24 stundir - 27.06.2008, Blaðsíða 34

24 stundir - 27.06.2008, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 2008 24stundir Leikkonan Ágústa Eva Erlends- dóttir sýnir á sér enn aðra hlið í kvöld þegar hún tekur upp á því að syngja lög Joao Gilberto og fleiri á tónleikum í Fríkirkjunni. Fram til þessa hefur leikkonan falið bossanova-genið í sér fyrir alþjóð en getur hún ekki hamið sig lengur og stökk því á tækifær- ið að spila með brasilíska gít- arleikaranum Ise Poletino. „Óskar Guðjónsson kom nokkr- um sinnum í Svalbarðaþáttinn og spilaði. Svo þegar hann og fleiri ákváðu að setja upp þessa tón- leika hringdu þeir í mig,“ segir Ágústa en úrval íslenskra djass- leikara koma líka fram. „Þetta er mikill heiður því ég ber svo mikla virðingu fyrir þeim öllum af því þeir spila svo fallega tónlist.“ Tónleikarnir hefjast klukkan tíu. Gústa syngur Gilberto einfalt og geta leikmenn hamrað sig í gegnum leikinn á skömmum tíma með því að nota bara einn takka til að lemja óvinina. Það koma þó stöku kaflar í leiknum þar sem reynir aðeins meira á hæfni leikmanna en þeir kaflar eru fáir og stuttir. Kung Fu Panda er, sem barna- leikur, fyrirtaksfjárfesting. Krakkar munu án nokkurs vafa geta skemmt sér yfir leiknum klukku- tímum saman án þess að kvarta eða kveina. Tölvuleikir viggo@24stundir.is Það er svo gott sem algild regla í heimi tölvuleikjanna að ef leik- urinn er byggður á kvikmynd þá er lítið í hann varið. Ef leikurinn er svo byggður á barnamynd þá eru væntingarnar enn þá minni enda þeir oftast sálarlaust rusl sem er einvörðungu búið til svo að unnt sé að kreista meiri pening út úr al- menning. Kung Fu Panda er hins vegar undantekning á þessari reglu því ekki nóg með það að leikurinn sé vandaður þá er hann meira að segja nokkuð skemmtilegur. Leikurinn segir frá pandabirn- inum Po og Kung Fu félögum hans þar sem þeir freista þess að verjast árásum hins illa Tai Lung á meðan Po fetar sínar leið í átt að örlögum sínum, sem eru að verða hinn goðsagnakenndi drekastr- íðsmaður. Það er virkilega gaman að sjá hvað mikill metnaður hefur verið lagður í leikinn. Hann lítur mjög vel út og finnst manni oft eins og maður sé að horfa á teikni- mynd fremur en að spila tölvuleik. Svo er virkilega gaman að Jack Black skuli sjálfur tala inn á leik- inn. Spilun leiksins samanstendur af hinu hefðbundna hoppi og skoppi, sem virðist vera regla í barna- leikjum, og svo Kung Fu- slagsmálum þar sem Po og félagar berja líftóruna úr margs kyns óvinum svo sem svínum, naut- gripum og krókódílum. Stjórnkerfi leiksins er, skiljanlega, nokkuð Klár í Kung Fu Po kallar ekki allt ömmu sína þegar kemur að Kung Fu og fer létt með að lúberja krókódíla, svín og fleiri kvikindi. Undantekningin sannar regluna Sumarsmellur FM957 er keppni fyrir alla tónlist- armenn sem telja sig hafa það sem þarf til að semja lag sem slær í gegn. Dýrt að fullklára lag í hljóðveri „Hugmyndin á bak við keppnina er að hjálpa nýj- um tónlistarmönnum að koma sér á framfæri,“ segir Brynjar Már, útvarpsmaður á FM957. „Það er fullt af góðum tónlistarmönnum þarna úti sem hafa ekki efni á því að fara í hljóðver með lögin sín enda getur það kostað 3-400 þúsund krónur að fullklára lag.“ Sigurvegari keppninnar fær þessa vinnu hins vegar gefins og starfsmenn FM957 munu jafnvel útvega söngvara ef lagahöfundur hefur enga slíka á sínum snærum. „Við höfum nú þegar fengið rúmlega 50 lög send en gerum ráð fyrir allt að 200 lögum áður en yfir lýkur.“ Fresturinn til að skila inn lögum er til 4. júlí en þá munu starfsmenn útvarpsstöðvarinnar loka sig af og hlusta á öll lögin. „Okkur finnst sanngjarnara að hlusta á lögin á sama tíma frekar en að hlusta á eitt og eitt og mynda okkur skoðun eftir því hvernig skapið er. Við getum þá líka strax sigtað út topp 30, topp 20 og svo loksins topp 10.“ Hægt verður að hlusta á tíu efstu lögin á vefsíðunni www.fm957.is. Þar munu hlustendurnir velja besta lagið sem fer beint í hljóðver og þaðan í spilun á FM957. iris@24stundir.is Hlustendur velja besta lagið FÓLK 24@24stundir.is a Það eru fullt af góðum tónlistarmönnum þarna úti sem hafa ekki efni á því að fara í hljóðver með lögin sín enda getur kostað 3-400 þúsund krónur að fullklára lag. fréttir Grafík: 79% Ending: 69% Spilun: 74% Hljóð: 81% Kung Fu Panda 16+ NIÐURSTAÐA: 76% Aðþrengdur Afsakið að ég er til! EI TTHVAÐ EFTIR AF LASAGNA? ÉG SKAL ATHUGA. EF EKKI ÞÁ ER NÓG TIL AF KÁSSU OG GÚLLAS I ÓLÍKT DONNER FÓLK INU. KOM TUPPERWARE FÓLKIÐ VEL UNDIRBÚIÐNEI ÉG FER EKKERT Í ÞETTA DÆMI AÐ VIÐ SKIP-TUM UM HLUTVERK ... ALLT OF MIKIÐ DRAMA. Bizzaró Líkami minn er í tómu messi og hangir á bláþræði, en billinn minn er með bestu vél sem sést hefur á markaði í dag - Allir læknavinirnir mínir mæla eindregið með honum MYNDASÖGUR Allt fyrir útihátíðina veislurnar & partíin pöntunarsími: 6613700 Ertu að flytja, láttu fagmenn sjá um verkið fyrir þig Örugg og trygg þjónusta Síðumúla 3 · Sími 553 7355 Hæðasmára 4 · Sími 555 7355 30% afsláttur af fatnaði

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.