Sunnudagsblaðið - 15.05.1966, Blaðsíða 10

Sunnudagsblaðið - 15.05.1966, Blaðsíða 10
og próventumanna og kvenna. Raðir þessa fólks hafa þynnzt þetta „Svarta dauða ár,” því síð- ar segir í annálum 1403: Item it sama ár eyddi staðinn í Þykkva- bæ þrisvar af mannfólki, svo ekki voru eftir nema tveir bræður, er heima voru, og einn húskarl staðarins og hann bar matinn fvrir þá og þá er til komu. Árið 1405 sigla þeir á sama skipi Björn Jórsalafari og Vilkin Skálhoitsbiskup og með honum bi'óðir Jón Hallíreðarson. Hafa þessir menn verið nýbúnir að sitja brúðkaup Kristínar, dóttur Björns jórsalafára og Þorleifs Árnasonar í Viðey. Vilkin deyr í Björgyn í Noregi, en bróðir Jón hefur verið vígður til ábóta í Þykkvabæ þetta ár og reist stað- inn úr kalda koli eftir pláguna. Jón hafði hér mikil völd, var officialis Hólaþiskupsdæmis að mínnsta kosti 1414—15: hann átti í siglingum og gæti það bent til að hann hafi verið útlendur < norskur eða danskur) að ætt- erni og komið hingað með Vilkin biskupi, sem var danskur að ætt og áður príor í klaustri. Árið 1422, segir í annálum, komu þeir út Balthasar og herra Hannis Pálsson í Vestmannaeyj- um og gengu þar á land. En herra Jón ábóti Hallfreðarson, er með þeim sigldi hingað, vildi eigi á land ganga, heldur fylgja skip- inu á land í Þerneyjarsundi, eftir því sem ráð var fyrir gert. Varð honum þess eigi auðið, því að skipið lét út og sást enginn urm- ull til þess síðan, svo menn hafi sanna fregn af, né til neins þess er á var. Jón Þorfinnsson er ábóti í Þykkvabæ fyrir 1427 og fram yfir 1440, dáinn fyrir 1448. Var hann jafnframt officialis Hólabiskups- dæmis 1427 og líklega til þess að Jón Vilhjálmsson biskup tók við um 1430. Ábótarnir í Þykkvabæ eru hálfgerðir vísibiskupar á Hól- um þessi ár á öndverðri 15. öld. Kolbeinn er nefndur ábóti í Veri 1448; hann lét dæma klaustr- inu hálfa Dvrbólaey. Dómsbréf Jóns offioialis Jónssonar er gert 8. maí 1449 um eignarrétt Þykkva- bæjarklausturs til Dyrhólaeyjar í Mýrdal. Bárður Auðunarson er ábóti 1461 — 92. Kemur við bréf 1470 og 1490; þá kaupir hann hálfa Eystri-Ása af Kirkjubæjarklausti. Guðmundur Sveinsson verður á- bóti um 1495, þegar plágan síðari gekk yfir landið, en ekki kemur hann mikið við skjöl, svo vitað sé; getið er þó um, að hahn deildi við Þorstein nokkurn Arason um óleyfða hrossa brúkun.* Guðmund- ur gæti hafa verið ábóti til 1506, en þá verður Narfi Jónsson líkl. Narfasonar Sveinssonar ábóti og er þar til 1509. Hann kemur fyrst við skjöl 1488, kirkjuprestur í Skál- holti eigi síður en 1492, nefndur offisiales 1943, priör að Skriðu í Fljótsdal 1495, sá fyrsti þar, án efa mjög handgenginn Stefáni Jónssyni Skálholtsbiskupi 1493 — 1518. Príor er Narfi á Skriðu til 1506 og hefur mótað þar hið unga klaustur, en nú tekur hann tignara embætti, ábótaembættið í Þykkva- bæ. Árni Steinmóðsson er ábóti frá því um 1515 til æviloka 1520. Fað- ir hans var Steinmóður Þorvarðs- son