Sunnudagsblaðið - 29.05.1966, Blaðsíða 4

Sunnudagsblaðið - 29.05.1966, Blaðsíða 4
 ’ •./ ■ . ■••• Myndin hér til lilið'ar er eftir liol- lenzka málarann Pieter de Hooch. Þcssa mynd tók van Meegeren til fyrirmyndar að einni af fölsumun sínnm. Árangurinn sést á myndinnl hér á móti áhuga á, að kaupa hana sem slíka. van Meegeren sagði a0 það staf- aði auðvitað af því að málverka- kaupendur hefðu engin áhuga á listgildi mynda, heldur tækju þeir eingöngu mark á þeim stimpli, sem þeir gætu sett á myndirnar. Ýmislegt varð til þess að stað- festa þessa skoðun van Meegerens. Eitt sinn dró hann í flýti upp riss- mynd af dádýri í eigu Júlíönu prinsessu. Hann áleit að þessi mynd gæti orðið góð söluvara, svo að hann bauð nokkrum lista- verkasölum hana til kaups. Eng- inn sýndi myndinni nokkurn á- huga — þar til hann ljóstraði því upp að dádýrið væri í eigu kon- ungsfjölskyldunnar. Þá varð mynd- in allt í einu skemmtilegt og nær- færnislegt listaverk. Er tímar liðu fram, fór van Mee- geren að ganga nokkru betur. — Hann varð talsvert eftirsóttur portrettmálari, en listdómarar gáfu honum liins vegar ekki háa eink- unn. Þeir töldu hann ekki vera annað en mjög færan handverks- mann, sem skorti listræna innlifun. Þessa dóma tók van Meegeren sér mjög nærri og í huga hans tóku að fæðast ráðagerðir um að fletta ofan af listdómurunum og ná sér niðri á þeim. Til ársins 1932 hélt van Mee- geren áfram að mála^ í eigin nafni, aðallega portrett eftir pöntun. — Hann hafði skilið við konu sína allmörgum árum áður, og kvænzt aítur, og nú fluttist hann skyndi- lega frá Hollandi til Roquebrune í Suður-Frakklandi, en þar keypti hann sér hús, er hann settist að í. Hann var þá 43 ára að aldri, og að fullu undir það búinn að mála þær myndir, sem áttu eftir að afla honum heimsfrægðar, þótt sú frægð væri dálítið vafasöm. Enn liðu þó full fjögur ár, þar til fyrstu fölsuðu myndirnar komu fram á markaðinum. van Meegeren hóf falsanir sín- ar með því að kaupa ekta sautj- ándu aldar málverk, sem hann fékk ódýrt í listaverkabúð í Am- sterdam. Næst lá fyrir að ákveða hvaða liti skyldi nota í stað olíu- lita, og síðan varð að ná eldri myndihni af striganum, til þess að unnt yrði að mála þá fölsuðu á hann. van Meegeren gerði marg- víslegar tilraunir með þetta, og oft datt hann niður á snjallar 316 SUNNUDAGSRLAÐ - ALÞÝÐUBLADID

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.