24 stundir - 27.06.2008, Blaðsíða 13

24 stundir - 27.06.2008, Blaðsíða 13
24stundir FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 2008 13 Sú saga gengur nú fjöllunumhærra í borgarkerfinu íReykjavík að Ólafur F. Magn- ússon borgarstjóri sé ekki sáttur við aðstoðarmann sinn Ólöfu Guðnýju Valdimarsdóttur og því sé hún á förum. Ástæðan er sögð sú að Ólafi finnst Ólöf ekki hafa sinnt PR-málum nægi- lega vel. Allir blaða- og frétta- menn vita hins vegar að erfitt reynist að ná í Ólaf F. og ef það tekst vill hann ekki tala við fjöl- miðla. Nú segja gárungar að Ólaf- ur leiti sér aðstoðarmanns með millibókstafinn F. Hann sé sjálfur með þann millistaf svo og nýráð- inn miðborgarstjóri, Jakob F. Magnússon. Bókaútgáfan Bjartur hefurverið með keppni á vef-svæði sínu um hver yrði 50 þúsundasti áskrifandi frétta- bréfs þeirra og var þeim heppna boðið gull og gersemar sem lenda myndi í lukkupottinum. Í fyrradag datt síðan hinn heppni inn sem var enginn annar er jo- hann@jpv.is en allir nema starfs- menn Bjarts föttuðu strax að þar var keppinauturinn Jóhann Páll Valdimarsson á ferð. Í gær birtist síðan önnur frétt, ekki eins glað- beitt því þar var getið um að johann@jpv.is hefði svindlað því hann hefði skráð sig þrisvar sinnum inn. Vegna svindlsins fær hann því ekki verðlaunin. Við hér trúum frekar að starfsmenn hjá Bjarti hafi allt í einu kveikt á per- unni um hver vinningshafinn væri og í staðinn fyrir að veita honum vegleg verðlaun var hann sakaður um að vera svindlari. Í skoðanakönn-un sem Frétta-blaðið birti fyrr í vikunni kom fram að 68,6 prósent kjósenda Samfylk- ingarinnar eru andvíg frekari virkjunarframkvæmdum enda gekk flokkurinn til kosninga fyrir rúmu ári með kosningaloforðið Fagra Ísland. Össur Skarphéð- insson, iðnaðar-, orku-, byggða- og ferðamálaráðherra er á skjön við Samfylkingarfólk í þessum efnum og skrifaði undir vilja- yfirlýsingu um byggingu 250 þús- und tonna álvers á Bakka í gær. Í hvaða ráðherrahlutverki ætli Öss- ur hafi verið? elin@24stundir.is KLIPPT OG SKORIÐ Það er komin kreppa. Eitt skýr- asta merki þess er að útrásarvíking- arnir okkar hugumstóru og marg- rómuðu eru víst margir hverjir á leiðinni heim – einn á eftir öðrum í halarófu yfir hafið. Það er meira að segja farið að sjást til þeirra sumra í Leifsstöð enda ekki margir sem hafa getað endurnýjað leigusamn- inginn á einkaþotunni undanfarið hálft ár eða svo. Um bæinn gengur sú flökkusaga á meðal manna að eitt megingoð íslensks viðskiptalífs hafi meira að segja sést á almennu farrými á leið- inni heim frá London um daginn. Svoleiðis hefur ekki sést lengi. En ég sel það ekki dýrara en ég keypti það. Sem er raunar að mér skilst einn helsti vandinn: Íslensku fjár- málafurstarnir fá nú ekkert selt á hærra verði en þeir keyptu á upp- sprengdu verði í uppsveiflunni. Skuldadans Virði margra nýkeyptra fyrir- tækja í útlöndum er orðið minna en ekki neitt. Í bókstaflegri merk- ingu – útrásin var tekin út á krít og nú, þegar komið er að skuldadög- um, fæst minna fyrir eignirnar heldur en nemur skuldsetning- unni. Mér er sagt að nú sé svo komið að íslenska þjóðarbúið í heild sinni skuldi orðið meira í út- löndum heldur en við eigum utan landsteinanna. Útrásin er þar með komin á höfuðið. Úti er ævintýri – eða allavega í biðstöðu. Þeir eru margir hverjir ansi sárir, sem hafa barist í okkar nafni á blóðugum velli alþjóðaviðskipt- anna undanfarin misseri. Fregnir herma að sumir hafi nú þegar fallið í valinn, aðrir séu helsærðir en sem betur fer hafa einhverjir náð að verjast óvígum her hnattrænnar