24 stundir - 05.06.2008, Síða 38

24 stundir - 05.06.2008, Síða 38
Eftir Trausta S. Kristjánsson traustis@24stundir.is „Ég sagði upp hjá Hr. Örlygi 1. maí, meðal annars vegna þess að ég hef ekki fengið greidd laun í nokkra mánuði,“ segir Diljá Ámundadótt- ir, sem starfað hefur að Iceland Airwaves-hátíðinni undanfarin ár. Deilt um reksturinn Fyrrverandi framkvæmdastjóri hátíðarinnar, Eldar Ástþórsson, sagði einnig upp vegna ágreinings um rekstrarform hátíðarinnar við eigandann, Þorstein Stephensen, og sagði í yfirlýsingu á þriðjudag að rekstur hennar hefði ekki verið að- skilinn frá öðrum verkefnum og fjárfestingum Hr. Örlygs. Hvorki Þorsteinn Stephensen né fjár- málastjóri Hr. Örlygs, Inga Dóra Jóhannsdóttir, vildu tjá sig um málið. Samkvæmt starfsmanni menn- ingarsviðs Reykjavíkurborgar, sem er einn helsti styrktaraðili hátíð- arinnar, eru allir styrkir skilyrðum háðir og grannt fylgst með því hvernig þeim er varið af styrkþega. Upplýsingafulltrúi Icelandair, Guðjón Arngrímsson, tók í sama streng. „Við erum núna að fara yfir stöðuna með öllum rekstrarað- ilum, með það í huga að næsta há- tíð verði haldin með sóma, líkt og hingað til.“ Gúmmílaunaseðlar „Hr. Örlygur hefur gefið út launaseðla, en ekki greitt nein laun og þar af leiðandi get ég sjálf ekki starfað hér áfram. Ég tel þó að Eld- ar sé best til þess fallinn að sjá um framkvæmd hátíðarinnar, líkt og hann hefur sannað undanfarin ár. Þá er hætt við því að hátíðin verði ekki haldin með sama glæsibrag og áður vegna fjárhagsörðugleika, sem er synd, því næsta hátíð verður sú tíunda í röðinni.“ Trúir ekki á verkefnið „Við sem enga innsýn höfðum í fjármálin, þurftum samt að skrifa undir samninga og gefa loforð sem í ljós kom að aldrei gátu staðist,“ segir Diljá og vísar til útistandandi skulda Hr. Örlygs við ýmis hótel, sem hefur orðið til þess að erfitt er að bóka gistingu fyrir erlendar hljómsveitir. „Ég vil ekki starfa að verkefni sem ég hef misst trúna á. En ég vona þó að hátíðin fari fram, því hún er það mikilvæg.“ Fjárhagsvandræði Hr. Örlygs leiða til uppsagna Engin innistæða fyrir launaseðlum Styr stendur um rekst- urinn á Airwaves-tónlist- arhátíðinni. Starfsmenn hátíðarinnar segja nú upp hver af öðrum, enda ekki fengið greidd laun í marga mánuði. Ósáttur Eldar Ástþórsson er ósáttur við rekstrarfyrirkomulagið. Meðan allt lék í lyndi Þor- steinn Stephensen handsalar styrkarsamning við Icelandair og Reykjavíkurborg. 38 FIMMTUDAGUR 5. JÚNÍ 2008 24stundir Sími 588 9900 hopar@itferdir.is Leiguflug með Icelandair 9.-11. september. Verð á mann í tvíbýli: 49.900 kr. (gengi GBP 30. maí 2008) Innifalið: Flug, skattar, flugvallaakstur og góð gisting í miðborginni. Íslensk fararstjórn. „Ég hætti að fara í bíó fyrir löngu. Það er bara enga n veginn skemmtun í mínum huga að sitja fyrir framan risaskjá með hljóðið svo hátt stillt að ég hrekk í kút í hvert skipti sem eitthvað mark- vert gerist. Kannski er ég bara orðin svona gömul? Að fara í bíó er góð skemmtun … eh nei!“ Valgerður G overmaster.blog.is „ … ísbjarnargreyið sem langaði að verða Skagfirðingur (ekki lái ég honum það!). Heldur fólk í al- vöru að menn hafi bara ætlað að byrja á því að týna honum í þoku og hinkra svo eftir því að hann færi að tína ungabörn upp úr vögnunum sínum og éta þau sem snarl?“ Helga Sigrún Harðardóttir helgasigrun.blog.is „Þegar hvítabirnir koma að landi á Grænlandi eru þeir tafarlaust skotnir, jafnvel étnir með góðri lyst, því þar kunna menn að bregðast fumlaust við. Þar hefur líka verið hlegið í hartnær sólar- hring að viðbrögðum okkar. Ef Keikó-leiðin hefði verið farin, hefði einhver dáið úr hlátri.