Sunnudagsblaðið - 29.05.1966, Blaðsíða 20
voru það þær sem verið liöfðu
konur í fyrra lífi; ég skyldi hafa
mig mína leið meðan undankomu
væri enn auðið. Aðrar fjösuðu
mest um allt það fé sem farið
hafði til einskis. Enn önnur rödd
sagði mér að veita viðnám.
En ég gat ekki fundið út hver
þetta væri. Var það Stefán Alexej-
evitsj með allt sitt rembilæti?
Eða Var það indíáninn sem drukkn-
aði með höfuðleður milli tann-
anna? Eða einhver óþekktur her-
maður grafinn djúpt í mínum
innra manni, innundir öllum heigl-
unum og smáþjófunum? Elsku
gamli óþekkti hermaður! Það var
með þínum stuðningi, líkamlegum
og siðferðilegum, að mér auðnað-
ist að stúgga öllum þessum lýð
frá mér:
„Haldið ykur saman, bannscttu
bjánar, cllegar ég hcngi ykkur á
hæsta . gálga,” muldraði ég niilli
tannanna. Og þeir kyrrðust smám-
saman, hættu að dæsa og hvæsa
svo að aftur mátti heyra hjóla-
' gnýinn, brakið og.brestina í vagn-
inum sem kom í veg fyrir að heyrð-
ist: stígvélatraðkið og fjarlægt
muldur mannanna á leið til okkar.
i leit að mér.
Ég sagði við Natösju að við yr6-
um að komast út úr lestinni. Hún
spurði ekki hvernig slikt væri
hægt, við ókum á fullri ferð cftir
snæviþakinni sléttunni. Það eina
scm hún vildi vita var hvað við
ættum að gera við töskurnar okk-
ar. Ég greip í hönd henni og dró
hana mcð mér eftir ganginum.
Sem betur fór var enginn við
vagndyrnar. Og alveg eins og ég
hafði séð fyrir voru þær ekki
læstar þó það sé vanalega gert
til að hindra fólk að lioppa út og
limlesta sig. ísköld vindstroka stóð
beint framan í okkur.
..Stökktu!” hrópaði ég til Nat-
ösju til að yfirgnæfa vagnskröit-
ið. „Þú meiðir þig ekki í snjó-
• sköflunum! Það er alveg satt!
Stökktu strax, segi ég!”
En hún þorði ekki að hlaupa út
úr lestinni á slíkum hraða, vissi
ekki að ekkcrt var að óttast, að
hún var óhult fyrir öllum háska
og gat stokkið það sem .hana lysti
án þess að eiga neitt á hættu.
Ég hcíði stokkið út á undan til
að visa henni veginn - hefði ég
ekki óttazt að hún mundi halda
áfram án mín. Og þá hefði ég
engin ráð að hjálpa henni.
Fjórir einkennisklæddir nienn
voru nú komnir inn í vagninn
okkar og nálguðust okkur eftir
ganginum. Ég tók að stjaka við
Natösju og berja á fingurna á
henni, sagði henni sífellt að
stökkva, stökkva nú! En hún hlust-
aði ekki á mig, righélt sér fastri
og stagaðist á því að ég mætti ekki
fieygja sér út, hún væri öldungis
skilin að skiptum við Boris.
Samt hefði mér kannski tekizt
að koma henni út og stökkva sjálf-
ur á eftir hefðu ekki þessir útsend-
arar Borisar tekið undir sig stökk
og umkringt okkur á svipstundu.
Þeir létu dynja á okkur skipanir
og spurningar: hver vorum við,
hvað að gera hér, hvers vegna vbru
dyrnar opnar? Ég sagði að við
hefðum farið fram til að fá okkur
frískt loft. Konunni minni liði
ekki vcl.
Natasja hríðskalf. Hún gat ekki
losað sig við þá tiifinningu að ég
hefði ætlað mér að hrinda hcnni
undir æðandi lestina. Engu að
síður samsinnti hún því að við
hefðum komið hingað fram til
að anda að okkur fersku lofti; enn
hlaut. ég að dást að innræti henn-
ar. En nú var allt um seinan.
