Sunnudagsblaðið - 15.05.1966, Blaðsíða 17
börnin mín stóðu alcngdar og
tyiltu sér á tá til að reyna að sjá
framan í mig. En í senn var ég lif-
andi og horfði á þetta einhvers
staðar að utan og ofan. Ég grét og
hrópaði til þeirra að þau biðu
mín, það mætti vel vera að ég
hresstist og færi á fætur. Ég bað
þau líka að taka burt blómin því
mér sló fyrir brjóst af lyktinni
af þeim. En þau skeyttu þessu
engu, heldur baru lxkið út með
fæturna fram eins og siður er.
Ég hljóp á eftir þeim niður mar-
maraþrepin hrópandi að þau
skyldu bíða. Og síðan missti ég
meðvitund........
Allur þessi minningaflaumur
varð tii þess að ég missti með ein-
hverjum hætti sjónar á sjálfum
mér, hver ég væri og hvar niður-
kominn. Mér fannst ég ekki vera
til, að ég væri ekki nema óendan-
leg röð tilviljunarlegfa atvika sem
komið hefðu fyrir annað fólk fyTir
og eftir minn dag.Til a® fullvissa
mig um að ég væri raunverulegur
leitaði ég til spegilsins og sat
langtímum saman og starði á and-
lit mitt í honum. En þetta dugði
mér ekki nema skammt.
Menn eru þannig gerðir að þeim
virðist útlit sitt aldrei fyllilega
sannfærandi. Þegar við lítum í
spegil setur ævinlega að okkur
furðu. „Er þessi hroðalega mynd
virkilega mín eigin?” spyrjum við.
„Það getur ekki verið!” Þetta
getuleysi að einangra sig frá sjálf-
um sér er banvænt. Og þegar ég
borfði á mína eigin jarðarför voru
tilfinningar mínar alveg eins og
okkar sameiginlegu tilfinningar
frammi fyrir spegli — nema tíu
sinnum verri. Ég ímynda mér að
innra með okkur ölium leynist
einhver sem mótmælir því af öli-
uiri kröftum, hafnar hverri tilraun
til að sannfæra hann um að mynd-
in sem hann sér fyrir sér sé hann
sjálfur, hvorki meira né minna.
I’að er alveg sama hvað honum
eru sýndir margir speglar, sama
hvað gallalaus spegilmyndin er —
fanginn innra með þér baðar út
höndunum við þessa. sýn:
..Ertu alveg frávita? Dettur þér
í liug að þetta sé ég?”
..Nú hver skyldi það vera ann-
ar?”
,,Nei, nei nei! Það er ekki ég!
Þetta er ckki ég!” emjar hann, og
lætur aldrei undan hvað sem taut-
ar og raular
Það eru bara ungar og laglegar
konur sem geta setið óttalausar
og dá'ðst að sjálfum sér klukku-
tímum saman. Þetta kemur bæði
til af því að þær eru ekki vel til
þess fallnar að hugsa, svo sjá þær
sig ekki með sínum eigin augum
lieldur sjónum vina sinna og aðdá-
enda. Venjulegt eðlisgreint fólk
þolir hinsvegar spegla mjög illa.
Sannleikurinn er sá að sþeglar
eru eins og dauðinn, andstæðir
eðli okkar og blása okkur í brjóst
sama ótta, tortryggni og forvitni.
Við getum tæpast fengið af okk-
ur að trúa því að venjulegur gler-
bútur, smurður einhverjum sora,
sé fær um áð líkja trúverðulega
eftir sjálfum okkur, birta öll okkar
hyldýpi, og því tökum við til að
rausa og ygla okkur eins og tii
að láta í ljós tortryggni okkar við
myndihhi sem þrjózkást víð
frammi •fyrir okkur. „Svéi þér,”
segjum við. „Hypjaðu þig! Snaut-
aðu burt! Út, út!”
