Alþýðublaðið - 05.06.1976, Qupperneq 13
bSa&fö' Laugardagur 5. júní 1976.
13
þeirri von aö geta haft nokkuð af
hinum þegar til túlkunar á
einstökum samningsákvæðum
kemur. Ósagt skal látið um
sannleiksgildi þessara sögu-
sagna en málalengingar i þess-
um plöggum eru þó litt skiljan-
legar og valda trúlega þvi að
fólk leitar siöur réttar sins af
ótta við að veröa stimplaö illa
gefiö vegna þess að það skilji
ekki þaö sem skrifaö stendur.
Upplýsingaskylda.
A liðnum vetri var þaö
gjarnan rætt hve mikil spilling
viðgengist i þvi litla þjóðfélagi
sem við byggjum.
Allir sem um þetta mál hafa
rætt hafa tekið i sömu árina
og flestir hafa bent á skyldur
fjölmiðla i þessu sambandi.
Hér á landi þurfa stjórnmála-
flokkar ekki að birta neitt um
fjármál sin, hvorki hvernig
fjárins er aflað né heldur
hvernig þvi er eytt.
Skattsvik eru mikið nefnd
sem dæmi um spillinguna en
hvernig er málum háttað með
upplýsingar um árangur rann-
sókna slikra mála? Skattrann-
sóknastjóri og hans lið gerir at-
huganir sem siöan ganga sem
hljóðlegast i gegnum kerfiö,
skattur er lagöur á að nýju, sak-
borningur fær kærufrest og
máliö liöur hja án þess að nokk-
uð verði uppvist.
Það er vitað að allra handa
fyrirgreiðsla á sér stað i sam-
bandi viö fjármagn or einnig, að
sagt er, um undanþágur frá
ýmsum ákvæöum sem al-
menningur verður að hlita.
Þessu er sammerkt að þeir
sem njóta, sérréttinda eru helzt
þeir sem almannarómur segir
aö séu bjargálna. Þeir sem
verða að vinna lengri vinnudag
til þess að geta staöiö undir si-
felldum hækkunum á fram-
færslukostnaði njóta þeirra
ekki.
Þær reglur sem gilda um
upplýsingaskyldur stjórnvalda
eru næsta fátæklegar og þegar
þeirra nýtur ekki lengur við ?r
skildi þagnarskyldunnar
brugðið á loft. Ekki er hér veriö
að kasta rýrð á gildi slikrar
kvaöar, heldur er verið að finna
aö þvi hvernig opinb. starfs-
menn túlka þær reglur.
Eirikur Baldursson.
með er ekki veriö aö verðleggja
mannslifin til mismunandi fjár-
hæða hér eða þar.
Full ástæða er enn, til þess að
gleyma ekki þeim, sem stór-
slasast og biöa þess aldrei
bætur. Abyrgö þeirra, sem
valda öðrumlifs-og limatjóni er
þung I öllum tilfellum. En hvaö
má segja um þá tilhugsun, að
hafa orðiö valdur aö örkumlum
ungs fólks, sem lifir svo langa
æfiviö þjáningar og/ eða algert
getuelysi til að lifa þvi, sem lif
getur kallast?
Fráleitt þykir mér, aö nokkur
eigiaögeta hugsaö slika hugsun
til enda tilfinningalaust.
Einn blóöugi Mólok umferða-
slysanna hefur þegar krafið of
margra og of stórra og dýrra
fórna. Þar veröa bókstaflega
allir aö kappkosta að Jaka
höndum saman um úrbætur og
enginn láta sinnhlut eftir liggja.
Vonandi eigum við þess kost,
að þurfa ekki að hlýða á slysa-
eöa óhappafregnir úr um-
feröinni eftir þessa stórhátiöar-
helgi.
Minnist þess vegfarendur,
sem ráðið yfir og notiö farar-
tæki nú og raunar ætið, aö
mestu máli skiptir að kunna
heilum vagni heim að aka. Hitt
skiptir óendanlega litlu máli,
hvort það gerist nokkrum
minútum fyrr eöa siöar.