lausafjárkrísu. Og eru sem sé nú á leiðinni heim að sleikja sárin og safna kröftum. Fett og brett En við blæðum öll fyrir. Líka þeir sem gerðu ekki neitt annað en að vinna sitt starf hér heima og sýna sömu fyrirhyggju og ráðdeild og alltaf. Verðbólgan étur upp launin eins og mölurinn forðum, vextirnir þurrka upp næfurþunn seðlaveskin og gengisfall krónunn- ar borar gat á alla vasa. Almenn- ingur borgar fyrir óhóflegt sam- kvæmislíf nýju auðstéttarinnar, fyrir gleðskap sem þeim var ekki einu sinni boðið í. Og nú á mamma gamla í stjórnarráðinu og afi hennar í Seðlabankanum að koma glaumgosunum til bjargar. Þeir segja að lækningin felist í að fá meiri pening frá útlöndum. Menn þurfa skammtinn sinn. En sú gamla veit ekki sitt rjúkandi ráð og fjasar bara um óviðjafnanlegan teygjanleika íslensku krónunnar. Sjáðu hvað hægt er að toga hana og teygja, sagði sú gamla hróðug á fundi í London, sveigja hana og beygja, fetta og bretta. Út og suður. Og það þrátt fyrir ríflega þriðj- ungsfall á innan við hálfu ári. Sólarsamba Best haldna hálaunastétt lands- ins hefur enn og aftur hótað að loka landinu. Vonandi ná sem flestir heim fyrir verkfall flugum- ferðarstjóra. Voðalega vont að vera fastur í útlöndum með götótta krónu. Fríið er tekið heima í ár, en við komumst ekki einu sinni út á land því bensínið hækkar með hverjum keyrðum kílómetra. Ak- ureyri er nú í tugþúsunda fjarlægð. En okkur er svo sem sama, veðr- ið hefur nefnilega verið svo ósköp gott. Sólin er okkar Prosac og til- finningarnar fá útrás fyrir framan skjáinn. Á EM og við að fylgjast með blessuðum ísbjörnunum sem hafa stytt okkur stundir í blíðunni. Og jarðskjálftinn maður, þá var stuð. En hvað svo? Hvað gerist þeg- ar ísbirnir hætta að ganga á land, boltinn er búinn og sólin farin? Hvað ætla efnahagsmálayfirvöld þá að gera? Höfundur er stjórnmálafræðingur Kreppa á verðbólgnum jeppa VIÐHORF aEiríkur Bergmann Einarsson Almenningur borgar fyrir óhóflegt samkvæm- islíf nýju auð- stéttarinnar, fyrir gleð- skap sem þeim var ekki einu sinni boðið í. Og nú á mamma gamla í stjórnarráðinu og afi hennar í Seðlabank- anum að koma glaum- gosunum til bjargar. Komdu til okkar, taktu með eða borðaðu á staðnum Alltaf góð ur! Kjúklingastaðurinn Suðurveri Nú er orðin n stór Nesbyggð ehf óskar að ráða pípulagnameistara. Starfssvið meistarauppáskrift, verkstjórn og almenn pípulagnavinna. Hjá Nesbyggð starfa 4 til 6 píparar og eru næg verkefni framundan. UPPLÝSINGAR GEFUR PÁLL Í SÍMA 840 6100 Ferðaskrifstofa Fyrstur kemur, fyrstur fær. Nánari upplýsingar og bókanir á www.plusferdir.is 3.,10.,17. 24. og 31. júlí. Verðfrá: 39.900kr. Portúgal Netverð á mann í viku miðað við 2, 3 eða 4 í s túdíó, íbúð eða hótelh erbergi. Enginn barnaafsláttur. Innifalið er flug, gisting í 7 nætur, flugvallaskat tar og íslensk fararstjórn. Sjóðheitt sólarlottó! Spilaðu með og láttu sólina leika við þig. Þú velur áfangastaðinn og brottfarardaginn. Viku fyrir brottför staðfestum við á hvaða gististað þú dvelur í sumarfríinu. Gildir fyrir júlí ein vika eða tvær. Áratuga ending Mest selda heimilisvél heims í 65 ár Sérstök brúðkaupsgjöf Öll brúðhjón fá glæsilega svuntu með ísaumuðum nöfnum sínum og brúðkaupsdegi Íslensk matreiðslu- kennslubók í lit ásamt alþjóðlegum uppskriftum fylgir. - kemur þér við AUGLÝSINGASÍMI: 510 3744 íþróttir útivist pólitík heilsa fréttir fé&frami golf 24fólk veiði neytendavaktin golf dagskrá menning viðtöl ferðalög viðskipti garðurinn grill 24lífið bílar neytendur umræða

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.