Hræðilegast er áð þvert ofan í
heilbi’igða skynsemi tekur myndin
til að láta á sömu leið og við sjálf,
yglir sig, slær til okkar, muldrar
fyrir munni sér: „Hypjaðu þig,
helvítis beinasninn þinn!”
Og síðan veit maður ekki lengur
hverjum maður á að trúa, mynd-
inni eða sjálfum sér Maður yglir
sig eins og bjáni, hugsar um heims
málin, vefst í vafa þar til maður
er loks orðinn viti sínu fjær og
forðar sér burt með það eitt til
huggunar sér, að þá hljóti myndin
einnig að hverfa úr speglinum;
framlíf mannsins. er óleyst gáta
eftir sem áður
Reynið bara að sitja við spegil
einn tíma eða tvo. Þá sjáið þið
sjálf hvað ég meina!
Samt tók ég út enn rneiri efa-
semdir.
Sem ég hafði staðið hugsandi
við spegilinn eina mínútu eða tvær
tóku að birtast mér myndir þeirra
sem áður. höfðu búið hér og einnig
horft á sjálfa sig í spegli. Míi?
eigin mynd, sú sem ég hafði alltaf
þekkt og gat sannprófað með sam-
anburði við ótal ljósmyndir, hrakt-
ist út i horn fyrir þessum að-
komugestum; þar tók hún til
að ygla sig og afskræma, rang-
hvolfdi augunum hnussandi og
frussandi, sápaði sig undir rakstur,
bíés út kinnarnar, kleip sig og
kreisti graftrarbólur, þó ég aðhefð-
ist sjálfur ekkert þessu líkt, héldur
reyndi af fremsta megni að gæta
viðeigandi stillingar og alvöru.
ég varð að gæta þess vel að andlit
mitt tæki ekki að líkja eftir ímynd
sinrxi í speglinum eins og vandi
þess var. Ef ég tæki að eigna mér
þessar l'ramandi grettur gengi ég
fyrr en varði af göflunum, glataði
minni eigin sjálfsveru. Því gerði
ég mig harðan eins og grjót í hvert
skipti sem ég kom að speglinum.
Ekki veit ég hvert þessar til-
raunir hefðu leitt mig ef ég hefði
ekki séð sjón sem opinberaði mér
hvílíkt hættuspil það er að leika
með minningarmyndir eins og þær
sem sóttu nú að mér margar í
senn og ógnuðu allar tilvist minni,
Þetta var smávaxinn þeldökkur
maður, gamaíl og korpinn líkt og
leðurblaka með felldum vtfengjum.
Hann var að bera sig að spegla
sig í kristalsmola sem klauf mynd
iians í marga hluta — eins og hann
væri ekki sjáfur nógu ofursmár!
En nú sá ég höfuð hans í nærmynd,
sköllótt og skarpholda með
strengdri, dökkbrúnni liúð, og hold
skörp illúðleg ásjóna hans horfði
svo hvasst við mér að allt í einu
skildist mér að hann væri þarna
sjálfur og gæti séð mig. Já, ég sá
hann, og hann mig; við stóðum
stjarfir af undrun og ótta. Hann
hafði allt í einu orðið þess áskynja
að ég horfði á hann, og þetta kom
honum engu minna á óvart en
mér sjálfum. „Guð minn góður!
Hef ég þá verið svona! Þessi hugs-
un fló örsnöggt um huga minn, og
brennandi minning órafjarlægrar
fortíðar snart við votu, köldu enni
mínu......
Ég stóð inni á miðri eyðimörk
með kristal í hendinni. Hvernig.
verð ég ó mig kominn í minni 75tu
hpldtekju? Ætti ég að spyrja? Það
má ekki! Ég spyr samt. Enginn
mun komast að því. Og ég sé
sjáífan mig, fínlegt, greindarlegt
andlit með leðurkenndri húð......
En bvað er nú þetta? Hver er
þetta, hvítur og slímaður og bað-
aður svita? Rétt eins og snákur!
Hvjlíkur ófögnuður! Hræ í tötrum
ALÞÝÐUBLAÐIB - SUNNUDAGSBLAÐ 305