Sunnudagsblaðið - 15.05.1966, Blaðsíða 20
ÞaS er snemma vors 1940. Mað
ur kcmur akandi inn í lítið landa
mæraþorp í Sviss og stanzar.Hann
gengur inn í hús, þar sem hann
kemst í síma. Þegar hann hefur
hringt, segir hann: — Qn hér.
Má ég tala við Waibel höfuðs-
mann. . . Eruð það þér höfuðsmað
ur? Þetta er Qn. Ég var að koma
yfir landamærin, og ég held strax
áfram tii Ziirich. Getið þér kom
ið þangað strax? Já, þessu liggur
Maðurinn, sem kallaði sig Qn,
cr dauðuppgefinn. Hann hcfur ek
á. Kærar þakkir. Sjáumst aftur. .
ið bjl sínum viðstöðulítið í tvo
daga síðan hann lagði af stað frá
Bei’lín. En hann má engan tíma
missa og heldur óðara áfram til
ZUrich eftir símtalið. Hann þai-f
mætur farangur, sem hann hefur
meðíei'ðis, þótt hann sé ckki s.ýni
að koma farangri sínum af sér
sem allra fyrst, og það cr dýr
legur. Það eru upplýsingar, leyni
legar upplýsingar. Hann hefur þó
ckkert skrifað hjá sér, því að
það væri allt of mikil áhætta, held
ur hefur hann orðið að leggja allt
á minnið, og þess vegna þarf hann
að koma vitneskju siuni til skila
sem alíra fyrst, meðan enn er
öruggt, að nöfn, tölur og dagsetn-
ingar hafi ekki skolazt til í minn
inu.
Að þessu sinni.er Qn með mik
il tíðindi, leynilegar áætlanir yf
irherstjórnarinnar þýzku. Hann er
meðj áætlanir um innrásina í Dan
möi-k, Noreg, Holland og Belgíu —
ráðgerðar aðferðir við töku lánd
anna og dagsetningu aðgerðanna
— 9. apríl og 10. maí. Qn er ekki
í neinum vafa um, að vitneskja
hans er rétt. Sami aðili hafði áð
ur skýrt honum fyrir fram frá
inrtrás Þjóðverjá í Tékkóslóvakíu
og Pólland. .
SVISSNESKA LEYNI-
ÞJÓNUSTAN.
Ári eftir að síðari heimsstyrj
öldin hófst, sagði Hermann Gör
ing marskálkur eitt sinn í bræði:
— í Evrópu eru ekki til nema
tvær góðar njósnastofnanir. Við
eigum sem betur fer aðra, hina
á þetta ósvífna smáríki, Sviss.
Þegar lengra var liðið á ófrið
inn og farið að halla undan fæti
fyrir Þjóðverjum vék Göring aft
ur að sama efninu í viðtali við
háttsettan þýzkan cmbættismann.
Hann sagði: — Það er mér full
komin ráðgáta, hvernig hinar leyni
legustu upplýsingar komast í sí
fellu til Sviss, og það er ekki
hvað minnst óhugnanlegt, hve
fljótt þær berast þangað. . .
í nýútkominni svissneskri bók:
QN WUSSTE BESCHEID ÍQn
vissi það), er gefið svar við þess
ari ráðgátu, scm olli Göring hvað
mestum áhyggjum. Bókin er eftir
blaðamann að nafni Kurt Emmen
egger, og þar er gerð Ijós gi'ein
fyrir stöðu Sviss á styrjaldarárun
um, og þar kemur fram, hvers
vegna Sviss hafði betri vitneskju
um það, sem var að gerast í
Þýzkalandi, en önnur Evrópuríki.
Leyhiþjónusta Svisslendinga var
ekki fjölmenn, en hún náði undra
verðum árangri. Vorið 1938 unnu
aðeins 3 sérfræðingar hjá levni
þjónustunni, sem var kölluð Rigi
um haustið vai' þeim fjölgað í 5,
og þcgar Sviss hervæddist í stríðs
byrjun urðu þeir 10. Síðan fjölg
aði leyniþjónustumönnunum, eft
ir því sem hættan á innrás Þjóð
verja fór vaxandi, og þeir urðu
flestir 120, en síðustu ár styrj
aldarinnar fækkaði þeim aftur.
Árangur lsvic,'snesk|(\ leyhijþjón
ústúnnar stóð'í öífugu hlutfalli við
mannfjöldann, sem starfaði við
hana. Og það stafaði auðvitað af
því, að þar var valinn maður í
Iiverju rúmi, menn eins og Qn
sem sagt var frá hér að framan.
HVER VAR QN?
Qn var einnig nefndur Múller,
en hinu raunverulega nafni hans
er ennþá haldið leyndu. Þegar
styrjöldin hófst hafði hann um
árabil gegnt ábyrgðarst^rfi við
iðnfyrirtæki í Berlín. í stríðsbvr’
un hvarf hann heim til Sviss og
gekk í svissneska herinn, en her
þjónustu gegndi hann ekki nema
fáeinar vikur. Þá kallaði yfirmað
ur svissnesku leyniþjónustunnar,
Waibel höfuðsmaður, hann á
sinn fund, og bað hann að fara
aftur til Berlfnar og halda áfram
sínu fyrra starfi og þó fyrst og
fremst að halda áfram þeirri upp
lýsingaöflun, sem hann halði hafið
í smáum stil fyrir stríðið:. „Sam
bönd yðar í Beriín hafa langtum
meirí þýðingu fyrir okkur en hern
aðarstöi-f yðar.“ sagði Waibel, og
það átti eftir að koma vel á dag
inn, að þar hitti hann naglann
á höfuðið.
Múller átti mai'ga kunningja í
Bei'lín, bæði áberandi menn í við
skiptalífinu, herforingja og félaga
í nazistaflokknum. Hann lók sér
nú fyrir hendur að afla leyni
legra upplýsinga hjá þessum mön
um. Oft tókst honum að komast
að hinum ótrúlegustu hlutum yf
ir kaffibolla ,en eftir því sem
longra leið á sljyrjöldina varði
kaffi torgætari munaðarvara í
Þýzkalandi. Svisslendingar sáu
hins vegar til þess, að Múller
skorti aldrei þann eðla drykk.
Mikið af þeim uppíýsingum, sem
Múller aflaði sér, var komið frá
háttsettum herforingjum og flokks
leiðtogum, en ýmislegt veiddi hann
308 SUNNUDAGSBLAÐ - ALPYÐUBLABIÐ