Sunnudagsblaðið - 29.05.1966, Blaðsíða 12

Sunnudagsblaðið - 29.05.1966, Blaðsíða 12
mála tvö mý hús. En á milli þeirra stóð eld-gamalt hús, sem ekki hafði verið málað í meira en tuttugu ár. Málararnir sem stóðu utan á nýju húsunum í háum stigum, voru nærri dottair alla leið niður, þegar þeim varð litið á gamla húsið. Þarna stóð það skyndilega, nýmálað og pússað svo að nýju húsin sýndust vera gömul við hliðin'a á því. Solla skemmti sér dásamlega vel og horfði nú í kring um sig eftir fleiru, sem hún gæti gert til gagns. Þarna sá hún gamla halta konu, sem gekk þyngslalega við staf . og var alveg að missa af strætisvagni. „Hókus-pókus, hölt verði heilte, tautaði Solla og horfði svo með mikilli ánægju á, að gamla konan henti stafnum og hljóp í sprettinum á eftir strætis-vagninum og náði honum á fullri ferð. Nú var Solla komin heim. Hún þeyttist niður í þvottahús þar sem mamma hennar var og bað hana alveg óðamála, að koma strax með sér niður í fjöruna til að sjá þessa stóru fallegu höll, sem hún hefði búið til. Hún tók í hönd mömmu sinnar og dró hana af stað með sér. „Elsku barn, ég er svo illa klædd, beint úr þvottinum, að ég get ekki látið sjá mig úti á götu“, sagði mamma á hlaupunum. „Já“ sagði Solla „ég skal bæta úr því undir eins“. 324 SUNNUDAGfeB'LAÐ - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.