24 stundir - 05.06.2008, Blaðsíða 32
Það er meira
í Mogganum
Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2950 HELGARÁSKRIFT 1800 PDF Á MBL.IS 1800
í dag
Fimmtudagur 5. júní 2008
Erpur Eyvindarson Rott-
weilerhundur segir kreppu
vera perfekt fyrir listamann
sem á ekki neitt.
» Meira í Morgunblaðinu
Ferskt hipp-hopp
Í væntanlegri heimild-
armynd Friðriks Þórs Frið-
rikssonar eru merkilegar
uppgötvanir um einhverfu.
» Meira í Morgunblaðinu
Í sigurliði
Evrópukeppnin í fótbolta
hefst á laugardag. Hitað er
upp fyrir keppnina með vel
völdum slögurum.
» Meira í Morgunblaðinu
Fótboltaslagarar
reykjavíkreykjavík
32 FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ 2008 24stundir
FÓLK
lifsstill@24stundir.is
MYNDASÖGUR
Vandræði söngvarans R. Kelly
ætla engan enda að taka. Nú er
hann aftur fyrir rétti vegna
meintra kynferðisbrota gegn
stúlku undir lögaldri.
Vandræðin hófust árið 2002
eftir að blaðamaðurinn Jim
DeRogatis fékk myndbandsupp-
töku í hendurnar af söngvaranum
í kynlífsatlotum við stúlku sem þá
var 13 ára. Stuttu eftir fréttaflutn-
ing af því atviki var R. Kelly kærð-
ur fyrir 14 brot tengd barnaklámi.
Blaðamaður á að bera vitni
Blaðamanninum hefur verið
skipað að bera vitni í málinu, en
hann hefur neitað að mæta og ber
fyrir sig að þá yrði brotið á rétt-
indum hans sem blaðamanns.
Honum hefur nú verið skipað af
dómara málsins að mæta, eða
hljóta fangelsisvist fyrir að koma í
veg fyrir að réttlætinu verði full-
nægt.
Mæti blaðamaðurinn fyrir rétt
verður bannað að spyrja hann
spurninga um hvaðan hann fékk
myndbandið eða skyldur hans
sem blaðamanns.
Myndbandið var að öllum lík-
indum tekið einhvern tímann á
milli áranna 1999 og 2000. Vörn
R. Kelly hefur gengið svo langt að
gefa til kynna að myndbandinu
hafi verið hagrætt á stafrænan
hátt til þess að bæta andliti
söngvarans inn á. Það þykir þó
ekki útskýra af hverju herberginu
svipar til herbergis á gömlu heim-
ili hans. Samkvæmt sérfræðingum
FBI eru litlar sem engar líkur á
því að myndbandið sé falsað.
Verði R. Kelly fundinn sekur
gæti hann átt allt að 15 ára fang-
elsisvist yfir höfði sér.
biggi@24stundir.is
R. Kelly gengur illa að verja sig gegn ásökunum um barnaklám
Myndbandið ekki falsað
Útgáfufyrirtæki bresku söng-
konunnar Lily Allen hefur miklar
áhyggjur af stjörnunni en hún var
borin ofurölvi af lífverði sínum út
af verðlaunahátíð Glamour magaz-
ine í fyrrakvöld. Verið var að af-
henda verðlaun fyrir konu ársins
og er nokkuð ljóst að stúlkan eigi
ekki einu sinni möguleika á til-
nefningu á næsta ári haldi hún
áfram að missa stjórn á drykkju
sinni á almannafæri.
Lily skammaðist sín svo mikið
að hún ákvað að biðjast afsökunar
á bloggi sínu.
„Ég varð blindfull, allt of full,“
skrifar hún á síðunni. „Það er ekk-
ert svalt við að verða svona fullur.
Mér líður ömurlega og ég verð að
þakka litla bróður mínum fyrir að
koma mér heim. Krakkar, drekkið
á ábyrgan hátt eða þið endið á því
að líta jafn illa út og ég gerði!“
Lily hefur verið áberandi á
djamminu frá því að hún missti
fóstur og hætti með kærasta sínum
úr The Chemical Brothers fyrr á
árinu. Starfsmenn Capitol/Emi ótt-
ast nú um andlega heilsu hennar
og að hún sé á góðri leið með að
sturta ferli sínum niður í klósetti.
biggi@24stundir.is
Plötufyrirtæki Lily Allen hefur áhyggjur
Ofurölvi í fínu boði
Stórleikarinn Bruce Willis hefur
samkvæmt heimildum Variety
samþykkt að leika annað aðal-
hlutverkið í kvikmynd byggðri á
tölvuleiknum Kane & Lynch.
Leikurinn olli miklum von-
brigðum á sínum tíma og því var
talið ólíklegt að kvikmynd yrði
gerð eftir honum en það skyldi
aldrei vanmeta hugmyndaskort
stóru kvikmyndaveranna í Holly-
wood. Billy Bob Thornton er
sterklega orðaður við hitt aðal-
hlutverkið í myndinni. vij
Bruce Willis í
tölvuleikjamynd
Aðþrengdur Afsakið að ég er til!
ÉG HELD AÐ ÉG SEGI
PASS Á ÞETTA ÓVIÐJAFNALEGA
STEFNUMÓT ÞI TT MEÐ
EILÍFU MYRKRI SEM ÞEMA.
ÉG VISSI ÞAÐ!
HÁRLOS IÐ
YRÐI TIL VAN-
DRÆÐA EINN
DAGINN
EKKI SVARA ÞESSU. VIÐ ERUM AÐ BORÐA. SVO
ER ÉG ALVEG VISS UM AÐ ÞAÐ ER BARA VERIÐ
AÐ REYNA AÐ SELJA ÞÉR EITTHVAÐ.
Bizzaró
Herra Kerr er
til í að hitta
þig ef þú
tekur af þér
hattinn.
poppmenning