Sunnudagsblaðið - 15.05.1966, Blaðsíða 13

Sunnudagsblaðið - 15.05.1966, Blaðsíða 13
leggja hart aS sér til að sigrast á þessum takmörkunum. En hann vissi hva'ð hann vildi og lét ekki bugast, þótt hann mætti stundum illviljaðri gagnrýni. Eitt sinn er hann var að leika Alex- ander mikla, truflaði liðsforingi cinn sýninguna með því að hrópa í sífellu úr stúku sinni: Alexander litli: Þegar Kean var nóg boðið, gekk hann að stúkunni og liorfði fast á liðsforingjann og sagði: — Já, en hann hefur mikla sál. Árið 1913 var Kean loks gefið tækifæri til að spreyta sig á stór- hlutverki í Drury Lane leikhús- inu í Lundúnum. Frumsýningin fór fram 26. janúar 1814 og þá lék Kean Shylock í Kaupmannin- um í Feneyjum. Ýmsir hafa talið þá sýningu valda þáttaskilum í enskri leikheíð, en það vissu menn auðvitað ekki fyrir. Leikhúsið var hálftómt, og aðeins tveir meiri- háttar gagnrýnendur voru við- staddir. En annar þeh-ra var Willi- am Hazlitt, frægasti leiklistagagn- rýnandi síns tíma, og hann lofaði Kean mjög í dómi sínum í Morn- ing Chornicle. „í mörg ár hefur ekki komið fram leikari sem jafnast á við hann,” segir Hazlitt í þessari grein. Hazlitt fagnaði Kean sem „raun- sæismanni,” er væri í andstöðu við ríkjandi leikstíl, sem bezt kom fram hjá John Philip Kemble að- alleikara í Covent Garden leik- húsinu. Leikstill Kembles lagði áherzlu á hið mikilfenglega í harrn- lcikjunum, og þótt túlkun hans væri virðuleg, var hún um leið uppskrúfuð og tilgerðarleg. Kean þóti meira augnayndi en Kemble, og áhorfendur flykktust til leikhússins til að sjá hann. Þennan fyrsta vetur lék hann fyrir utan Shylock Ríkliarð III., Hamlet, Othello og Iago. Hin mikla að- sókn bjargaði leikhúsnu frá fjár- hagslegu hruni, sem áður hafði ver ið yfirvofandi, og fyrstu átta mán- uðina við leikhúsið vann Kean sér inn 4 þúsund pund. Hann þótti aufúsugestur í samkvæmum betra fóks en gleði sína fann hann ekki þar; hana var fremur að finna í drykkjukrám lágstéttanna. Kean gekkst fyrir stofnun sér- staks félagsskapar, Úlfaklúbbs, og voru félagsmenn úr hópi drykkju- Kean seni Alexandcr mikli • ■ -"svví x ræfla og utangarðsmanna. í orði var tilgangur klúbbsins sá að létta sorgum af mönnum, með því að gefa þeim tækifæri til að hitta jafningja sína, en í raun gei’ði klúbburinn ekki annað en halda miklar og langvinnar svallveizlur. Kean var sjálfur forseti klúbbsins, og rikti jdiir félagsbræðrum sínum eins og konungur yfir liirð sinni. Er það fréttist, að frægur og dáður leikari legði lag sitt við drykkjurúta ,vakti það að vonum hneykslun; blöðin fóru ekki dult með álit sitt á framkomu hans. Af þessum sökum neyddist liann til að láta af forsetatign í Úlfaklúbbn- um, en blöðin gleymdu því hins vegar ekki í bráð, hvaða skemmt- anir honu féllu bezt. Á sviðinu sveiflaðist Kean öfg- anna á milli ekkert síðui’ en í einka lífi sínu. 1 sumum hlutverkum tókst honum feikivel upp, en í öðj> um var hann ákaflega lélegur. Sem Othello varpaði hann svo miklum skugga á samleikara sinn, Junius Brutus Booth, sem lék Iago með prýði, að Booth lét ekki sjá sig í leikhúsinu aftur eftir frumsýninguna. Á hinn bóginn reyndist Kean gjöróhæfur Róm- eoó: „Rödin er hljómstríð og hætt- ir til að verða að hásum skræk, og þetta fullkomnaði þann léleg- asta Rorneó, sem sézt hefur á leik- sviði í Lundúnum,” sagði einn gagnrýnandi um frammistöðu hans í því hlutverki. Fyrir kom einnig, að hann mætti ALÞÝÐUBLAÐIÐ - SUnWuDAGSBLAB 30J

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.