Sunnudagsblaðið - 29.05.1966, Blaðsíða 17

Sunnudagsblaðið - 29.05.1966, Blaðsíða 17
ég lá á maganum í ofri rekkjunni, vó og mat áthuganir mínar á líf- inu og kom þeim á fastan heim- spekilegan grundvöll. Það sætir furðu að vísindin skuli ekki hafa uppgötvað og fært fullkomlega sönnur á sálnaflakk. Samt blasa dæmin hvarvetna við. Lítið til að mynda á börn sem fæðast með sex fingrum. Hvaðan kom nú þéssi aukafingur? Lækn- isfræðin kunna engin svör við því. Þó þarf maður einungis að láta sér koma það í hug til að sjá að þetta er bara einn þessara huldu manna, sem löngu síðan eru liorfn- ir héðan, sem nú hefur ákveðið að gefa sig til kynna með því að stinga fingri sínum í hönd ein- iivers annars, eins og vildi hann segja: Hér em eg! Hér sit ég, og mér leiðist! deti ég ekkert annað gert — þá spretti ég minnsta kosti fingrum að heiminum! Eða þá geðsjúklingar, hvílík skyggnigáfa er þeim ekki gefin! Þarna kemur einhver náungi upp- stertur og segist heita Júlíus Cæsar. En enginn trúir honum, — enginn nema ég sem veit hann segir satt. Ég veit að hann var Júlíus Cæsar. Ja, kannski ekki Cæsar sjálfur beinlínis — en hánn hefur að mirinsta kosti verið éin hver mikilsháttar herstjórr hann hefur bara gleymt því hvað hann hét raunverulega og í hvaða þjón usugrein hann var. En það þarf ekki að ganga svona langt. Hefur ekki hver sem er, jafnvel hinn hljóðasti, hógvær- asti og huglausasti okkar allra, einhverntíma upplifað andartaks- stund hugdirfðar, innblásturs, vizku? Spyrjið bara sjálf ykkur! Kannski var það Byron sjálfur sem andarak vaknaði upp hið innra með okkur, eða þá Leonardo da Vinei. . . En við lifum eftir sem áður eins og ekkert hafi í skorizt. Ég skal ekkert veður gera út af Leonardo. Það er meginreglan sem skiptir máli, ekki Leonardo da Vinci. Og ég er ekki að hugsa um sjálfan mig. Ég hef sjálfur meir en nóg á minni könnu: Grétu, Stefán Alexejevits (þann sem gaukinn skaut), aumingja Mitja litla Datlov, sem dó aðeins ittnr ðf'a' -gártiall á' ölditini sem leið .... Og þannig endalaust .... En víst væri það gaman að vera, fyrir nú utan Grétu og Mitja, til að mynda einhver á borð við Byron .... Ganga til dæmis niður Tsvetntoj sem lávarður- inn sjálfur, horfa yfir lýðinn með byronsku yfirbragði .... Þegar sögunni sleppti hugleiddi ég önnur efni sem við lærðum í skólanum, landafræði, dýra- fræði .... Sagt er að manrisfóstur þróist stig af stigi. í fyrstu ef það fiskur, síðan einhverskonar froskur, loks verður það víst eitt- hvað í líkingu við apa .... Hvað segið þið um þetta? Bæði fiskar og froskar fengu tækfæri til að hoppa og skoppa í okkar mynd! En nú er mér að visu ljóst það sem kennarinn okkar gamli sagði okkur aldrei, að þetta eru ekki bara tiltekin þróunarskeið líkam- ans ineðan hann ér enn fárátt fóstur í móðurkviði, heldur var ég á þessum gleðidögum félagi og tvíburi einhvefs alveg tiltek- ins urriða sem synti kannski í ánni Amazon fyrir 18 millj. árum siðan eða svo. Og allir fiskar aðrir, liver einasti