Morgunblaðið - 24.09.2003, Page 40

Morgunblaðið - 24.09.2003, Page 40
Sjóðið lasagnablöðin skv. upplýsingum á pakka, látið renna af þeim og þerrið á viskastykki. Saxið grænmetið og skinkuna. Saxið pylsuna, rífið hana niður eða maukið í matvinnsluvél. Steikið aðeins í olíu á pönnu áður en skinkan og grænmetið er sett saman við og mýkt vel. Brúnið hakkið á annarri pönnu. Setjið síðan saman við grænmetisblönduna. Hellið rauðvíninu út á pönnuna og látið sjóða þar til það hefur gufað upp. Bætið tómötunum og lárviðarlaufinu út í og kryddið. Látið malla í klukkustund. Sósan á að vera vökvamikil. Útbúið béchamel-sósuna á meðan hin sósan sýður. Setjið lag af béchamel í kantað, eldfast mót. Þá lag af sósunni og loks lasagna-blöð. Yfir þau er settur saxaður mozzarellaostur og parmes- anosti sáldrað yfir. Endurtakið þessa röðun hráefna þar til þau eru uppurin. Endið á kjötsósu og béchamel og stráið parmesanosti yfir ásamt nokkrum smjörklípum. Bakið í 200° heitum ofni í 30–40 mínútur. Lasagna lifun Sósa: 150 g nautahakk 4 skinkusneiðar 50 g ítölsk pylsa, salami 1 1/2 dós niðursoðnir tómatar 1/2 laukur 2 gulrætur 1 sellerístilkur 1 hvítlauksrif 1 lárviðarlauf basilíka 1/2 rauðvínsglas ólívuolía salt og pipar Annað: lasagnablöð eftir smekk 2 Galbani-mozzarellakúlur Galbani-parmesanostur béchamel-sósa (sjá uppskrift af canneloni) Saxið hvítlaukinn og chillíaldinið smátt og mýkið í örlítilli olíu á pönnu áður en þið bætið allri olíunni út í. Gætið vel að því að blandan brúnist ekki, þá eyðileggst bragðið. Hellið þessu yfir soðið pasta og blandið vel saman. Berið fram með parmesanosti. Þetta er ein auðveldasta og fljótlegasta uppskrift sem til er að góðum pastarétti. Pasta með hvítlauk, olíu og chillí 400 g pasta að vild 4 hvítlauksrif 1 rautt chillíaldin 1 bolli ólívuolía, má vera minna eða meira Galbani-parmesanostur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.