og hollur matur er mikilvægast. Rannsóknir hafa sýnt að fólk sem flokkast sem of þungt en hreyfir sig regulega er gjarnan heilbrigð- ara en grannvaxið fólk sem hreyfir sig lítið. Aðalmálið er því ekki að vera mjög grannur heldur hraust- ur. Sjálf er ég mikill skokkari og hef gaman af almennri útivist auk þess sem ég hleyp mikið á eftir barnabörnunum mínum,“ segir Ingibjörg. Möguleiki á dekurdegi Í tengslum við Kvennahlaupið er leikur í gangi þar sem þátttak- endur geta unnið dekurdag fyrir vinkvennahópinn. Til að eiga möguleika á vinningnum þarf við- komandi að senda inn myndskeið eða mynd af sér og/eða hópnum sínum þar sem eigin upplifun af Kvennahlaupinu er lýst. Heilbrigt hugarfar og hraustar konur Kvennahlaupið haldið í 18. sinn Kvennahlaupið verður haldið í 18. sinn þann 7. júní. Hlaupið er á 90 stöð- um hér heima og 20 stöð- um erlendis en að jafnaði taka tæplega 16.000 kon- ur þátt. Þemað í ár er Heilbrigt hugarfar og hraustar konur en hlaup- ið er haldið í samstarfi við Lýðheilsustöð. Þjófstart Hópur kvenna hljóp í vikunni. ➤ Kvennahlaupsbolirnir í ár eruekki úr bómull heldur dry fit og svolítið aðsniðnari og dömulegri en tíðkast hefur. ➤ Þátttakendur í leik Kvenna-hlaupsins eiga möguleika á að vinna dekurdag. KVENNAHLAUPIÐ 26 FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ 2008 24stundir Stuðningshópur bandarískra neytenda hefur hvatt til þess að matvælaeftirlit þar í landi banni átta tegundir gervilitarefna í mat þar sem sýnt hefur verið fram á að þau geti leitt til ofvirkni og hegð- unarvandamála meðal barna. Hef- ur hópurinn í þessu samhengi bent á góðan árangur breskra stjórn- valda við að draga úr notkun lit- arefna meðal matvælaframleið- enda. Bandaríska matvælaeftirlitið hefur ítrekað hunsað slíkar beiðnir og segir á heimasíðu sinni að þótt slík litarefni hafi áður verið talin valda slíku séu engar sannanir fyrir hendi um slíkt í dag. Segir talsmaður eftirlitsins að öll litarefni séu vandlega prófuð áður en þau séu sett í matvæli. Á meðan hefur hópurinn sent undirskrifta- lista til eftirlitsins og krafist þess að matur með slíkum litarefnum verði sérstaklega merktur þar til gripið verði til annarra aðgerða. Krafist sérstakra merkinga um litarefni í mat Geta leitt til ofvirkni Höfuðverkur er sár og leiðinleg- ur en margir fá álagshöfuðverk þegar stressið og áreitið verður of mikið. Meðferð við höfuðverk er margvísleg eftir tíðni og styrk en eitt af því sem mælt er með er að bæta líkamsstöðu sína með ýmsum ráðum. Forðastu að standa, sitja eða vinna í sömu stellingu of lengi, reyndu að breyta til og liðka þig inn á milli. Passaðu þig að vera í góðum skóm og teygja þig reglu- lega og styrkja vöðva með æfingum fyrir háls og herðar. Góður koddi og góðir skór skipta líka miklu máli svo og heilsusamlegt mataræði og hófleg drykkja. Líkamsstaðan getur haft mikið að segja Ráð við höfuðverk Hvimleitt Engum finnnst skemmtilegt að fá höfuðverk. Svokallað 5rytma dansnámskeið hefst í Gróttusalnum á Seltjarnar- nesi í dag og stendur yfir helgina. Hér er um að ræða dans sem þró- aður er af hinni bandarísku Gabr- ielle Roth en í honum er dansað í gegnum 5 rytma eins og nafnið gefur til kynna og kafað ofan í mis- munandi tilfinningar með flæði, stakkató, kaos, lýrík og kyrrð. Hreyfingar skapa öldu „Að mínu mati er þessi dans meðferð í eðli sínu þótt hann sé ekki þekktur sem slíkur. Uppbygg- ing mismunandi takts leggur fram vissar hreyfingar við hæfi í dans- inum en annars er ekki um að ræða ákveðin dansspor. Þetta byggist frekar þannig upp að þegar fólk byrjar að hreyfa sig við vissa tóna fer af stað alda sem fólk hreyfir sig í gegnum,“ segir Anna Sigríður Ólafsdóttir, einn skipuleggjenda námskeiðsins. Hún segir heilmikla heimspeki tengjast dansinum þar sem komið er inn á alla þá hringrás sem mikið er talað um í dag, það er að segja hvernig hugur og sál virð- ast tengjast í eðlisbundnum takti. „Þetta er mjög djúpt en um leið ótrúlega skemmtilegt og létt sem kemur í veg fyrir þau þyngsli sem oft virðast einkenna djúpa vinnu,“ segir Anna Sigríður. Opin kynning Námskeiðið hefst í kvöld klukk- an 18:30 með opinni kynningu þar sem fólk getur kynnt sér námskeið- ið nánar og skráð sig í framhaldi af því, en skráning fer einnig fram á www.ildi.is. maria@24stundir.is Dansað í gegnum tilfinningar LÍFSSTÍLL lifsstill@24stundir.is a Það eru engin ný vísindi í því að já- kvætt hugarfar, hreyfing og hollur matur er mikilvægast. heilsa Suðurlandsbraut 50 (Bláu húsunum Fákafeni) www.gala.is • S:588 9925 Opið 11-18 og 11-16 lau. PAUSE CAFÉ Pils og toppar Stærðir 34-52 HEILL HEIMUR AF SKEMMTUN Opið sunnudaga til fimmtudaga 11.00 -24.00 Opið föstudagaoglaugardaga 11.00 - 02.00 AUGLÝSINGASÍMI: 510 3744 Hvað ætlar þú að gera í dag?

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.