einn, eignuðust ný heimkynni i samtíðafmönnum mínum. Þessi kenning, ef til vilí su al- eina sem hæfir þroskuðum hugá, óx upp á lestarferðinni. Ég lá uppi í efri rekkjunni og hugleiddi ó- endanleikann, ódauðleikann og eilíft jafnrétti, hugarrór í krafti þessara óhrekjandi röksemda. Nú var ég þess fullviss að enginn okkar mundi hverfa að eilífu. Við flytjumst bara um set i önnur og ef til vill vistlegri híbýli, allir sem einn, Mitja Datjlov, Gréta, Stefán Alexejevitsj og fiskurinn. Og ekki megum við gleyma Byron! Við setjumst að í einh'erjum rúmgóðum framtíðarborgar* sem ég hygg að verði í engu frábrugð- inn okkur hinum. Hann verður veraldarmaður, kurteis og fram- sækinn, og vísindi þeirra tíma munu hafa útlistað fyrir honum alla þessa þróunarsögu. Óg þar sem hann situr við gluggann sinn á kyrrlátu sumarkvöldi finnur hann skyndilega eitthvert þreyju- leysi bærast í brjósti sér........ Skyndilega fyllist. hjarta bans svo út af flójr af .ánnarlpgupu til-^ finningum, og undarlegar hug- myndir skjóta upp kollinum i þreyttu höfði hans. í fyrstu setur að honum furðu. En siðan man hann eftir sálnaflakkakenningunni og hann segir sem svo: ,Ó, er þetta þú gamli minn! Ég veit hver þú varst! Hvernig geng- ur? Heilsaðu Byron og Leonardo da Vinci!” Halló, félagi í framtíðiririi! Hlust- aðu á það sérii ég segi! Gléymdu ekki að minnast míri þetta kyrriáta sumarkvöld! Sjáðu, ég brosi til þín, ég bfosi með þér, ég brosi gegnum þig! Hvernig get ég verið dauður ef ég lifi í hverju þínu handarviki? Hér er ég! Þú heldur að ég sé ekki til? Heldurðu að ég sé horfinn um eilífð? Bíddu bara við! Hiriir dauðu syngja í líkama þínum, dauðar sálir súða í tauga- kerfi þinu! Hlustaðu bara! Þáð er eins og suðan í býkúpu eða áörigur símavírarina sém flytja fréttir hringinn í kringum hnöttinn. Einn ig við vorum fólk! Líttu um hæl til okkar! . . ;. En ég vara þig við, ekki vegna öfundar eða illkvittm heldur vin- áttu okkar og félagsskapár: Einn- ig þu murit deyja! Þá níuntu mæta okkur sem jafningi, og við höldum förinni áfram, og áfram, fram á óþekkt Svið tíma og rúms. Þessu get ég iofað þér!. Niðursokkinn í þessár og því- líkar hugsanir hafði ég stein- gleymt Natösju. Eða réttara sagt: ég hætti að gera mér grillur ut af henni þó ég vissi fullvel undir niðri að hún var hið næsta mér, óbrigðul og æ hin sama sera hún hafði alltaf verið mér, elsku Natasja niín og engin önnur. Þótt ég hlytí að viðurkenna fræðilega að einnig hiO innra með henni lifðu ótal fleiri verur þá kaus ég að leiða þá hugsun hjá mér. Ég vildi ekki vita af þeim. í ímyndun minni var hún eftir sem áður ein og sama Natasja, ósnortin eilífleg. Og þó ég ráðgerði hjúskap og bú- skap með henni þá leiddi ég hrig ann hjá einstökum ati'iðurri fram- tíðarinnar, forðaðist að hugsa lengraen til þess að hún vaknaði og byði til.morgunverðar. ,Það er^gaman a« snæða-á lestar-:- fgfðt H'vað, -sgm jftaðyr tékues&ý ALbÝÐUBL'AÐIÐ - StJNNUDACSBLtó JJtg

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.