Sunnudagsblaðið - 29.05.1966, Blaðsíða 13

Sunnudagsblaðið - 29.05.1966, Blaðsíða 13
Áður en mamma vissi áf, var hún komin í síðan hvítan kjól með demantsfesti um hálsinn. „Ó, Solla mín, nú er ég ailtof fín“, másaði mamraa. Solla flýtti sér að breyta fötunum aftur svo. að nú hljóp mamma þarna með henni í fallegum, rósóttum sumarkjól. Þegar þær komu niður á fjöru blasti við Sollu ömurleg &jón: Höllin fagra var nærri því alveg horfin niður í sandinn. Aðeins turnarnir stóðu upp úr. Sollu lá við gráti: „Vitlaus gat ég verið, að byggja höllina mína á blautum sandi. Nú er hún sokkin“. Solla henti sér á hnén og reyndi að grafa upp höllina sína fallegu með berum höndunum. „Solla, Solla. Hvar ertu barn?“ Mamma hljóp um fjörusandinn og leitaði að Sollu. Allt í einu kom húh auga á litlu stúlkuna sína þar sem hún lá' í heitum sandinum og svaf. Þegar þær leiddust heim nokkru seinna sagði Solla mömmu sinni skrítinn draum um sokkna höll og galdrastaf. Myndagáta Setningin, sem þessi myndagáta býr yfir heyrist oft á götunum á Sumardaginn fyrsta. = ALÞÝÐUBLAÐIÐ - SUNNUDAGSBLAÐ 325

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.