Þcir höfðú borið kennsl á mig.
„Þér eruð tekinn fastur! Komið
nú með mér,”, sagði maðurinn sem
nefndur var Sysojev. Hann stakk
skilrikjum mínum í brjóstvasann
og rétti mér eitthvað plagg sem
ég hirti ekki einu sinni um að
lesa. Mér fannst að allt þetta hefði
gerzt einhverntíma áður. Jafnvel
húfa Sysojevs, glæst loðfóðruð for-
ingjahúía, virtist mér kunnugleg.
Ég hafði aldrei séð Sysojev fyrr
á ævinni né hvítu húfuna hans;
ég vissi það eitt að svona hlaut
þetta að ganga fyrir sig; ég hafði
vitað frá upphafi að til svona
mundi þetta fara.
Vefst var að þeir tóku Natjösu
ekki fasla líka. Þeir sögðu að hún
gæti farið hvert á land sem hcnni
sýndist. Hún kyaðst mundu snúa
aftur til Moskva og brast í grát
— í þriðja eða fjórða skiptið
þcnnan sarna morgun.
„Þú mátt ekki halda að ég fari
aítur til Borisar,” sagði hún við
mig. „Ég skal bíða eftir þér. Þetta
hljóta að vera mistök, þeir sleppa
þér bráðum aftur....”
Við stigum af lestinni á næstu
stöð. Það var þurrt veður með
frosti. Helmingurinn af farþegun-
um kom askvaðandi að sjá hver
hefði verið tekinn; bóndakona í
gæruúlpunni krossaði sig, er hún
sá mig eins og ég væri liðið lík.
Átta einkennisbúnir menn slógu
hring um mig, stoltir og virðuleg-
ir, rétt eins og ég væri mikilsmet-
inn gestur frá útlöndum. En að
minnsta kosti fjórir þeirra héldu
fast um byssuskeftin í frakkavös-
um sínum.
„Þér megið kveðja vinkonu yff-
ar,” sagði Sysojev. „En þér, frú,
ættuð að vera um kyrrt á stöð-
inni. Moskvulestin kemur ekki
fyrr en í kvöld.”
Ég tók utan um Natösju og sagði
við hana hljóðlega en greinilega
hið síðasta sem ég gat sagt henni
þennan örlagamorgun:
„Natasja,” sagði ég, „hvað sem
þér kann að finnast um mig, þó
þú haldir að ég sé brjálaður —
mundu samt eitt: haltu þig frá
Gnezdnikovski-götu þegar þú kem-
ur aftur til Moskvu. Þú þekkir
götuna hún er rétt hjá Púskín-
torgi og Gorkí-stræti. Farðu þang-
að fyrir enga muni og gættu þess
sórstaklega á sunnudaginn, þann
19da. Mundu: 19da janúar, eftir
fjóra daga. Klukkan tíu um morg-
uninn! Vertu heima! Ef þú skyldir
endilega þurfa að fara til Boris-
ar.... vertu ekki að hrista höi'uð-
ið! Ég veit það vel! Sá 19di er
sunnudagur.og það getur vel ver-
ið að þig langi til að finna Boris.
Hvað um það? Skítt með það!
Mér er alveg sama! Farðu bara
ekki um Gnezdnikovskí. Það er
líka krókur fyrir þig svo þú yrðir
alltaf sein . . þú ert alltaf hjá
honum milli tíu og hálfellefu.
Það er í lagi. Vertu bara til há-
degis ef þú vilt! Þið hafið
nóg að gera svo timinn líður fljótt.
Það skiptir engu máli! Mundu bara
eitt: Gnezdnikovskí.......... þann
19da. . . . klukkan tíu um morg-
uninn....
En ég hafði ekki fyrr sleppt orð
inu cn mér varð Ijóst að einmitt
þctta hefði ég ekki átt að segja.
Ef ég liefði ckki bannað henni aö
332 SUNNUDAOSLILAÍ) - ALÞÝDUBLADIÐ