Sunnudagsblaðið - 15.05.1966, Blaðsíða 2

Sunnudagsblaðið - 15.05.1966, Blaðsíða 2
> s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s K s s s s s s s s s s s s s s s I s s s s s s s s s s s s s s s s s s Mýsnar þurfa ekki faiihlíf Hafið þið reynt að halda á liiandi mús? Það getur verið dálítið erfitt, því að hún er vís til að bíta ykkur í fingurinn og stökkva til jarðar og hlaupa í felur áður en þið áttið ykkur. Og músin er ekkert ragari við að stökkva, þótt sá sem á henni heldur sé hávaxinn og standi uppréttur. Og það sem kann að vera merkilegast: músinni virðist ekkert verða meint af fallinu til jarðar, og þó er það margar hæðir hennar; hlutfalls- lega samsvarandi því að maður stykki ofan af hæstu húsum. Það slyppi enginn maður ó- brotinn úr sliku falli, en mýsla skýzt bara í holu sína, eins og ekkert hefði í skorizt. Á- stæða þess er sú, hve músin cr lítil. Og litlir hlutir eru ekki aðeins léttari en stórir hlutir; þeir eru léttari miðað við stærð. Þetta kann einhverjum að þykja mótsögn við fyrstu sýn, en þegar við tölum um stærð í daglegu tali, eigum við ekki við þyngd eöa massa hluta, heldur yfirborðsstærð þeirra. Ðg því minni sem einhver hlut- ur er, því meiri er yfirborðs- stærð hans. Og því minni sem einhver hlutur er þvi meiri er yfirborðsstærðin miðað við þyngd hans. Fram á þetta er auðvelt að sýna stærðfræðilega, og raunar á ýmsan annan hátt, þótt það sé ekki eins nákvæmt. Það er til dæmis hægt að flysja kíló af stórum kartöflum, og síðan kíló af litlum kartöflum, og taka tímann á því. Þá kæmi í ljós, að það tæki lengri tíma að flysja iitlu kartöflurnar, ekki aðeins af því að þær væru fleiri, heldur væri yfirborð þeirra meira samanlagt en yfir- borð stóru kartaflanna. En hvaða áhrif hefur þetta á fall músa og manna? Við skul um hugsa okkur, að mús og maður stökkvi samtímis út úr flugvél í mikilli hæð. Bæði mús- in og maðurinn falla hægt í fyrstu, en aðdráttaraflið veldur því, að fallhraðinn eykst. Þessi hraðaaukning heldur áfram, unz jaínvægi er náð milli að- dráttaraflsins og mótstöðu lofts ins. Úr því verður hraðinn jafn, svo kallaður Iokahraði. Mótstaða loftsins verkar að sjálfsögðu á yfirborðið, og því stærra sem það er í hlutfalli við þyngd, því fyrr stöðvar loft- mótstaðan hi-aðaaukninguna. Og þar sem yfirborö músar- innar er miklu stærra miðað við þyngd liennar verður loka- hraði hennar miklu minni. Þessari tilraun mundi lykta svo, að maðurinn rækist á jörðina með ofsa hraða og biði bana þegar í stað.Talsvert síðar svifi músin til jarðar og hlypi sína leið öldungis ómeidd, alveg án tillits til þess, hve hátt fallið liefði verið. Mýs og þaðan af minni skepn- ur þurfa ekkert að óttast fall sem gerði út af við öll stærri dýr. En smæðinni fylgja í stað- inn aðrir vankantar, sem stærri dýr eru að mestu laus við. Það er til dæmis miklu meira áfall fyrir smádýr að vökna en stór dýr.Vegna þess að yfirborð lít- illar skepnu er tiltölulega meira getur meira vatnsmagn safnazt fyrir á því miðað við þyngd’ dýrsins. Blautur hundur hleypur alveg eins hratt og þurr hundur en blaut mús á ei'fiðara með að komast áfram en þurrar stallsystur hennar, og fluga sem lendir í vatni er hartnær bjarg- laus. Raunar kemur fleira til með fluguna sem blotnar en vatns- magnið er á hana hleðst: sam- loðun vatnsins- Vatnið eins og límir hana niður. Mjög smá skordýr, sem fá á sig vatns- dropa, festast eins örugglega og maður í neti, sem strengt væri utan um hann. Þessar litlu lífverur þurfa ekki að ótt- ast þyngdarlögmálið, en væta er þeim eins hættuleg og það er hættulegt fyrir okkur að hrapa fyrir björg. S S s s s s s s s s s s s s s s s s s s s S' s s s s s c s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s 290 SUNNUDAGSULAÐ - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.