Sunnudagsblaðið - 29.05.1966, Blaðsíða 16

Sunnudagsblaðið - 29.05.1966, Blaðsíða 16
\ Lest! Hver fann þig upp, fjúg- andi næturlest? Einungis örlynd þjóð fékk alið þig af sér! En þótt hvorki hagleiksraennirnir í Túla eða Jaróslav eigi heiðurinn af þér, hedur sá útfarni Breti, Stiphen- son, hæfirðu samt mætavel hinni miklU. i-ússnesku sléttu hvar þú herðir. sóknina fram um veg mót háum hlíðum og djúpum dölum, geisást framhjá simastaurum, hraðar- og hægar, hægar og hrað- ar unz þig sundlar og svíður í augun! Hvað ertu samt, sé litið þér nær, nema dálítill ofn á hjól- um, samóvar ofan úr sveit með vagnatrossu í togi?, Og þótt lest- in sé illúðleg við fyrstu sýn reyn- ist hennar innri maður hjálpfús og góðviljaður. Hún erfiðar más- andi og blásandi upp hvaða hæð sem er hóstar aðvarandi — en þegar hún blístrar bæði hvellt og skerandi er betra að gæta sín að verða ekki fyrir henni. Nú erum við á brautarstöð. Hamslausar konur klifra á hjól- unum með börn sín og ferðatösk- ur; aðrar bjóða til sölu gúrku, kjúkling eða heitar kartöflur í klút, hvimandi og skimandi, stöð- ugt á nálum um að þær verði teknar og sektaðar. Fótalaus betl- ari í duggarapeysu og með húf- una sína milli tannanna ekur sér í klunnalegri hjólakerru milli vagnanna. Hér býðst heitt vatn til að laga sér te, hér er söluborð með sætindum, og upplitaður borði áletraður Fyrsti maí hangir enn uppi síðan í vor. Ein mínúta til brottfarar! Stöðvarstjórinn steðjar um brautarpallinn með rauðan borða um húfuna sfna, 4lvarJegur og árvökull. teygður og tærður af þjónustu sinni við samgöngukerfið, einlægt í upp- námi út af vörulestum. Fyrr en varir erum við enn komin af stað! Konurnar og börnin, borðarnir og ferðatösk- urnar og síðasta húsið með sinn síðasta þvott blaktandi til þerris fara hjá, og enn geysumst við yfir íslagða eyðimörkina, með þrumandi hjólum og brakandi röft um blásandi frá okkur brenni- steinssvækju geysumst við, eins og Gogol segir, fram úr öllum þjóð- um öðrum á örvita ferð okkar. . . Eftir Jaróslav var mér orðið svo kalt að ég vaknaði. Lestin fór á hröðu brokki og vagninn titraði ofurlítið af ferðinni. Nat asja svaf í hnipri eins og kettl- ingur. Ég strauk móðuna af rúð- unni, studdi hönd undir kinn upp í efri rekkjunni og starði út um gluggann á landslágið sem barst Iijá. Við fórum um hvítan, flekklaus an skóg. Eftir krapann í Moskvu í gær vorum við komin í góðan gamlan vetur þar sem allt var eins hreint og snyrtilegt og í kirkj- unni á aðfangadagskvöld einhverr- ar stórhátíðar. Snjóþakin trén glitr andi af frosti voru stórkostleg. Þau minntu mig á kókospálma eða fíkjutré, sem líkast til vaxa hvergi nema í Indlandi eða þá Brasilíu, ættu minnsta kosti ekki heima í okkar ómögulega lofts- lagi. Og sem ég sá þessi undur óþekktrar náttúru sem veturinn jós svo skyndiiega yfh’ okkur varð mér hugsað aftur til kolaaldar þegar Eússlánd státaði, eins og vísindin sanna, af hitabeltisgróðií engu síðuy ea Brasilís, gróðri sea við nú brennum upp í gegnum reykháfa okkar. En mér ofbauð ekki þessi só- un né setti að mér örvæntingu við tilhugsun horfinna kynjaskóga. Snúnir bolir þeirra, blævængj- að laufið, árhringjakerfið var ekki fyrr liorfið í gin eimvélarinnar en allt saman birtist á ný í snjón- um beggja vegna brautarinnar, hið sama og áður og þó breytt, og léði kræklóttum birkihríslum og furu einhverskonar óforgengilegan kristalblæ. Það fer sem sagt ekkert forgörðum í náttúrunnar ríki. All ir hlutir eru skyldir innbyrðis og móta hver annan í nýrri og nýrri mynd. Og mannkynið geymir þann ig í sínum síbreytilega svip, sínum margbreyttu venjum, siðum og brosum óbreytileg einkenni allra þeirra sem áður lifðu — eius og þeir leifðu gjótum og afkimum sálar okkar vistarminjum sínum. Til skamms tíma hefði þessi Iiugsun farið um mig hrolli. Sál- arkorn. mitt hafði í eigingirni sinni barizt af kröftum gegn öll- um aðskotadýrum sem sóttu á mig eins og lýs og ógnuðu miðtauga- kerfi mínu með upplausn. En aug- liti til auglitis við náttúruna sjálfa með sinni föstu röð og reglu varð návist þeirra mér allt í einu til gleði og hugarléttis, kom mér á snoðir um mína eigin innri verðleika, orku og undirdjúp hugar míns. Ég hugsaði um hvað- eina sem kom í hug mér þar sem Fjórði hluti 328 6UNWUBAG&BIA& - AL^ÍWUBLACIB

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.