Sunnudagsblaðið - 29.05.1966, Blaðsíða 23

Sunnudagsblaðið - 29.05.1966, Blaðsíða 23
Sturlunga, einnig mætti geta til um Eyrbyggju og fleiri sögur við Breiðafjörð í bókagerð stendur klaustrið hátt, því að fræðimenn ætla að Skarðsbók (Postulasögur) sé gerð og lýst (myndskreytt) í klaustrinu og einnig leiðir Björn Th Björnsson rök að því að hin íslenzka teiknibók sem er í Árna- safni og geymir teikningar og skissur af listaverkum og kirk.ju- gripum sé gerð í klaustrinu. Má ætla að bókagerð og handrita- skreyting og einnig líklega lík- neskjagerð og pentun 'málun), hafi náð gó'ðum þroska á Helgafelli og verið þar mikið stunduð. Bókaauðugt var klaustrið. Sam- kvæmt máldaga 1397 í tíð Þor- steins ábóta Snorrasonar er þar á annað hundrað bóka þar af 25 helgisiðabækur, og 35 norrænar bækur, nærri hundrað latínubóka annar en tíðabóka. Bræður á Helgafelli munu og hafa stundað málmsmíði, ölgerð og jafnvel vefnað, auk stanar lögbundnu messugerðar og bænahalds. Klausturskirkjan á Helgafelli var helguð Maríu guðsmóður og Jóni postula. Eigna hennar sam- kæmt máldaga 1367 á dögum Ás- gríms ábóta Jónssonar er lauslega getið þannig: 8 kantarakápur hinai' betri, 6 hinar léttari, 12 sloppar, 4 dalmantikur, mai’gar subtilar, 15 manna messuklæði, 20 höklai', 7 kaleikar, einn þar af með gull (úr gulli). Tabúla fyrir altari og brílc yfir ajtari, 2 smeltir krossar, 1 kross yíir altari með líkneskj- um, smeltur kross lítill, Maríu- skrift, Jónsskrift postula, Ólafs- skrift, Ágústínusarskrift, kross stór, paxspjald sæmilegt, glóðar- ker, eldberar þrennir, 4 antipenda (altarisklæði), 3 altai'is dúkar Ritstióri: Kristján Bersi ÓlafsseB ðtjrefandi: BlbýSublaSil Prentun: PrentsmiSis *lbýSubl*BsIh» glitaðir, skrín og texti, epistolar- is búinn, 9 merkur silfur í borð- búnaði og eitt ker lokað, hornker að auki búið með silfri, skurn lokað búið, 4 horn (drykkjarhorn). Samkvæmt Vilkinsmáldaga 1397, 30 árum síðar hafa kirkjueignir mikið aukizt. Þar eru þá: 20 manna messuklæði, 13 kantara- kápur, 12 sloppar, 8 altarisklæði, 3 glitaðir altarisdúkar, 2 aðrir stórir 7 smáir alls 12 dúkar, 1 tab- ula með brík, 8 kaleikar, 4 textar, 3 smeltir krossar, 1 steindur kross með undirstöðu, kross yfir kór, tannkross með líkneskjum, 2 pax- spjöld, 2 amplar, 2 sacraium, mundlaug, guðspjallakro:s. Lík- neskjur eru: 2 stórar Maríulík- neskjur og ein lítil, Jónslíkneskja, Ólafs og Ágústini líkneskjur, 7 klulckur, bjöllur 5, krosmaker og járnstikur fyrir ölturum og lík- neskjur, í kór 8 glergluggar. Húsakynna á Helgaíelli 1397 er getið þesara: Ábótastofa, bræðra- skáli, mikilskáli, cuventum, mál- stofa, stóra stofa og baöstofa. Tjöld eru í miklustofu, ábóta- stofu, conventu og málstofu, item 2 góðir reflar um framkirkju, 3 borðdúkar, 6 salún, hægindi 5 með koddum, pallklæði og pall- koddar 8. Þá er og nefnt í mál- daganum 4 mundlaugar, 2 stéttar- ker, 17 tindiskar, 12 könnur. Silfureign klaustursins var þessi: Silfurbolli, þrjúhorn, bú- in, þrjár silfurrósir, sjö silfur- ker, 2 bikarar, 2 stéttarker, 4 skurn búin, 7 silfurspænir; allt samaji silfur veginn fjórðungur að auki propiciatorum með silfrur og glóðarker, 1 trébolli búinn (eitt gull (fingurgull), ki-oss með silfurfesti, Jóns-Iíkneskja baptista með ala- bastur, 4 kerta stikur úr 'kopar. Búfjáreign klaustursins var þessi: 66 kúgildi roeð löndum (leigustöðum), 98 nautgriph', 450 sauðfjár og 30 hestar. Kúgildaeign átti eftir að stóraukazt eftir þetta. Þá á klaustrið tvo báta, teinæring og áttæring. Frh. af bls. 318. Hið undarlega var, að enginn virtist fá grunsemdir, þótt sex myndir áður óþekktar eftir Ver- meer kæmu allt í einu á markáð- inn. Eílaust hefur styrjöldin átt sinn þátt í því, en Hollendingum var á þeim árum mjög hugleikið að bjarga menningarverðmætum sínum, og það hugarástand, sem ríkti í landinu, ýtti ekki undir nákvæma athugún og rólega í- hugun. Árið 1943 hóf van Meegeren að vinna að síðustu íölsun sinni, og það var sú mynd, sem kom hon- um á kné. Hermann Göring hafði spurnir af myndinni, er hún var boðin til sölu, og þar eð hann fýsti að fá mynd eftir Vermeer í listaverkasafn sitt lét hann kaupa hana. Eftir styrjöldina voru þessi kaup hins vegar rakin til van Meegerens, og hann var dreg- inn fyrir dóm, ákærður um sam- vinnu við nazista. Til þess að bi’einsa sig af þessari sök, játaði haun á sig aðra. En menn feng- ust ekki til að trúa honum, er hann kvaðst sjálfur hafa málað myndina, sem Göring keypti í þeirri trú, að l)ún væri eftir Ver- meer. Til þess að sannfæra dóm- stólinn varð van Meegeren að mála nýja Vermeer-mynd í viður- vist sex sérfróðra votta. van Meegeren fékk að ganga laus meðan málið beið dóms. — Sjaldan eða aldrei mun nokkur sakborningur hafa lagt sig eins í líma við að sannfæra dómara um sekt sína og hann gerði við þetta tækifæri, því áð dómur yfir hon- um var um leið dómur yfir list- fræðingunum, sem höfðu gleypt við fölsunum, en urðu nú að viður- kenna, að þeir liöfðu keypt og lofsungið málverk aðeins vegna nafnsins sem stóð í neðra borninu. Úrslit málsins úrðu þau, að van Meegeren var dæmdur í eins árs fangelsi, en hann lézt skömmu eftir að dómurtan var kveðinn upp. alþýðublað© - sujwudagsblað 335 i

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.