Sunnudagsblaðið - 15.05.1966, Blaðsíða 12

Sunnudagsblaðið - 15.05.1966, Blaðsíða 12
Leikarinn Edmuna Kean Við opnum varla skemmtiblað að þar séu ekki i'rásagnir um leik- ara, lofgjörðir um þá eða hneyklis- sögur. Leikarafréttir eru ævinlega vinsælt lesefni, enda gefa sumir leikarar með líferni sínu venjulegu fólki ærin tækifæri til umtals og lineykslunar — eða öfundar. En það væri misskilningur að halda, að þetta sé einhver ný bóla, tilkomin með kvikmyndum, 'sjón- varpi og öðrum háþróuðum aug- lýsingatækjum skemmtiiðnaðarins. Leikarar liafa frá fyrstu tíð verið bitbein i munni almennings og oft og tíðum hneykslunarhella fyr- ir betri borgara, jafnvel þótt dáðst væri að þeim öðrum þræði.Þannig var til dæmis farið með Edmund Kean', sem hér verður sagt nokkuð frá. Þegar liann stóð á hátindi frægðar sinnar var hann borinn á gullstól í Drury Lane leikhúsinu í Lundúnum, en úr leikför til Ame- riku mátti hann þykja heppinn að sleppa lifandi; um skeið þénaðl hann 10 þúsund pund sterling á ári, en þegar hann andaðist var aleigan 600 pund; um tíma var hann hrókur alls fagnaðar í sam- kvæmislífi enska hástéttarfólks en síðar utangarðsmaður, sem jafnvel nánustu vinir sniðgengu. Líf hans og leikferill sveifluðust ætíð öfg- anna á milli. Edmund Kean fæddist í Lund- únum árið 1789, óskilgetinn sonur 19 ára skrifstofumanns og sölu- stúlku, sem hét Ann Carey. For- eldrar hans áttu báðir til leikara að telja; móðurafi hans og föður- bróðir höfðu leikið saman og lang- afl hans einn haíði samið leiki'it; meira að segja móöir Iians hafði stundum komið fram á sviði í smá- hlutverkum. Þremur árum eftir fæðingu hans, framdi faðir hans sjálfsmorð og skildi sveininn eftir i umsjá frænku sinnar, Charlotte Tidswell, sem fengizt hafði við leikstörf. Á þessum árum var mikil eftirspurn efitir barnaleikurum, og Edmund litli varð brátt hálfgert undrabarn á sviðinu. Er hann var ellefu ára hafði hann leikið i einkahúsum víðs vegar um borgina, á sviði Drury Lane leikhússins og fyrir Georg III. í WindsorhöII: „Svo miklir hæfileikar í svo ungri umgjörð hafa naumast sézt fyrr.” stendur um hann á auglýsinga- spjaldi frá þessum árum. En þrátt fyrir þennan meðvind varð Kean að leggja á sig mikið erfiði, áður en liann hlaut frægð sem leikari. Á fyrri hluta nítjándu aldrar gátu leikarar ekki orðið frægir á einni nóttu, eins og nú er unnt. Áður en þeir fengu góð hlutverk I höfuðstaðnum urðu þeir að liafa getið sér orð úti á landsbyggð- inni. Leikara sem vildi komast í fremstu röð, var betra að leika MacBeth úti á landi en taka við smáhlutverki i Drury Lane.Sá.sem einu sinni tók við smáhluverki í Lundúnum, var dæmdur til að leika í smáhlutverkum upp frá því, þar eð leikarar hækkúðu aldrei í tign innan sama leikhúss. Annað, sem setti mark sitt á cnskt leikhúslíf um þessar mundir var, að tvö leikliús, Covent Garden og Drury Lane, höfðu raunveru- lega einkaleyfi til að sinna alvar- legri leiklist. Önnur leikhús máttu sýna skopleiki, revíur, balletta og því um líkt, en alvarlega þenkj- andi leikari. sem lagði nafn sitt við þessi smáleikhús, átti sér varla viðreisnar von. Þetta hvort tveggja ollli þvi að Edmund Kean hóf leiklistarferil sinn utan höfuðstaðarins. Hann var fimmtán ára gamall, þegar hann gcrði leiklistina að aðalstarfi, og um níu ára skeið lék hann með ýmsum leikflokkum á landsbyggð- inni. Alls konar hlutverk féllu honum í skaut á þessum nrum: Hamlet og Harlekin og allt þar á milii. Kean var lítill vexti og hafði þröngt raddsvið og hann varð að 300 SUNNUDAGSB.bAtí - ALÞVDUBLADID

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.