24 stundir - 27.06.2008, Blaðsíða 35

24 stundir - 27.06.2008, Blaðsíða 35
24stundir FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 2008 35 Madonna er víst búin að ráða sér skilnaðarlögfræðing til að gæta hagsmuna hennar í væntanlegu skilnaðarmáli gegn Guy Ritchie. Slúðurpressan hefur haldið því fram í marga mánuði að Ma- donna og Guy séu í raun skilin en hafi ekki viljað opinbera það á meðan unnið var að ættleiðingu David sonar þeirra. Lögfræðingur Madonnu er hin fræga Fiona Shackleton sem varði Paul McCartney í einu ljótasta skilnaðarmáli síðari ára. Þessi skilnaður gæti orðið jafnljótur því hjónin skrifuðu víst ekki und- ir kaupmála á sínum tíma. Ritchie er víst einnig kominn með lögfræðing og því jafnvel stutt í að þau tilkynni skilnaðinn opinberlega. Enn sem komið er vilja þau ekkert segja. iav Madonna að skilja við Guy Fótboltahetjan Wayne Rooney vakti athygli á dögunum þegar hann sást reykja sígarettu á með- an hann slakaði á í sólinni. Roo- ney er nú í brúðkaupsferðalagi í Las Vegas með Coleen McLoug- hlin, nýbakaðri eiginkonu sinni og þau fá að sjálfsögðu ekki augnabliksfrið fyrir ljósmynd- urum. Talið er að Rooney eigi von á skömmum frá sir Alex Ferguson framkvæmdastjóra Man Utd. sem þolir ekki reykingar. iav Rooney reykir í brúðkaupsferð Götudansarinn George Sampson sigraði í Britain’s Got Talent 2008 en nú hefur hann nánast gull- tryggt fjárhagslega framtíð sína. Sampson skrifaði nýverið undir milljón punda auglýsingasamn- ing við breska bankann NatWest. Hann mun koma fram í auglýs- ingum og hanna debetkort auk þess sem andlit hans mun birtast á debetkortum. Dansarinn er að- eins 14 ára en stjórnendur bank- ans eru sannfærðir um að hann muni mala þeim gull. iav Götudansari græðir milljónir Á morgun vinnur heppinn áskrifandi að Lottóinu ferð á Ólympíuleikana í Peking í ágúst. Ert þú áskrifandi? Keppni í heppni! Alla daga frá10til 22 800 5555

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.