24 stundir - 27.06.2008, Síða 22

24 stundir - 27.06.2008, Síða 22
22 FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 2008 24stundir afslappað andrúmsloft.“ Ekkert Starbucks! „Ég hef búið í Williamsburg í Brooklyn síðastliðin sex ár og kann mjög vel við mig þar,“ segir Birgir Sigurðsson tónlistarmaður sem kallar sig Bigga Bix. „Mikið líf, góðir veitingastaðir, ekkert Starbucks eða McDonalds og allir einstaklega vinalegir og ófeimnir. Birgir segir matarmenninguna vera mjög blandaða en þó séu áberandi asískir, franskir, mexí- kóskir og ítalskir veitingastaðir. „Það liggur við að hér opni nýr veitingastaður á hverjum degi, kannski ætti maður að opna eitt stykki íslenskan veitingastað og bjóða upp á djúpsteikta hrúts- punga?“ Uppáhaldsstaðurinn kóreskur „Hangawi, sem er kóreskur veitingastaður er alveg einstakur. Maturinn þar er frá annarri plán- etu og skilur eftir sig yndislegt eftirbragð. Vatan er indverskur veitingastaður sem er mjög skemmtilegur og þjónustan er mjög persónuleg og heimilisleg. Geðveikur matur og þeir sem eru með valkvíða myndu njóta sín vel því það er enginn matseðill, þú borgar að mig minnir um tuttugu dollara fyrir þriggja rétta máltíð, þetta eru allt svona litlir smáréttir og þjónninn segir þér frá hverjum rétti fyrir sig. Máltíðinni lýkur svo með mangóís og te.“ Zenkichi er síðan nýr japanskur bistrostaður í Williamsburg sem er alveg í heimsklassa. Hann er í dýrara lagi en maturinn er ótrú- legur, þú færð 10 rétta máltíð fyr- ir tvo á um 200 dollara en það er hverrar krónu virði. Best að villast „Þar sem maður er í Bandaríkj- unum má ekki gleyma blessuðum borgurunum og Dumont Burger í Williamsburg er með bestu borg- ara sem ég hef smakkað. Namm!“ Aðspurður hvert hann leiði gesti sína segist hann trúa því að það sé skemmtilegast fyrir þá að villast svolítið í borginni og ekki að skipuleggja mikið fyrirfram. „Þá gerast ævintýrin og það er nóg af þeim í New York.“ Eftir Kristjönu Guðbrandsdóttur dista@24stundir.is Auður Karítas á íbúð í Gramercy sem hún segir rólegt og öruggt hverfi á New York-mælikvarða. „Allar fínu frúrnar í hverfinu eru óhræddar við að ganga um með sparitöskuna á arminum. Hverfið dregur nafn sitt af litlum, fallegum garði sem er eingöngu aðgengilegur hinum almenna íbúa hverfisins einn dag á ári. Hina 364 dagana eru það aðeins þeir sem búa umhverfis garðinn sem fá að njóta hans.“ Auður Karítas nefnir fjölda frá- bærra veitingastaða í hverfi sínu; Craft, Gramercy Tavern, Per Se og Casa Mono. „Ég er mikill sælkeri og elska að borða. Ég á mér því marga uppáhaldsstaði í New York. Hér er örlítið brot af listanum.“ Kúbverskur, ítalskur og sushi! „Café Habana er pínulítill kúb- verskur staður. Þar er alltaf pakk- að og mikil stemning. Það er allt gott á matseðlinum hjá þeim en ég mæli með margarítunum og maísstönglunum. Staðurinn er á horni Prince st. og Elizabeth st., og er frekar ódýr. Otto er ítalskur og tiltölulega ódýr staður á horni 8th st. og 5th ave. Þetta er mjög skemmtilegur staður og á meðan maður bíður eftir borði er tilvalið að fá sér „antipasti“ og einn drykk eða tvo á barnum frammi. Uppá- halds sushi-staðurinn minn í New York er í Noho á Bond street milli Broadway og Lafayette. Kokkarnir eru alltaf súperhressir og því mik- ið fjör ef maður fær sæti hjá þeim en einnig er hægt að eiga róm- antíska stund í rökkvuðu horni ef maður vill svoleiðis frekar. Babbo er á Waverly Place við Wash- ington Square Park. Þar ríkir al- vöru ítölsk sparistemning. Mat- urinn er ekki ókeypis en dásamlega góður og það er hugs- að um mann eins og stórstjörnu. Ég mæli með gæsalifrar-ravioli og svarta pastanu, og já, eiginlega bara öllu. Það er algjör skylda að fá sér „bellini“ á barnum fyrst. 110 Waverly er á milli 6th ave. og MacDougal st.“ Námsmannavænir staðir Spurð hvert hún leiði gesti sína þegar þeir koma til hennar í New York segist Auður ekki fara með þá á dýra staði. „Þeir gestir sem koma eru oft- ast að spara aurana sína fyrir búð- irnar þannig að ég hef lítið verið að þröngva fínu, dýru stöðunum upp á gestina, og fer meira bara á mína námsmannavænu veit- ingastaði.“ Auður nefnir þá fyrstan veit- ingastað í West Broadway, Felix. „Felix er fransk-brasilískur „brunch“-staður. Þar er mikil stemning og boðið upp á hressi- lega kryddaðar blóðmaríur. Þar er líka brjálað að gera um helgar en þá koma allir fastakúnnarnir sem eru búnir að koma á þennan stað í hundrað ár. Það styttir biðina eftir borði að fylgjast með þeim en biðin er alveg þess virði. Lygilega góðir borgarar „Á Shake Shack í Madison Square Park eru lygilega góðir hamborgarar. Staðurinn er sumsé í þessum litla garði á 23rd st. á milli Madison ave. og 5th ave. og er bara opinn yfir vor- og sum- artímann. Gaman er að fara að kvöldi til en þá lýsa seríur upp garðinn og staðinn. Oft er löng biðröð en hún gengur hratt og það er alveg þess virði að bíða.“ Að lokum nefnir Auður Karítas hverfisstaðinn sinn, Posto Pizza. „Þetta er ekta „New York hango- ut“, æðislegar pitsur á horni 18th st. og 2nd ave., lítill og sjarm- erandi staður með ódýrt vín og Uppáhaldsveitingastaðirnir í New York „Í hverju hverfi á Man- hattan býr fleira fólk en á Íslandi þannig að í þeim hverfum er oftast hægt að finna alla flóruna, frá Dunkin’ Donuts og upp í uppskrúfaða franska Mic- helin-stjörnustaði,“ segir Auður Karítas Ásgeirs- dóttir um matarmenn- ingu í New York. Birgir Sigurðsson tónlist- armaður segir sömu sögu af flóru matarmenningar en hann hefur búið í Williamsburg í Brooklyn síðastliðin sex ár. Sælkeri í New York Auður Karítas hefur ekki farið á mis við fjölbreytta matarmenningu borgarinnar. Matarást á New York Biggi Bix í Brooklyn Er hrifinn af kóreskum grænmetismat. LÍFRÆNIR SAFAR Fæst í heilsubúðum og helstu matvöruverslunum landsins

x

24 stundir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.