Sunnudagsblaðið - 15.05.1966, Blaðsíða 14

Sunnudagsblaðið - 15.05.1966, Blaðsíða 14
Kean sem Shylock ekki til leiksýninga. Það gerðist fyrst 1816, er hann átti að ieika í Hertoganum af Mílanó. Daginn eftir skýrði hann svo frá, að hann hefði fallið úr vagni á leið til leik- hússins, en blöðin gáfu í skyn, að hin raunverulega ástæða til f jarveru hans hefði verið drykkju* skápur, en ekki slys. Þeta drykkjuskaparorð, sem fór af honum gróf undan vinsældum hans, og ekki bætti það úr skák, þegar hann lenti í deilum við rit- höfund, sem kenndi Kean um það, að leikrit eftir hann 'hafði ekki verið sýnt. Kean svaraði honum í grein, sem hann skrifaði reiður og vó þar ekki orð sín sem skyldi, enda hlaut hann mikið ámæli fyrir greinina. Hið vírsta var þó eftir. Arið 1820 hóf Kean náinn kunnings* skap við Charlottu Cox, sem var gift borgarfulltrúa í Lundúnum. Þetta samband þeirra átti eftir að verða Kean dýrt. En áður en upp úr syði, fór hann vestur um haf í' leikför, sem hófst með sigri, en endaði með ósköpum. Hann kom fyrst fram í Boston, og áhorfend- ur hans hrifust svo af leik hans, að þeir heimtuðu, að hann léki þar sem fyrst aftur. Kean tók þá á orðinu, en þegar hann átti að leika Ríkharð III. þar í borg, komu ekki nema tuttugu áhorfendur til að sjá hann. Kean neitaði að lelka fyrir slíkt fámenni, og þeirri af- stöðu hans varð ekki breytt. Hins vegar fyrtist almenningur við, og Kean hélt austur um haf aftur, án þess að koma víðar fram í land inu, eins og þó hafði verið samið um. Síðla bausts 1821 kom Kean til Englands úr Ameríkuförinni, og hélt áfram að leika Shylock, Ot- hello og Ríkharð III. fyrir fullu húsi áhorfenda. Önnur hlutverk fann hann ekki við sitt hæfi. Frægð hans sem leikara stóð aldrei með meiri blóma, en í einkalífi hans fór að síga á ógæfuhlið. Á árinu 1824 fann Cox borgar- fuJltrúi bunka af ástarbréfum, sent Kean hafði ritað Charlottu, konu hans. Cox hafði lengi haft grun um samband þeirra, en nú voru fengnar fullgildar sannanir. Hann ákvað strax að leggja málið fyrir dómstólana, og í janúar 1825 hóf- ust réttarhöld í því máli, sem hann höfðaði gegn Kean. Réttarsalurinn var þéttsetinn, meðan málflutning- ur fór fram, en úrslitin gátu ekki orðið nema á einn veg. Borgarfull- trúanum voru dæmdar bætur, og Kean brennimerktur í augum al- mennings. Þegar hann kom fram á sviði i hlutverki Ríkharðar III. viku eftir að dómurinn var kveð- inn upp, heyrðist varla í honum fyrir óhljóðum andstæðinga hans í hópi áhorfenda. Dagblaðið Times var þegar orðið honum andsnúið, en næst þegar auglýst var að hann ætti að leika, komst blaðið upp á háa c-ið: „Þessi ómerkingur, Kean, á víst að koma fram aftur í kvöld....Vinir hans og stuðningsmenn, sem hingað til hafa borið blak af honum, af því að þeir héldu að hæfileikar hans gerðu rneira en vega veikleikana upp, hljóta nú að yfirgefa hann, er þeir sjá hann gjörsneyddan minnstu blygðunartilfinningu, þeirri kennd, sem skiiur menn frá skepnum,” skrifaði blaðið. Kean lét sig þó ekki, en hélt á- fram að leika, og smámsaman hættu áhorfendur í Lundúnum að gera hróp að honum. Á lánds- byggðinni hélzt andúðin gegn hon um lengur, og sérstaklega í Edín- borg var siðferðiskennd manna misboðið. Kean reyndi að flýja til Ameríku, en þar fór á sömu leið. Þegar hann kom til New York tók eitt af blöðum stórborgarinnar á móti honum með þessum orðum: „Vér trúum því ekki, að néinn leikhússtjóri leyfi þessari siðlausu skepnu að koma fram á sviði hjá 302 ÖUNNtÍDAGSBlAÖ - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.