24 stundir - 27.06.2008, Page 20

24 stundir - 27.06.2008, Page 20
20 FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 2008 24stundir Eftir Björn Braga Arnarsson bjornbragi@24stundir.is „Þú setur upp prófíl með upplýs- ingum og segir aðeins frá sjálfum þér. Þá getur fólk sent þér póst og spurt hvort það megi koma og gista. Þú ræður svo að sjálfsögðu hvort þú vilt hýsa viðkomandi eða ekki,“ seg- ir Kolbeinn Jónsson, laganemi og einn af fjölmörgum meðlimum Co- uchSurfing-tengslanetsins. Kolbeinn býr með félaga sínum Svenna í miðbæ Reykjavíkur og skráðu þeir sig í CouchSurfing síð- asta sumar. „Þá komu sjö manns til okkar og svo komu fjórir í vetur. Við erum með litla kompu hérna hjá okkur og leyfum fólki að gista þar á dýnu,“ segir Kolbeinn. Fá fólk með svipuð áhugamál Samkvæmt Wikipediu eru með- limir CouchSurfing rúmlega 500 þúsund og koma frá 226 löndum. Kolbeinn áætlar að hann fái að meðaltali einn tölvupóst á dag þar sem fólk óskar eftir gistingu, en skiljanlega þarf að velja og hafna. „Við skoðum prófílana og reynum að átta okkur á því hvernig fólk þetta er. Reynum að velja fólk með svipuð áhugamál og líkan tónlistar- smekk og svona. Sætar stelpur hafa líka ákveðið forskot,“ segir hann í léttum tón. Hann kveðst eingöngu hafa góða reynslu af því fólki sem hefur kom- ið og neitar því að það verði nokk- urn tímann vandræðalegt að fá blá- ókunnugan gest á heimilið. „Við bjóðum þeim bara upp á bjór fyrsta kvöldið og kíkjum kannski með þeim á barinn. Sýnum þeim hvern- ig Íslendingar skemmta sér. En ann- ars er þetta lið mestmegnis með sjálfu sér að skoða Reykjavík eða fara út á land. Maður þarf ekkert að sjá um það og þetta er alls engin kvöð,“ segir Kolbeinn. Safna góðum meðmælum Þeir Kolbeinn og Svenni hafa ekki enn farið erlendis og gist á sóf- um annarra meðlima Couch- Surfing, en það er þó á döfinni. Þá kemur sér vel að hafa góð meðmæli frá fólki sem hefur fengið að gista hjá þeim. „Eftir hverja heimsókn gefur fólk okkur umsögn og segir frá því hvernig því fannst að gista hjá okk- ur og hvernig því líkaði við okkur. Því fleiri jákvæð ummæli sem við fáum því líklegra er að við fáum hýsingu þegar við förum út,“ segir Kolbeinn, en þeir fyrirhuga að fara í reisu til Suður-Ameríku og Asíu á næsta ári. Út frá umsögnunum á prófíl þeirra að dæma má ætla að þeir verði ekki í nokkrum vanda með að verða sér úti um svefnpláss þegar þangað er komið. CouchSurfing er ódýr og frumlegur kostur fyrir ferðalanga Fríar gistingar um gervallan heim ➤ Slóðin á vefsíðuna erwww.couchsurfing.com. ➤ Um þessar mundir eru 92 Ís-lendingar að bjóða upp á gistingu. ➤ Hægt er að fá sófagistingunæstum hvar sem er í heim- inum, meira að segja á Gaza- svæðinu. COUCHSURFING CouchSurfing er tengsla- net fólks sem ferðast um heiminn og fær að gista á sófum hvers annars til að spara góðan pening og kynnast áhugaverðum einstaklingum. Kolbeinn Jónsson hefur hýst fjölda ferðalanga og hyggur sjálfur á reisu á næsta ári. Skipta? Margir myndu vilja skipta á þessu fátæklega hengirúmi fyrir Ikeasófann heima á Íslandi. Brugðið á leik Kolbeinn, hægra megin á myndinni, bregður á leik. Þægindi um land allt Fossháls 5-9 • Sími 551 5600 • www.utilegumadurinn.is Polar hjólhýsi Sérhönnuð fyrir norðlægar slóðir. Evrópskar þrýstibremsur, galvaníseruð grind, iDC stöðugleikakerfi og ríkulegur staðalbúnaður. Rockwood fellihýsi Sérstaklega löguð að íslenskum aðstæðum með galvaníseraðri grind, fjöðrum fyrir akstur á erfiðum vegum og upphituðum lúxusdýnum. 19˝ LCD skjár Séstakur vínkælir DVD spilari 44mm einangrun -40 °C iDC stöðugleikakerfi iDC Evrópskar þrýstibremsur Fjöðrun f. ísl. aðstæður Vatn tengt heitt/kalt CD spilari/ útvarp Upphitaðar lúxusdýnur 12 cm Evrópskar þrýstibremsur Sumarg jöf Sólar rafhla ða, fortja ld og gasgr ill fylgir öllum fellih ýsum Tilbo ðið g ildir ú t júní Athugið!Sólarrafhlaða,fortjald, TV, DVD& Alde gólfhitakerfifylgir hjólhýsum.Fortjaldatilboðgildir út júní Bátar í úrvali Kynntu þér úrvalið af Galeon skemmtibátum, Regal og ChrisCraft hraðbátum, Galía og Karnic sport- & veiðibátum.

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.