GEIR ÞAKKAÐI
GÆZLUMÖNNUM
Iþróttir
AFTUR
Lesandi blaðsins hringdi og
sagðist vera mjög óánægður
meö þaö að Alþýðublaðið sniö-
gengi algerlega Iþróttafréttir.
Hann sagðist reyndar kaupa tvö
önnur blöð, en það væri nú svo
meö áhugamenn um iþróttir að
þeir læsu flest af þvi, sem um
þessi mál væri skrifað.
Hann sagði að það væri mesti
misskilningur að þetta væri
sama tuggan i öllum blööunum.
„Fyrir okkur iþróttaunnendur
er sjónarmiö hvers blaðs útaf
fyrirsig „interesant” lesefni og
það eru svo margar hliöar á i-
þróttunum, sem þið sem eruö á-
hugalausir sjáið ekki.”
Að lokum sagði lesandi, að
hann legði til aö Alþýöublaöiö
tæki iþróttir upp aö nýju. Ef til
vill væri hægt aö gera þeim skil
á einhvern sérstakan hátt, „ef
þið viljið endilega vera eitthvað
öðruvisi en hinir.” Sagöi hann
að e.t.v. væri hægt að taka upp
yfirlitsþætti um það helsta sem
hefði gerst yfir vikuna eða að
taka viötöl við iþróttamenn og
fjölskyldur þeirra. Slikt lesefni
taldi hann aö biaðið ætti aö taka
upp að nýju. Þess má geta hér
að þetta mál hefur borið á góma
á ritstjórninni, hvað sem út úr
þvi kann að koma.
Þaö er ekki rétt að forsætis-
ráðherra hafi ekki þakkaö varö-
skipsmönnum sérstaklega, eins
og sagt var frá i Horninu i gær,
sagði lesandi, sem hringdi til
blaösins og vildi leiðréttá það
ranghermi.
Hann sagöi aö þegar forsætis-
ráöherra kom fram i sjónvarpi
og gerði grein fyrir hinum nýju
samningur við Breta, þá hafi
hann einmitt sérstaklega i lok
sins máls, þakkaö varðskips-
mönnum þeirra þátt i lausn
deilunnar.
Sjötíu sinnum
iviku
Sjötíu sinnum í viku hefja þotur okkar sig til flugs í
áaetlunarferð, samkvæmt sumaráætlun til 12 staða
í Evrópu og Bandaríkjunum.
Þessi mikli ferðafjöldi þýðir það, að þú getur ákveðið
ferð til útlanda og farið nær fyrirvaralaust.
En það þarf talsvert til að þetta sé mögulegt. Þaö
þarf traust starfsfólk og góðan flugvélakost.
Við höfum hvort tveggja. Við höfum 2 Boeing og
3 DC8 þotur, og 1600 starfsmenn, marga meö
langa og gifturíka reynslu að baki, í þjónustu okkar,
Starfsfólk okkar hefur ekki aðeins aðsetur á íslandi.
500 þeirra starfa á flugstöðvum og skrifstofum
okkar í 30 stórborgum erlendis.
Hlutverk þess er að greiða götu þína erlendis.
Ætlir þú lengra en leiðanet okkar nær, þá er ekki
þar með sagt að við sleppum alveg af þér hendinni,
þá tekur ferðaþjónusta okkar við, og skipuleggur
framhaldið í samvinnu við flest flugfélög heims, sem
stunda reglubundiö flug, og fjölda hótela.
Þegar þú flýgur með vélum okkar, þar sem reyndir
og þjálfaðir flugmenn halda um stjórnvölinn, og þér
finnst að þú sért að feröast á áhyggjulausan, þægi-
legan og öruggan hátt, þá veistu aö það er árangur
af samstarfi alls starfsfólks okkar, sem á einn eða
annan hátt hefur lagt hönd á plóginn til þess að svo
mætti verða.
flvcfélac LOFTLEIBIR
LSLANDS
Félög með þjálfað starfslið í þjónustu við þig
Oddur A. Sigurjónsson