“ Gísli Ásgeirsson malbein.net BLOGGARINN HEYRST HEFUR … Tökum á Dagvaktinni er nú lokið og er mál manna að þær hafi tekist ljómandi vel. Leikstjórinn Ragnar Bragason er þegar byrjaður að klippa þættina sam- an en fyrsti þáttur fer ekki í loftið fyrr en í sept- ember. Ævintýri Georgs Bjarnfreðarsonar og fé- laga á bensínstöðinni halda áfram í þáttaröðinni en eitthvað er um að nýjar persónur séu kynntar til leiks. Mikil leynd er þó yfir söguþræðinum. bös Umsjónarmenn Zúúper á FM957 gengu fram af húsmæðrum í Vesturbænum á þriðjudagsmorgun. Umræðuefni þeirra um illa snyrtar konur í Vestur- bæjarlauginni þótti fara úr böndunum þegar það leiddist út í munngælur. Einn hlustandi hringdi og benti á að stöðin hefur töluverða hlustun hjá börn- um og því væri umræðuefnið óviðeigandi. Skellt var á hana og henni sagt að skipta um stöð. bös Riddari götunnar, trúbadúrinn Jójó, hóf í gær for- vinnslu á plötu sem hann ætlar að gefa út til styrkt- ar Hjartavernd. Jójó, sem sjálfur er hjartveikur, seg- ir það vera fyrir hvatningu Guðmundar Jónssonar úr Sálinni að hann ákvað að ryðjast í verkefnið. Jójó hefur svo fengið vilyrði frá félögum sínum Pálma Gunnarssyni, Valgeiri Guðjónssyni og Magnúsi Ei- ríks fyrir því að þeir syngi á plötunni. bös „Ég er búinn að læra heilmikið á þessu sjálfur,“ segir Mikael Torfa- son sem þýddi nýverið og gaf út bókina Aðferðin eftir milljarða- mæringinn Warren Buffett. Bókin kennir þá skynsömu aðferðafræði er þessi ríkasti maður heims hefur tileinkað sér í fjárfestingum. „Það var mjög mikill lærdómur að vinna þessa bók. Sérstaklega á tíma sem maður var að heyra ótrú- legar fréttir frá fjölmiðlum. Hvern- ig fólk hefði fjármagnað risahluta- fjárkaup með lántöku og öðru. Ég var að velta því fyrir mér hvort það væri okkur að kenna hvernig væri að fara. Á sama tíma var ég að þýða bók um mann sem upplifir engar sveiflur. Vegna þess að hann setur öryggið á oddinn. Galdurinn við fjárfestingar er að tapa ekki og það á við allt.“ Nægjusemi dugar Mikael segir merkilegast hversu nægjusamur Buffett sé. Hann borgi sér aðeins um 600 þúsund krónur í laun á mánuði, keyri á sama bílnum þar til hann gefur sig og að hann hafi búið í sama húsinu í um 50 ár. „Það hlýtur að fylgja kreppu að við séum búin að sigla vissri hug- myndafræði í strand. Ég get lofað því að Buffett býður upp á algjöra andstæðu þeirrar hugmyndafræði er við höfum tileinkað okkur síð- ustu tíu ár.“ Sjálfur er Mikael að skrifa skáld- sögu er hann vonast til að klára fyrir jólaútgáfuna. Hún er um ís- lenskan útrásarvíking sem svo skyndilega er dæmdur fyrir fjár- svik. Forlag Mikaels Torfa gefur út nýja bók Býður upp á lausn gegn kreppunni Mikael Segir íslensku þjóðina hafa siglt í strand með rangri hugmyndafræði. Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. Su doku 1 2 3 4 7 6 9 5 8 6 4 8 2 5 9 3 7 1 7 9 5 8 1 3 2 4 6 3 1 7 5 4 2 6 8 9 2 5 6 9 3 8 7 1 4 9 8 4 7 6 1 5 2 3 8 3 2 1 9 5 4 6 7 4 6 1 3 2 7 8 9 5 5 7 9 6 8 4 1 3 2 Fyrst þú ert hætt að framreiða morgunmat, þá fæ ég mér bara kornflögur í hádegismat. Séra Gunnar, tókstu prestana til bæna? Séra Gunnar Sigurjónsson er sókn- arprestur í Digraneskirkju, en hann varði titilinn sterkasti prestur í heimi á föstudaginn. FÓLK lifsstill@24stundir.is a Já, ég jarðaði þá báða! fréttir

x

24 stundir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.