Steinmóðssonar ábóta- í Viðey (d. 1481) Bárðarsonar. Líklega mætur maður sem langafi hans Steinmóður ábóti. Kollgrímur (Kolgrímur) Koð- ránsson er ábóti í Þykkvabæ 1523 —26. Er hann nefndur officiales eystra um 1500, fékk Valþjófs- staði 1502, síðar Vallanes 1514. Hann hefur verið austfirzkur hefðarklerkur og vinur mikill Ög- mundar biskups Pálssonar, sem tók son hans að sér og gerði að sveini sínum. Var það Eyjólfur, sem var hinn mesti ribbaldi og lenti í vígs- máli. Seinasti ábótinn í Þykkvabæ var Sigvarður Halldórsson 1527—48, gæti verið af ætt Sigvalda lang- lífs. Ögmundur biskup í Skálholti kærði hann, að hann liefði sett sig fyrir vald kirkjunnar og bisk- ups. Sýnir það mikið sjálfræði á- bóta, en þetta jafnaðist og lét Ögmundur Sigvarð vígja fyrir sig príor til Skriðu 1534. Sigvarður var vel metinn hefðarklerkur og líklega nokkuð virðingagjarn. Var hann kosinn til biskups af katólsk- * Dómur 17. maí 1496 um hesta- reið og hestahald fyrir Þykkva- bæjarklaustrið. um mönnum í Skálholtsbiskups- dæmi 1548 eftir dauða Gizurar biskups, fór til Danmerkur, en fékk eigi biskupsvígslu. Hann var að síðustu snúinn til Lútherstrúar og andaðist erlendis. Þessir eru nefndir bræður að Þykkvabæ á dögum Sigvarðar: Jón Árnason, Jón Oddson, Magnús, Jón Grímsson og Sæmundur, alls 5 Jarðir i eigu klaustursins eru tald- ar 47. Meiri og bjartari trúarljómi stendur af Þykkvabæjarklaustri en öðrum íslenzkum klaustrum. Fyr- irmyndar regluhald Þorláks helga Þórhallssonar þar og fagur lffhað- ur kanoka, síðan helgi hans og nafna hans Þorláks helga Lofts- sonar, trúarkveðskapur Gamla kanoka og bróður Eysteins Ás- grímssonar, kirkjustjórn Brands ábóta ásamt lærdómi og skóla- haldi, röggsemi Runólfs ábóta Sigmundsönar í stáðarmálutn og kirkjuhaldi, ritstörf mikil stund- uð þar í trúarlegum efnum; helgi kvæðin Jónsdrápa postula, Harm sól og Lilja vafalaust öll ort þar í næði klausturklefanna. Þar eru ritaðar Gyðinga saga og Alexanders saga Brands ábóta og Áeústínus saga Runólfs ábóta. Kirkjulög og réttur hefur verið þar mikið stundaður. Þaðan kemur úr skóla Staða-Ámi, eins og áður er getið, en hann Setti nýjan kristni rétt 1275; efni hans hefur án efa verið mikið rætt innan klausturveggjanna í Veri. Þjóðlegar menntir hafa verið þar í miklum blóma og orðað hef- ur verið, að þar séu ritaðar ís- lehdinga sögur: Hrafnkels saga, Njáls saga og Svínfellinga saga, þó ekkert verði um það fullyrt. Vér skulum ljúka þessu spjalli um ábótana í Þykkvabæ með versi úr I.ilju Eysteins munks: Rödd engilsins kvenmann kvaddi, kvadda af engli drottinn gladdi, gladdist mær þá frelsarann fæddi, fæddan sveininn reifum klæddi, klæddan með sér löngum leiddi, leiddur af móður faðminn breiddi, breiddar á krossinn guma græddi, græddi hann oss er helstríð mæddi Hér verður að lokum innsettur tii giöggvunar máldagi Þykkva- 298 SUNNUDAGSBLAB — ALÞÝÐUBLAÐIO

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.